Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 16

Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 16
[Hlutabréf] Peningaskápurinn... Jón Ásgeir Jóhannesson hefur látið af störfum sem forstjóri Baugs en gerist starfandi stjórnarformaður félagsins með það fyrir augum að gera sókn Baugs á alþjóðavettvangi enn skilvirkari. Jafnframt verður hann stjórnarformaður FL Group þar sem Baugur er meðal stærstu hluthafa. Við starfi Jóns Ásgeirs tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjárfestinga Baugs í Bret- landi. Jafnframt verða talsverðar breytingar á yfirstjórn Baugs. „Þetta er gert til að styrkja stjórnun félagsins. Við erum að breikka hópinn sem kemur til með að leiða félagið áfram. Í framhald- inu ætlar félagið að einbeita sér enn meira á það að vera fjárfestir í verslunarrekstri,“ segir Gunnar. Hann telur að engin stökkbreyting verði á daglegri starfsemi félagsins við þessar breytingar. „Þetta er rök- rétt skref að búa til umhverfi þannig að Jón Ásgeir geti einbeitt sér að því að fullu að vinna að framtíðarstefnu Baugs og daglegur rekstur verði meira í mínum höndum.“ Stefán H. Hilmarsson verður að- stoðarforstjóri og veitir áfram fjár- málasviði félagsins forstöðu. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem fór fyrir eigna- og fjárfestinga- sviði Baugs, tekur við starfi for- stjóra nýs félags, Stoða Group, þar sem Baugur er meirihluta eigandi. Innan veggja Stoða munu verða eignarhlutir Baugs í Fasteignafé- laginu Stoðum og fasteignafélög- unum Keops og Nordicom. Eigið fé Stoða verður aukið um fjöru- tíu milljarða króna og er stefnt að skráningu á OMX á næstu tólf mán- uðum. Skarphéðinn lætur af stjórn- arformennsku í FL en situr áfram í stjórn þess og Glitnis. Þá setjast fjórir nýir fram- kvæmdastjórar, þau Jeff Blue, Eiríkur Jóhannsson, Þórdís Sigurðardóttir og Sara Lind Þorsteinsdóttir, í framkvæmda- stjórnina. Gunnar segir að auk þess að styðja þau fyrirtæki sem félag- ið hefur fjárfest í til áframhaldandi vaxtar verði áfram leitað nýrra tækifæra á núverandi mörkuðum og nýjum svæðum. Baugur hefur fjárfest í fasteignum í Indlandi og horfir til verkefna í Bandaríkjun- um og Kína. Baugur er stærsti hluthafinn í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. Forstjóraskipti í Baugi Group Jón Ásgeir verður starfandi stjórnarformaður Baugs en Gunnar Sigurðsson forstjóri. Stoðir fara á markað. Stjórn Actavis telur yfir- tökutilboð Björgólfs Thors Björgólfssonar í Actavis ekki endurspegla virði fé- lagsins. Stærstu hluthafar þess hafa ekki tekið ákvörð- un um hvort þeir ætli að selja sín bréf. Stjórn Actavis er opin fyrir við- ræðum við Novator og mun taka nýtt tilboð til skoðunar ef það berst. Mat stjórnarmanna er að tilboðið, sem Björgólfur Thor lagði fram í gegnum hið nýstofnaða Novator eignarhaldsfélag ehf., endurspegli ekki raunverulegt virði félagsins og framtíðarmöguleika þess. Til- boðið hljóðaði upp á 0,98 evrur fyrir hlutinn. Það samsvarar um 84 íslenskum krónum á hlut. Karl Wernersson er annar stærsti hluthafinn í Actavis í gegnum fjár- festingarfélagið Milestone með tæplega sjö prósenta hlut. „Ef stjórnin telur tilboðið of lágt er hugsanlegt að hún hefji viðræður við yfirtökuaðilann. Við lítum á það sem næsta skref í ferlinu og sjáum hvað setur.“ Róbert Wessman er bæði for- stjóri og stjórnarmaður í Actavis. Hann á rúmlega fjögurra prósenta hlut í félaginu. Hann segist fylgjast vel með framvindu málsins. Hann sé ekki tilbúinn til að segja hvort hann muni eða muni ekki selja sinn hlut í félaginu. Lífeyrissjóðurinn Gildi á 2,60 pró- senta hlut í Actavis. „Stjórnin er sam- mála því mati okkar að tilboðið sé of lágt. Actavis hefur verið frábær fjárfestingarkostur. Við myndum sjá mjög eftir því ef við þyrftum að fara út,“ segir Árni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gildis. „Við myndum vilja sjá þónokkuð hærra tilboð til að við myndum taka því.“ Í sama streng tekur Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. „Okkur þótti tilboð Novators í lægri kantinum. Við höfum enga ákvörðun tekið enn og erum með málið í skoð- un.“ LSR á tæplega tveggja prósenta hlut í Actavis. Þeir stjórnarmenn í Actavis sem lögðu mat á tilboðið voru þeir Sindri Sindrason, Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. Við mat sitt leit- aði stjórnin til alþjóðlegs banka eftir faglegu áliti. Vegna samninga- skilmála þeirra á milli fæst ekki upp gefið hvaða banki það er. Eng- inn stjórnarmannanna þriggja var tilbúinn til að rökstyðja ákvörðun sína í gær. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir félagið skorta upp- lýsingar til að tjá sig frekar um álit stjórnarinnar og næstu skref. „Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að ræða við stjórn Actavis. Yfir- lýsingin frá henni er ekki mjög ítar- leg. Þar kemur ekki fram hvaða for- sendur liggi að baki ákvörðuninni. Við munum skoða stöðuna þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.