Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 8
greinar@frettabladid.is MARKAÐURINN á www.visir alla daga Um leið og ég biðst velvirðingar á þeim mistökum að hafa rang- lega sagt, í grein minni hér í blaðinu föstudag 8. júní, að Brennisteins- fjöll vanti á lista yfir væntanleg verndarsvæði í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokk- anna, langar mig að beina sjón- um að nýútgefnu rannsóknarleyfi á jarðhita í Gjástykki. Eitt af síð- ustu embættisverkum Jóns Sig- urðssonar, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, var að gefa Landsvirkj- un slíkt leyfi, á svæði sem enn er tiltölulega óraskað og með hátt verndargildi. Útgáfudagurinn er 10. maí, tveimur dögum fyrir kosningar. Í ljósi þess að nýr um- hverfisráðherra Þórunn Svein- bjarnardóttir hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin muni setja í forgang að vernda háhitasvæði landsins, þótti mér eðlilegt að fara þess á leit við nýjan iðnaðarráðherra að hann afturkallaði rannsóknar- leyfið vegna Gjástykkis, enda engar framkvæmdir hafnar þar. Hann svaraði því skýrt í umræðum á Al- þingi sl. fimmtudag að það myndi hann ekki gera. Það sem veldur mestum vonbrigðum með viðbrögð ráðherrans er að Samfylk- ingin sagðist fyrir kosn- ingar vilja að dregið yrði úr ásókn stóriðjufyrir- tækja í náttúruperlurnar okkar þar til fyrir lægi rammi um það hverjum þeirra væri ásættan- legt að fórna og hverjar bæri að vernda. Eina leiðin til að gefa slíkt svigrúm er að senda út skýr merki um að frekari uppbygg- ing stóriðju sé ekki vel séð og að setja orkufyrirtækjunum skorð- ur. Vilji iðnaðarráðherra sýna stóriðjufyrirtækjunum að nátt- úruvernd njóti forgangs hjá ríkis- stjórninni, þá er tækifæri til þess núna. Hann hefur það í hendi sér að þyrma Gjástykki. Það væri óskandi að hann staldraði við og endurskoðaði hug sinn. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Afsökun og árétting Ég vil byrja þessa grein á því að þakka heiðursmanninum Sturlu Böðvarssyni fyrir þá þolinmæði og huggulegheit sem hann sýndi mér þegar ég ítrekað, aftur og aftur, ávarpaði hann sem frú forseta í fyrstu ræðunni sem ég hélt á Alþingi. Hann hafði gengið í stól forseta í miðri ræðu minni, sem hófst undir öruggri stjórn Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur og þar sem ég var upptek- inn við ræðuhaldið tók ég ekki eftir skiptunum. Vonandi er fall fararheill. En tilefni ræðu minnar var þingsályktunartillaga frá þing- mönnum Vinstri grænna. Tillag- an gengur út á að Alþingi sam- þykki að fallið verði frá áformum um Norðlingaölduveitu í Þjórs- árverum og frekari virkjanir í Þjórsá en orðið er. Greinilegt var að Vinstri grænum fannst ekki nægjanlega skýrt kveðið á um þessi mál í stjórnarsáttmálanum. Þar kemur þó fram að friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað þannig að það nái til alls votlend- isins sem gerir verin svo einstök. Til að taka af öll tvímæli lagði ég áherslu á að það væri vilji stjórn- arflokkanna að ekki yrði ráðist í framkvæmdir við Norðlinga- öldu á kjörtímabilinu og minnti á að rammaáætlun um nýtingu og verndun náttúrusvæða yrði lögð fyrir Alþingi fyrir árslok 2009. Hvað varðaði virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þá liggur fyrir að vandfundnir eru virkjanakostir á Íslandi sem hafa minni umhverfisáhrif heldur en þeir sem hér um ræðir. Þeir hafa allir staðist umhverfismat, það þarf ekki að búa til uppistöðulón og framkvæmdirnar eru ekki inni á ósnortnu víðerni Íslands. Það er mín skoðun að ef ekki er hægt að virkja neðri hluta Þjórsár vegna umhverfisáhrifa séum við komin að þeirri niðurstöðu að engar vatnsaflsvirkjanir verði reistar á Íslandi. Ég var því á móti til- lögu Vinstri grænna því ég tel að þegar saman er virt, efnahags- legar þarfir okkar og skyldur til að vernda náttúruna, sé réttlætan- legt að reisa þessar virkjan- ir. Mér er ljóst að mörgum ein- lægum náttúruverndarsinnanum líkar ekki þessi afstaða mín, en hún hvílir á þeirri skoðun að saman þurfi að fara verndun náttúrunnar og nýting hennar þjóðinni allri til hagsbóta. En ég lagði til í ræðu minni, og beindi því sérstaklega til iðnaðarráð- herra, að Alþingi breytti um- gjörð þessara mála til þess að ákvarðanataka yrði gegnsærri og markvissari í framtíðinni. Tillögur