Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 34
Bíladagar verða á Akureyri 15. til 17. júní. Keppt verður í spyrnu og burnout-keppni og um 200 farartæki verða til sýnis á einni stærstu bílasýn- ingu sem haldin hefur verið hérlendis. 33 sinnum hafa bílaáhugamenn safnast saman eina helgi á Akur- eyri, sýnt sig og bíla sína og skoðað það sem aðrir hafa upp á að bjóða. Samkoman hefur síðustu ár geng- ið undir nafninu Bíladagar á Akur- eyri og hefur þátttakendum fjölgað frá ári til árs. Nú stefnir í metþátt- töku á 34. bíladögunum enda hátíð- in aldrei verið stærri. „Þetta er flottasta bílasýning árs- ins,“ segir Gísli Rúnar Víðisson, sýningastjóri og stjórnarmeðlim- ur Bílaklúbbs Akureyrar. „Þarna mæta áhugamenn um bíla, mótor- hjól, spíttbáta og öll önnur farar- tæki. “ Bíladagarnir eru næstu helgi, 15. til 17. júní, og hefst dagskráin á föstudeginum með svokallaðri bur- nout-keppni. Þá reykspóla menn og stig eru gefin fyrir flottasta spól- ið, mesta reykinn og svo framveg- is. „Keppnin er haldin á íþróttaleik- vanginum á Akureyri og það er nóg pláss fyrir alla sem vilja horfa í stúkunni,“ segir Gísli Rúnar. Á laugardeginum er keppt í spyrnu í fjölmörgum flokkum og á sunnudeginum, þjóðhátíðardegin- um, er komið að sýningunni sjálfri. „Sýningin er haldin í Boganum, nýju íþróttahöllinni á Akureyri, milli tíu og sex. Höllin er 10.000 fer- metrar og verður fullt af bílum til sýnis bæði inni í höllinni og fyrir utan, allt frá mótorhjólum og sport- bílum til fornbíla og atvinnutækja,“ segir Gísli Rúnar. „Ég held að þetta sé stærsti sýningarflötur fyrir bíla- sýningu sem haldin hefur verið hér- lendis.“ Skráning ökutækja í burnout- keppnina, spyrnuna og á sýning- una stendur yfir á www.ba.is eða í síma 862-6450. „Við eigum von á 200 tækjum og fullt af fólki og auðvit- að hvetjum við alla til að mæta og taka þátt,“ segir Gísli Rúnar. „Þetta verður afskaplega gaman bæði fyrir bíladellufólk og bara alla sem koma norður um helgina.“ Allar nánari upplýsingar um bíla- dagana er að finna á www.ba.is. Stærsta bílasýning ársins FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.