Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 68
H jónin Rúnar Sigur- karlsson og Hildur Guðmundsdóttir hafa rekið Ygg- drasil í rúm tuttugu ár. Á þessu ári voru þau tilnefnd til sam- félagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir starf sitt, sem þau hafa unnið alla tíð af mikilli hugsjón. Eftirspurn eftir lífrænum vörum hefur aukist gífurlega bæði á Ís- landi og erlendis á síðustu árum. Hún hefur aukist svo mikið að ekki er til nægilegt magn af lífræn- um vörum í heiminum til að anna eftirspurn. „Fyrirtæki sem við verslum við fékk nýverið pöntun frá stórmark- aði í Þýskalandi sem vildi taka líf- rænar vörur í sölu, en pöntunin var svo stór að ekki var til nægi- legt hráefni í heiminum til að sinna henni. Eftirspurnin hefur vaxið gríðarlega og mjög hratt,“ segir Rúnar. Yggdrasill hefur ekki farið var- hluta af þessari auknu eftirspurn. Upphaflega opnuðu þau hjónin verslunina Yggdrasil á Kárastíg árið 1986 með það að leiðarljósi að selja aðeins lífrænar vörur. Versl- unin var þá aðeins opin milli klukk- an tvö og sex á daginn. Viðskipta- hópurinn var lítill til að byrja með og gátu þau hjónin ekki lifað á rekstrinum. „Við áttum ekkert stofnfé og lögðum bara mánaðar- launin í reksturinn og fluttum inn lítið í einu.“ Þau brosa í kampinn aðspurð um gerð viðskiptaáætlunar við upphaf rekstursins. „Ef við hefðum lagst í slíka vinnu hefðum við áreiðanlega hætt við. Þetta var bara köllun,“ segir Rúnar. Í átján ár ráku þau verslunina við Kárastíg en svo breyttist mark- aðurinn verulega á afar skömmum tíma. „Mikil umræða var um lífræna ræktun í Evrópu á þeim tíma og kjölfarið fóru ákveðnir stórmark- aðir að sýna þessu áhuga. Síðan hefur þetta vaxið gríðarlega,“ segir Rúnar. Í dag er Yggdrasill enn eina verslunin á Íslandi sem selur aðeins lífrænar vörur. Hún stendur við Skólavörðustíginn og hefur stækkað talsvert. Auk þess er Yggdrasill heildsala fyrir líf- rænar vörur sem seldar eru víða í matvöruverslunum. „Við leggjum áherslu á að versla aðeins við fyrirtæki sem eru bara með lífræna framleiðslu. Hætta er á því þegar vöxturinn er svona hraður að þá komi inn framleið- endur sem sjá þarna markaðs- tækifæri en uppfylla ekki allar kröfur um lífræna ræktun. Eftir- lit þarf að vera gott og þarf neyt- andinn að vera vakandi fyrir því að varan sem hann kaupir sé með með viðurkennt vottunarmerki. Einnig er mikilvægt að halda uppi fræðslu,“ segir Hildur. Hún hefur verið með námskeið um næringu barna í Yggdrasil og fjallar þar um hvað skiptir mestu máli að börn borði og hvað ber að forðast. Þar er einnig fjallað um gæði matvæla og lífræna ræktun. Öfugt við eftirspurnina á líf- rænum vörum í heiminum hefur lífræn ræktun vaxið hægt á Ís- landi. „Hér er þó nokkuð af líf- rænum bændum en það er svolít- ið sorglegt að enginn hefur bæst við síðustu fimm árin. Við þurfum fleiri lífræna bændur hér,“ segir Rúnar. „Lengi vel hefur sú ímynd verið sterk að Ísland sé lífrænt af sjálfu sér því hér sé allt svo hreint og náttúran óspillt. Vissulega er eitt- hvað til í því en hér er notað inn- flutt fóður og eiturefni við búskap og ræktun og það er ekki nægi- legt eftirlit. Ákveðin skref hafa verið tekin í hefðbundinni ræktun, sem eru jákvæð. Eins og svokall- aðar lífrænar varnir, sem rugla fólk gjarnan í ríminu sem telur þetta vera lífræna ræktun. Þá er til dæmis verið að flytja inn maríu- hænur sem borða lýsnar til að nota minna eitur. Hins vegar þarf ekki svo mikið til að hægt sé að fara alla leið og fara út í lífræna ræktun. Í Evrópu er verið að styðja bænd- ur sem fara út í lífræna ræktun en ekkert slíkt gert hér,“ segir Hild- ur. Lífrænt ræktaðar vörur inni- halda engin eiturefni, rotvarnar- efni eða litarefni og með aukinni heilsueflingu hafa þessar vörur sótt í sig veðrið. „Fólk veit að ef það borðar lífrænt líður því betur.“ En fleira hefur komið til. Atvik eins og kúariðan og umhverfisslys hafa ýtt undir kröfur um lífrænar vörur, auk vaknandi vitundar fólks um umhverfisvernd. „Lífræn ræktun er í kjarna sínum hugsjón. Við þurfum sem mann- eskjur að borga skuldir og það gerum við með kærleiksverkum. Með lífrænni ræktun erum við að viðhalda heilbrigði jarðarinnar og skilja eitthvað eftir,“ segir Rúnar. Lífrænt er hugsjón Hjónin Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guð- mundsdóttir í Yggdrasil eru frumkvöðlar í verslun með lífrænar vörur á Íslandi. Kristín Eva Þórhalls- dóttir gæddi sér á lífrænu súkkulaði með þeim hjónum og spjallaði við þau um vaxandi áhuga fólks um allan heim á lífrænum vörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.