Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 2
Eigendum tveggja
íbúðarhúsa er meinað að leggja í
framkvæmdir á lóðum sínum
vegna nálægðar við gestahús for-
setaembættisins á Laufásvegi 72.
Engar skipulagslegar athuga-
semdir eru gerðar við breytingar
á húsunum tveimur en skipulags-
ráð Reykjavíkur vísar til ríkislög-
reglustjóra, sem leggst gegn fram-
kvæmdunum af öryggisástæðum.
Annað húsið stendur gegnt
gestahúsi forsetans og er á Laufás-
vegi 73. Þorsteinn M. Jónsson, eig-
andi þess húss, hefur í meira en
tvö ár óskað eftir heimild borgar-
yfirvalda til að þess að rífa gamlan
bílskúr og byggja í staðinn tvöfalt
bílskýli, stækka kjallarann og hafa
verönd þar ofan á, auk þess að
byggja jarðhýsi, útbúa nýjar
svalir og bæta við kvistum. Í garð-
inum vill hann reisa skjólveggi og
koma fyrir heitum potti.
Hitt húsið stendur við hliðina á
forsetahúsinu og er á Laufásvegi
74. Eigandi þess, Einar Eiríksson,
vill byggja sólstofu.
Ríkislögreglustjóri segir lög-
reglu hafa komið að öryggisgæslu
á Laufásvegi 72 um áratuga skeið.
„Fjölmargir erlendir þjóðarleið-
togar hafa gist þar og oft hefur
verið um að ræða mjög umsvifa-
mikla öryggisgæslu samfara því,“
segir í umsögn ríkislögreglu-
stjóra. „Aðstæður eru með þeim
hætti að auðvelt er að takmarka
aðgengi og setja upp viðeigandi
öryggisgæslu til þess að óviðkom-
andi komist ekki óséður að húsinu
né geti athafnað sig frá nærliggj-
andi húsum.“
Einar Eiríksson á Laufásvegi 74
gefur lítið fyrir þessi rök. „Ég hef
ekki orðið var við svokallaða tigna
gesti á Laufásvegi 72 árum saman.
Auk þess er vandséð hvernig þeim
getur stafað ógn af sólstofum og
bílskúrum nágrannanna,“ segir
hann.
Jón F. Bjartmarz hjá ríkislög-
reglustjóra sagðist í gær ekki
muna hvenær embættið hefði síð-
ast gætt þjóðhöfðingja á Laufás-
vegi 72. Um það þyrfti að senda
embættinu formlega fyrirspurn.
Á skrifstofu forseta fengust ekki
upplýsingar í gær um gestakomur
á Laufásvegi þar sem Örnólfur
Thorsson forsetaritari var á ferða-
lagi.
„Það er óþolandi að ekki sé hægt
að laga gamalgróið íbúðahverfi að
eðlilegum nútíma lifnaðarháttum
vegna ímyndaðra eða raunveru-
legra öryggishagsmuna. Ef þess-
ar öryggiskröfur eiga rétt á sér er
þessi starfsemi ekki á réttum
stað. Fróðlegt væri fyrir okkur
nágrannana að kanna réttarstöðu
okkar í málinu,“ segir Einar
Eiríksson.
Öryggiskröfur forseta
bitna á nágrönnunum
Skipulagsráð Reykjavíkur neitar að heimila viðbyggingar á tveimur húsum á
Laufásvegi eingöngu vegna þess að ríkislögreglustjóri telur breytingarnar ógn
við öryggi við gestahús forsetaembættisins á Laufásvegi 72.
Vald iðnaðarráðherra
til að taka land eignarnámi vegna
raforkuframleiðslu ætti hugsan-
lega að færast til Alþingis, og ein-
skorðast við tilvik sem lúti að
brýnum almannahagsmunum,
ekki öflun raforku til stóriðju,
segir Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra.
Ráðherra hefur í dag heimild til
að taka land eignarnámi, og metur
þá sérstök matsnefnd hæfilegar
bætur fyrir landeigendur. Þetta
segir Össur að þurfi að skoða
nánar.
„Ég tel að á þessu kjörtímabili
eigi ríkisstjórnin að skoða mjög
sterklega hvort ekki sé rétt að
breyta heimildum sem iðnaðar-
ráðherra hefur í dag til eignar-
náms,“ segir Össur. „Þetta er mál
sem ég tel að við þurfum að skoða
mjög vel og gefa okkur tíma til
þess. Þetta er flókið og vandasamt
og þarf að skoða alla hagsmuni í
þessu,“ segir Össur.
Hann segir það sína skoðun að
ríkið verði að eiga áfram mögu-
leika á eignarnámi ef til þess séu
brýnir almannahagsmunir. Slíkt
eigi ekki við þegar verið sé að taka
lönd til orkuvinnslu til stórra not-
enda. Það eigi við um stóriðju,
mengandi eða ekki.
