Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 22
T ilviljun réð því að Kristján Erlingsson var á landinu þegar áfallið dundi yfir Flateyringa í lok síð- asta mán- aðar. Hann býr í Úg- anda en var á Íslandi til að sækja ráðstefnu um þróunarmál og halda upp á hundrað ára af- mæli ömmu sinnar, Maríu Jóhannesdóttur á Flateyri. Kristján hefur verið með annan fótinn þar frá blautu barnsbeini og rann blóðið til skyldunnar. Hann keypti fasteignir Fiskvinnslunnar Kambs og ætlar að kappkosta að sem flestir starfs- menn fyrirtækisins haldi vinnunni. Kristján er fæddur á Flateyri 1. desem- ber 1962 en flutti til Reykjavíkur með móður sinni eins árs gamall. Steig sín fyrstu skref á Bárugötu en gekk menntaveginn í Seljaskóla, Hlíða- skóla og Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Á sumrin lá leiðin ávallt til Flateyrar; þrettán ára fór hann að vinna í fiskvinnslu Einars Odds Kristjánssonar, sem situr nú á þingi, en alltaf hefur verið kært með þeim frændum. Að loknu stúdentsprófi fór Kristján í viðskipta- fræði við Háskóla Ís- lands en flutti vestur á Flateyri áður en hann lauk námi, til að koma á fót skelfisksvinnslunni með Einari frænda sínum. Hugur hans stóð lengi til að ljúka við- skiptafræðinni en iðu- lega settu önnur verk- efni strik í reikninginn. Á Flateyri kynntist Kristján konu sinni, Lesley Wales, en hún er frá Suður-Afríku. Þau komu sér upp heimili á Flateyri og eignuðust tvíburana Jóhönnu og Cather- ine árið 1994. Í kjölfar snjóðflóðsins sem reið yfir þorpið árið 1995 voru varnargarðar reistir yfir eyrinni. Þau hús sem voru utan garðsins voru lýst á hættusvæði. Þar á meðal var heimili Kristjáns og Leslie og gerði það meðal annars að verkum að þau fóru að hugsa sér til hreyf- ings. Tveimur árum síðar bauðst Lesley starf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsa í Úg- anda. Þau tóku slaginn og fluttu frá Vestfjörð- um til Austur-Afríku ásamt dætrum sínum og hafa búið þar síðan. Í Úganda stofnaði Kristján útflutnings- fyrirtækið Icemart Africa. Í dag er það stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar í landi. Í fyrra flutti það meira en fimmtán þúsund tonn af ferskum afurð- um frá Afríku til Evr- ópu; fisk, grænmeti og afskorin blóm. Þeim sem þekkja Kristján koma í hug orð á borð við góðmennska, höfðingsskapur og dugn- aður þegar þeir eru beðnir að lýsa honum. Hann þykir naskur að koma auga á ný tækifæri og möguleika. Þá er hann sagður hafa mikið úthald og miklar það ekki fyrir sér að hlut- irnir taki tíma. Sem dæmi nefnir vinur hans þegar hann ók á gömlum Trabant frá Reykjavík vestur í Borgarfjörð til að fara á ball. Er haft í flimtingum að sjald- an hafi nokkur lagt jafn mikið á sig til að komast á dans- leik. Kristján kann best við að takast á við miklar áskoranir, jafnvel vera öfg- anna á milli. Það hafi hann sýnt á Flateyri og í Úganda. Honum líður best að kvöldi dags eftir að hafa leitt verkefni dags- ins til lykta. Hann er þó ekki vinnualki; setur starfið ekki í forgang fram yfir fjölskylduna. Hann er mikill áhugamaður um við- skipti og þróunar- mál. Eftir að hafa búið í Afríku í ára- tug þekkir hann vandræði álfunnar frá fyrstu hendi og hefur sterkar skoð- anir á þróunarmál- um. Honum þykir hugmyndir Vestur- landabúa um Afr- íku oft á tíðum yfirborðskenndar og byggjast á van- þekkingu. Fyrir utan það er ekki vitað til þess að Kristj- án eigi sér nein sér- stök áhugamál. Hann er þó sagður slark- fær í knattspyrnu og fer stundum á völl- inn þegar tækifæri gefst. Kristján hefur áhuga á heimspeki og pólitík. Rétt eins og Einar móður- bróðir sinn hefur Kristján sterkar pólitískar skoðanir og þykir talsvert lengra til hægri en sá gamli. Hann talar tæpitungulaust um þjóðfélagsmál, hefur lítið álit á „sósíalísku miðjumoði“ og getur runnið í skap ef hann þrætir við ein- hvern á öndverðum meiði. Langrækni er aftur á móti ekki til í honum, að sögn vina. Hann er höfðingi heim að sækja, veitir vel og þykir gaman að fá vini og ætt- ingja í heimsókn. Helsti löstur Kristjáns er sá að hann „reykir eins og síðutogari“, eins og vinur hans komst að orði. Hann hefur oft talað um að hætta en lítið orðið um efndir. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Úganda og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Vinir hans og vandamenn benda hins vegar á að þótt hann búi í Afríku liggi ræturnar djúpt vestur í Önundarfjörð. Glöggur og þrautgóður 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Taktu þátt! Þú sendir SMS BT BTF á númerið 1900. Þú færð spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. hver vinnur! 10. Aðalvinningur! FSC Amilo Pi Core2 Vista fartölva SMSLEIKURTak tu þátt! Geggjaðir aukavinningar! Vídeospilari, Sony myndavél, Panasonic tökuvél, Apple iPod Nano/blár, HP Photosmart, GSM símar, Bíómiðar fyrir 2 á THE INVISIBLE og LAST MIMZY,PSP tölvur,Gjafabréf á Tónlist.is,PS2 tölvur, Kippur af Gosi og enn meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express FORMÚLUFERÐIR Verð á mann í tvíbýli 98.900 kr. Innifalið: Flug og skattar, rúta til og frá Silverstone, gisting á St. Giles í London í 3 nætur, morgunverður og miði á kappaksturinn. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 6.–9. júlí. Þeir sem fylgjast með Formúlunni eru sammála um að Silver- stone brautin sé ein sú skemmtilegasta í mótaröðinni. Í fyrra sýndi Alonzo á Renault mikla yfirburði, en á Silverstone getur allt gerst. Skelltu þér út og fylgstu með Massa, Räikkönen, heimam- anninum Coulthard og öllum hinum reyna með sér á brautinni. Gist verður á St. Giles sem er staðsett í miðborg London og farið í rútu til Silverstone. Ferðalöngum gefst því líka kostur að njóta lífsins í stórborginni London. Silverstone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.