Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 16
[Hlutabréf] Peningaskápurinn... Jón Ásgeir Jóhannesson hefur látið af störfum sem forstjóri Baugs en gerist starfandi stjórnarformaður félagsins með það fyrir augum að gera sókn Baugs á alþjóðavettvangi enn skilvirkari. Jafnframt verður hann stjórnarformaður FL Group þar sem Baugur er meðal stærstu hluthafa. Við starfi Jóns Ásgeirs tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjárfestinga Baugs í Bret- landi. Jafnframt verða talsverðar breytingar á yfirstjórn Baugs. „Þetta er gert til að styrkja stjórnun félagsins. Við erum að breikka hópinn sem kemur til með að leiða félagið áfram. Í framhald- inu ætlar félagið að einbeita sér enn meira á það að vera fjárfestir í verslunarrekstri,“ segir Gunnar. Hann telur að engin stökkbreyting verði á daglegri starfsemi félagsins við þessar breytingar. „Þetta er rök- rétt skref að búa til umhverfi þannig að Jón Ásgeir geti einbeitt sér að því að fullu að vinna að framtíðarstefnu Baugs og daglegur rekstur verði meira í mínum höndum.“ Stefán H. Hilmarsson verður að- stoðarforstjóri og veitir áfram fjár- málasviði félagsins forstöðu. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem fór fyrir eigna- og fjárfestinga- sviði Baugs, tekur við starfi for- stjóra nýs félags, Stoða Group, þar sem Baugur er meirihluta eigandi. Innan veggja Stoða munu verða eignarhlutir Baugs í Fasteignafé- laginu Stoðum og fasteignafélög- unum Keops og Nordicom. Eigið fé Stoða verður aukið um fjöru- tíu milljarða króna og er stefnt að skráningu á OMX á næstu tólf mán- uðum. Skarphéðinn lætur af stjórn- arformennsku í FL en situr áfram í stjórn þess og Glitnis. Þá setjast fjórir nýir fram- kvæmdastjórar, þau Jeff Blue, Eiríkur Jóhannsson, Þórdís Sigurðardóttir og Sara Lind Þorsteinsdóttir, í framkvæmda- stjórnina. Gunnar segir að auk þess að styðja þau fyrirtæki sem félag- ið hefur fjárfest í til áframhaldandi vaxtar verði áfram leitað nýrra tækifæra á núverandi mörkuðum og nýjum svæðum. Baugur hefur fjárfest í fasteignum í Indlandi og horfir til verkefna í Bandaríkjun- um og Kína. Baugur er stærsti hluthafinn í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. Forstjóraskipti í Baugi Group Jón Ásgeir verður starfandi stjórnarformaður Baugs en Gunnar Sigurðsson forstjóri. Stoðir fara á markað. Stjórn Actavis telur yfir- tökutilboð Björgólfs Thors Björgólfssonar í Actavis ekki endurspegla virði fé- lagsins. Stærstu hluthafar þess hafa ekki tekið ákvörð- un um hvort þeir ætli að selja sín bréf. Stjórn Actavis er opin fyrir við- ræðum við Novator og mun taka nýtt tilboð til skoðunar ef það berst. Mat stjórnarmanna er að tilboðið, sem Björgólfur Thor lagði fram í gegnum hið nýstofnaða Novator eignarhaldsfélag ehf., endurspegli ekki raunverulegt virði félagsins og framtíðarmöguleika þess. Til- boðið hljóðaði upp á 0,98 evrur fyrir hlutinn. Það samsvarar um 84 íslenskum krónum á hlut. Karl Wernersson er annar stærsti hluthafinn í Actavis í gegnum fjár- festingarfélagið Milestone með tæplega sjö prósenta hlut. „Ef stjórnin telur tilboðið of lágt er hugsanlegt að hún hefji viðræður við yfirtökuaðilann. Við lítum á það sem næsta skref í ferlinu og sjáum hvað setur.“ Róbert Wessman er bæði for- stjóri og stjórnarmaður í Actavis. Hann á rúmlega fjögurra prósenta hlut í félaginu. Hann segist fylgjast vel með framvindu málsins. Hann sé ekki tilbúinn til að segja hvort hann muni eða muni ekki selja sinn hlut í félaginu. Lífeyrissjóðurinn Gildi á 2,60 pró- senta hlut í Actavis. „Stjórnin er sam- mála því mati okkar að tilboðið sé of lágt. Actavis hefur verið frábær fjárfestingarkostur. Við myndum sjá mjög eftir því ef við þyrftum að fara út,“ segir Árni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gildis. „Við myndum vilja sjá þónokkuð hærra tilboð til að við myndum taka því.“ Í sama streng tekur Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. „Okkur þótti tilboð Novators í lægri kantinum. Við höfum enga ákvörðun tekið enn og erum með málið í skoð- un.“ LSR á tæplega tveggja prósenta hlut í Actavis. Þeir stjórnarmenn í Actavis sem lögðu mat á tilboðið voru þeir Sindri Sindrason, Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. Við mat sitt leit- aði stjórnin til alþjóðlegs banka eftir faglegu áliti. Vegna samninga- skilmála þeirra á milli fæst ekki upp gefið hvaða banki það er. Eng- inn stjórnarmannanna þriggja var tilbúinn til að rökstyðja ákvörðun sína í gær. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir félagið skorta upp- lýsingar til að tjá sig frekar um álit stjórnarinnar og næstu skref. „Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að ræða við stjórn Actavis. Yfir- lýsingin frá henni er ekki mjög ítar- leg. Þar kemur ekki fram hvaða for- sendur liggi að baki ákvörðuninni. Við munum skoða stöðuna þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.