Össur sagðist ekki viss um að
iðnaðarráðherra sem handhafi
framkvæmdavaldsins eigi að hafa
heimildir til að taka lönd eignar-
námi, jafnvel ekki í þeim tilvikum
þar sem um brýna almannahags-
muni sé að ræða. „Mér finnst mörg
rök hníga að því að þetta vald eigi
að vera í höndum Alþingis,“ segir
Össur.
Eignarnám einskorðist við
brýna almannahagsmuni
Í gær slitnaði upp úr
sex daga stjórnarmyndunarvið-
ræðum á
Írlandi, þar sem
stjórnarflokkur
Bertie Ahern
forsætisráð-
herra hafði
reynt að mynda
stjórn með
Græningjum.
Ahern á því
fáa úrkosti við
stjórnarmynd-
un, en hægristjórn hans missti
meirihluta í þingkosningum í
síðasta mánuði eftir að hafa verið
við völd í tíu ár.
Fulltrúar Græningja sögðu
áherslur flokkanna of ólíkar til að
samningar tækjust.
Á fimmtudag í næstu viku
kemur þingið saman og kýs nýjan
forsætisráðherra.
Græningjar
ekki í stjórn
Sigurður, er þetta vaxtarverk-
fræði?
Kona um áttrætt
sem dvelur á hjúkrunar- og dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri nýtur
læknismeðferðar vegna berkla.
Að sögn Haraldar Briem sótt-
varnarlæknis greindist konan með
berkla fyrir tveimur til þremur
vikum síðan og var gripið til við-
eigandi ráðstafana. „Sjúklingur-
inn fær meðferð og er fluttur í
einangrun á meðan lyfin eru að
virka en smithættan hverfur mjög
fljótlega eftir að meðferð hefst,“
segir Haraldur.
Þá fer einnig fram umhverfis-
könnun og hafa þeir sem voru í
námunda við konuna gengist undir
læknisskoðun. Enn sem komið er
hefur enginn annar greinst með
berkla, en Haraldur bendir á að
það taki tíma að ganga úr skugga
um það. „Það tekur bakteríuna
átta til tíu vikur að koma fram og
við sjáum þetta ekki alveg strax.“
Að sögn Haraldar eru hér að
öllum líkindum á ferð leifar af
berklafaraldrinum sem náði
hámarki á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar. „Sumir smituðust á
sínum tíma en veiktust ekki. Með
aldrinum veikist ónæmiskerfið og
berklarnir geta blossað upp. Þetta
er ekki óalgengt á Íslandi. Í allt
greinast um tíu til fimmtán berkla-
tilfelli hér á landi. Hluti af þeim er
meðal fólks sem er að flytjast til
landsins en kringum fjögur til
fimm tilfelli á borð við þetta grein-
ast á hverju ári.“
Kona greindist með berkla
Kynningarmyndband
fyrir merki Ólympíuleikana sem
haldnir verða í London árið 2012
hefur verið fjarlægt af vefnum. Í
ljós kom að myndbandið hefur
valdið því að sumir áhorfendur fá
flogaköst af því að berja það
augum.
Samtök flogaveikra fengu
símtöl frá fólki sem hafði fengið
flogakast við að horfa á mynd-
bandið. Myndbrot sem sýnir
sundkappa dýfa sér í laug er talið
vera sökudólgurinn.
Talsmenn Ólympíuleikanna
vildu vekja athygli á því að sjálft
merki Ólympíuleikanna hefði
ekki valdið köstunum.
Myndbandið verður klippt upp
á nýtt og myndbrotið fjarlægt.
Ólympíumynd
veldur flogum
Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hefur ítrekað
þurft að hafa afskipti af ungling-
um síðustu daga. Tveir piltar á
fermingaraldri voru staðnir að
hnupli í matvöruverslun í
Kópavogi í fyrradag og skömmu
síðar var jafnaldri þeirra tekinn
þar sem hann reyndi að stela
peningum úr búningsklefa.
Þá voru tvær tólf ára stúlkur
teknar í Smáralind þar sem þær
höfðu stolið ýmsum vörum úr
fjórum búðum.
Síðar um kvöldið voru tveir
fjórtán ára piltar gripnir við
veggjakrot í Smáralindinni og
kvöldið áður voru þrír piltar
teknir við sömu iðju í Breiðholt-
inu.
Unglingar teknir
við búðahnupl
og veggjakrot
Ehud Olmert, forsætis-
ráðherra Ísraels, hefur sagt
sýrlenskum yfirvöldum að hann
sé tilbúinn að skila Gólan-
hæðum. Þetta kom fram í
umfjöllun ísraelska blaðsins
Yediot í gær.
Forseti Sýrlands, Bashar
Assad, hefur ekki svarað tillögu
Olmerts. Ísrael hertók hæðirnar
í Sex daga stríðinu 1967, en
segist munu skila þeim ef
sýrlensk stjórnvöld minnka
tengsl sín við ríkisstjórn Írans og
hætta stuðningi við líbanska og
palestínska hryðjuverkahópa.
Gólan-hæðir voru innlimaðar í
Ísraelsríki árið 1981.
Segist tilbúinn
að skila Gólan