mínar voru þessar: Samkvæmt núgildandi lögum getur iðnaðarráðherra beitt eignarnámi ef ekki semst á milli landeigenda og viðkomandi orku- fyrirtækis. Fer slíkt eignarnám fram í krafti almanna hagsmuna. Ég tel að ekki sé hægt að rétt- læta að menn séu þvingaðir til að selja jarðir sínar vegna við- skipta sem tveir aðilar eiga sín á milli. Reglulega berast fréttir í okkar samfélagi af viðskiptum sem skipta tugum og aftur tugum milljarða króna og þau þurfa að ganga fyrir sig án þess að hægt sé að beita framkvæmdavald- inu til að skerða eignarréttindi manna. Jafnframt lagði ég til að í þeim tilvikum þar sem hægt er að sýna fram á verulega almanna hagsmuni þurfi Alþingi, en ekki iðnaðarráðherra, að beita eignar- námsheimildum Ef um er að ræða virkjanafram- kvæmdir sem sérstaklega er ráð- ist í til að afla orku fyrir einn ein- stakan aðila þá er ekki réttlætan- legt að veita ríkisábyrgðir fyrir þeim. Betra er að um slíkar virkj- anir sé stofnað sérstakt félag, með eigin efnahagsreiking, sem þurfi að afla sér lánsfjár á mark- aði. Að öllu jöfnu lækkar ríkis- ábyrgð þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til framkvæmdarinnar og þar með aukast líkur á því að orkuverðið sem samið er um endurspegli ekki þá áhættu sem tekin er í viðskiptunum. Einnig lagði ég til við iðnaðar- ráðherra að þess væri gætt að vatnsréttindi í eigu ríkissins væru þannig verðlögð að sann- virði þeirra kæmi sem best fram. Þetta er flókið mál, en nauðsyn- legt að endanlegt orkuverð end- urspegli virði vatnsréttindana. Ef iðnaðarráðherra tekur þess- um breytingum jákvætt má vænta þess að hægt sé að breyta því regluverki sem orkufyrirtæk- in starfa eftir þannig að til bóta sé. Þó það leysi ekki allar deilur, þá má vænta þess að umræðan verði markvissari og gagnlegri en áður um þessi mikilvægu mál. Hvenær á að virkja og hvenær ekkiE in af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt. Sumir eiga afskaplega erfitt með að sætta sig við áhrifaleysi sitt, meðan aðrir ná að vinna góð verk í nærumhverfi og skila heiminum og samfélaginu fram á veginn. Við getum öll látið gott af okkur leiða og góð verk okkar skipta miklu. Það er ástæða til að minna sjálfan sig á þetta reglulega, ekki síst þegar staðið er frammi fyrir stærri vandamálum heimsins. Íslendingar eru smáþjóð, ein sú allra smæsta. Við erum reglu- lega minnt á smæð okkar ef ekki í heimi alþjóðastjórnmála, þá á knattspyrnuvellinum. Það breytir hins vegar engu um það að verk okkar og afstaða skipta máli. Í því ljósi eru það sérkennileg viðbrögð að þegar utanríkisráð- herra Íslands stígur jákvætt skref í átt til þess að leggja lóð á vogarskálar betri heims, þá sé hún sökuð um barnaskap. Slíkar raddir hljóma nú úr börkum sem gerðu mikið úr frumkvæði Ís- lands í stuðningi við frelsi Eystrasaltslandanna. Ferðin á heimsenda hefst á einu skrefi og lítil þúfa veltir þungu hlassi. Vitund almennings í Bandaríkjunum var vakin þegar ein þrjósk kona í strætó ýtti af stað skriðu sem hrundi grófri mismunun blökkumanna í Bandaríkjunum. Sagan er full af dæmum þar sem lítil atvik eða einstaklingar hrinda af stað miklum breytingum. Það er hin kostulega þverstæða þess hve lítil við erum hvert og eitt okkar og hve mikil áhrif okkar á sög- una geta orðið. Hvert og eitt okkar hefur þær skyldur í tilverunni að sýna ná- unga okkar og umhverfi virðingu með það að markmiði að líf okkar verði til þess að skila heiminum betri en hann var áður en við komum í hann. Þetta er verkefnið sem siðmenning okkar hvílir á. Þetta er ekki auðvelt verk og orð og efndir fylgjast oft illa að. Í þessu ljósi á að sjálfsögðu að fagna þeirri viðleitni að beita okkar litlu áhrifum til að bæta líf fólks í Palestínu. Norðmenn hafa þegar tekið frumkvæði og mikilvægt er að við styðjum slíkt frá byrjun. Með slíku frumkvæði verða áhrif okkar örugg- lega ekki minni en með setu í öryggisráðinu, sem kannski þjónar fremur umbúðum en innihaldi. Stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa skyldur við samfélag sitt og umheim. Við erum rík og lánsöm þjóð og vit- undin um slíkt á að efla vilja okkar til að skapa fleirum tækifæri til betra lífs. Slíkur barnaskapur er að rækta í sér mennskuna. Litlu þúfurnar og þungu hlössin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.