Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 74
Dansleikhúsflokkurinn Ugly- Duck.Productions sýnir þrjú verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld í tilefni af Listahá- tíðinni Björtum dögum í Hafnar- firði. Flokkur þessi er undir stjórn Steinunnar Ketilsdóttur og Andr- eas Constantinou, sem sameinuðu listræna krafta sína undir þessari yfirskrift eftir að hafa bæði unnið sjálfstætt að list sinni og sýnt verk sín í Evrópu, Asíu og Bandaríkj- unum. Flokkurinn hefur það að markmiði að skapa margbreyti- leg og framúrstefnuleg dansverk sem endurspegla samtímann og áhorfendur dagsins í dag. Sýning þeirra, „Dark Nights“, samanstendur af þremur sjálf- stæðum verkum. „Time“ er fyrsta samstarfsverkefni Stein- unnar Ketilsdóttur og Andreas Constantinou. Verkið er samið fyrir fjóra dansara og varpar undarlegu ljósi á mannleg sam- skipti og sambönd. Sólóverkið „Ein“ er eftir Steinunni Ketils- dóttur. Innblásturinn að verkinu kemur úr feminískum fræðum. Kynferði og sjálfið fléttast saman við völundarhús fortíðarinnar. Þriðja atriði kvöldsins er stutt- myndin „Embrace“ eftir Andreas Constantinou sem lýsir sálfræði- legri tilraun einstaklings til þess að takast á við dauðann. Sýningarnar tvær hefjast kl. 20 og er aðgangur að þeim ókeypis. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heima- síðu Hafnarfjarðarbæjar. Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2007 og þar með þrítug- ustu úthlutun úr sjóðnum. Tilkynnt var um úthlutun rúmlega tuttugu miljóna úr sjóðnum í lok síðustu viku. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð- mæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarfram- lög til þeirra verkefna sem styrkt eru en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Alls bárust 150 umsóknir um styrki að fjárhæð um 168,3 millj- ónir króna. Úthlutað var að þessu sinni 46 styrkjum að fjárhæð sam- tals 20.600.000 krónur og hlutu eftirtaldir aðilar hæstu styrkina, 1.000.000 krónur hver: Sjómanna- safnið á Hellissandi, en þar á bæ stendur til að byggja bátahús og eins eru Sandarar styrktir til við- gerða á áttæringum sínum. Saga forlag ehf. er einnig styrkt um milljón til útgáfu á Íslendingasög- um á Norðurlandamálum. Árna- stofnun er styrkt um milljón til að koma í gang gagnagrunni um Þjóð- lagasafn séra Bjarna Þorsteinsson- ar, en það hefur komið út í tveim- ur útgáfum og þarf að gera þær aðgengilegar á neti með frekari viðbótum sem skýra betur stefja- tengsl og upprunahugmyndir, meðal annars efnis um þennan merka bálk þjóðsöfnunar. Fjórða milljónin fer í námsefnisvefinn Kötlu sf. – veitu með námsefni til að auka orðaforða ungra innflytj- enda. Þá er Háskólinn á Hólum studdur til áframhaldandi forn- leifarannsókna við Kolkuós. Smærri styrkir eru margir og sýna upphæðirnar hversu mörg verkefni eru í menningarstarfi víða um land. Margt vekur furðu: Stofnun Árna Magnús- sonar þarf að sækja um styrk til að greiða kostnað við við- gerð fyrra bindis Flateyj- arbókar! Skriðuklausturs- rannsóknir fá styrk til að rannsaka leifar af skinnbókum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal. Er það ekki hlutverk Árnastofnunar? Önnur verkefni eru svo smáleg að furðu vekur: Gamli kirkjugarðurinn á Sval- barði þarfnast tiltektar og fær til þess 300 þúsund. Eins sækir klerk- urinn í Reykholti fé í Þjóðhátíðar- sjóð til að láta greina ástand og forverja forna legsteina í kirkju- garðinum í Reykholti. Fornleifageirinn er þurftafrekur enda margar mikilvægar og merki- legar rannsóknir í gangi. Spurning vaknar stöðugt hvort stærri styrk- ur kæmi ekki betur en smáir: Árni Einarsson leiðir vinnu við að kort- leggja og greina loftmyndir af garðlögum í S-Þingeyjarsýslu. 300 þúsund duga en er hér ekki verk- efni sem betra væri að ljúka skjót- lega með stærri styrk? Bæjarstæði á Eyri við Skutulsfjörð, heið- inn kumlateigur í Hringsdal í Arnarfirði, vettvangs- skráning minja sem eru í hættu vegna sjávarrofs í Vogum, uppgraftarsvæði á Kirkjubæjarklaustri og gera hluta rústanna að eins konar fornleifagarði; allar þessar fram- kvæmdir fá styrk en eru á því opna svæði sem einka- væðing forn- leifarannsókna hefur í raun Margbreytileg framúrstefna „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.