Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 33

Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 33
Gavia Travel sinnir ört stækk- andi hópi ferðamanna sem koma í fuglaskoðunarferðir til landsins. „Þetta eru aðallega breskir og bandarískir ferðamenn, en sumir koma einnig annars staðar frá Evr- ópu. Margir koma til að skoða fugla- tegundir sem fyrirfinnast hvergi annars staðar í álfunni. Evrópubúar eru til að mynda alveg vitlausir í að skoða straum- og húsendur,“ segir Hrafn Svavarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Gavia Travel, sem þjónustar fuglaskoðara. Hrafn segir fyrirtækið standa fyrir skipulögðum fuglaskoðun- arferðum, ýmist fjögurra, sex eða tólf daga löngum, og dagsferðum frá Reykjavík, annað hvort til Snæ- fellsness eða Reykjaness, þar sem náttúran og dýralífið er skoðað. Er stór hluti ferðanna skipulagður í samstarfi við erlendar ferðaskrif- stofur sem sérhæfa sig í að sinna áhugamönnum um fugla. „Þetta er stór markaður erlendis og þar hefur lengi verið mikill áhugi fyrir íslensku fuglalífi,“ segir Hrafn. „Hins vegar hefur þessum ferðamannahópi ekki verið sinnt sem skyldi og ástæðan er meðal annars sú að sérþekkingu hefur oftar en ekki verið ábótavant.“ Hrafn segir það hafa breyst þegar Gavia Travel tók formlega til starfa í sumar, þar sem margir af helstu fuglaskoðurum, -fræðingum og -áhugamönnum landsins komi nálægt starfseminni með einum eða öðrum hætti. „Við erum fyrsta fyrirtækið af þessu tagi sem er eingöngu rekið af fuglaskoðurum, enda er það vitað mál að fuglaskoð- arar fara ekki af stað í svona ferðir nema undir leiðsögn annarra fugla- skoðara.“ Straum- og húsendur trekkja ferðamenn að Fagmenntaðir kayak kennarar og leiðsögumenn Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.