Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 33
Gavia Travel sinnir ört stækk- andi hópi ferðamanna sem koma í fuglaskoðunarferðir til landsins. „Þetta eru aðallega breskir og bandarískir ferðamenn, en sumir koma einnig annars staðar frá Evr- ópu. Margir koma til að skoða fugla- tegundir sem fyrirfinnast hvergi annars staðar í álfunni. Evrópubúar eru til að mynda alveg vitlausir í að skoða straum- og húsendur,“ segir Hrafn Svavarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Gavia Travel, sem þjónustar fuglaskoðara. Hrafn segir fyrirtækið standa fyrir skipulögðum fuglaskoðun- arferðum, ýmist fjögurra, sex eða tólf daga löngum, og dagsferðum frá Reykjavík, annað hvort til Snæ- fellsness eða Reykjaness, þar sem náttúran og dýralífið er skoðað. Er stór hluti ferðanna skipulagður í samstarfi við erlendar ferðaskrif- stofur sem sérhæfa sig í að sinna áhugamönnum um fugla. „Þetta er stór markaður erlendis og þar hefur lengi verið mikill áhugi fyrir íslensku fuglalífi,“ segir Hrafn. „Hins vegar hefur þessum ferðamannahópi ekki verið sinnt sem skyldi og ástæðan er meðal annars sú að sérþekkingu hefur oftar en ekki verið ábótavant.“ Hrafn segir það hafa breyst þegar Gavia Travel tók formlega til starfa í sumar, þar sem margir af helstu fuglaskoðurum, -fræðingum og -áhugamönnum landsins komi nálægt starfseminni með einum eða öðrum hætti. „Við erum fyrsta fyrirtækið af þessu tagi sem er eingöngu rekið af fuglaskoðurum, enda er það vitað mál að fuglaskoð- arar fara ekki af stað í svona ferðir nema undir leiðsögn annarra fugla- skoðara.“ Straum- og húsendur trekkja ferðamenn að Fagmenntaðir kayak kennarar og leiðsögumenn Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.