Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 10

Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 10
Tuttugu og fimm ár eru síðan Sig- rún Einarsdóttir og Søren Larsen eiginmaður hennar stofnuðu gler- verkstæðið Gler í Bergvík. Þau hjón- in ráku verkstæðið saman til ársins 2003 þegar Søren féll frá. Síðan þá hefur Sigrún séð um reksturinn en Ólöf systir hennar hefur hjálpað til frá upphafi. Sigrún lærði glerhönnun í Kaup- mannahöfn í skóla sem nú heitir Dan- marks designskole. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, sem var kennari í keramikdeild skólans og sérhæfði sig í gifsvinnu. „Um það bil ári eftir að við kynntumst þurfti ég að fara heim og Søren ákvað að skella sér til Ís- lands í glerið með mér,“ segir Sigrún. Søren lærði að blása gler á Íslandi hjá Sigrúnu og kennaranum hennar sem kom nokkrum sinnum í heimsókn og að sögn Sigrúnar náði hann fljótt mikilli leikni. „Søren var mjög góður listamaður og við unnum allt saman, bæði stök verk hvors annars og alls konar nytjavöru,“ segir hún. Sigrún segir að reksturinn hafi alla tíð gengið vel hjá þeim og nóg hafi verið að gera. „Við höfum verið í fram- leiðslu á eigin hönnun og svo hef ég gert svolítið af sérunninni vöru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og eins selt fyrirtækjum tölvert af skúlptúrum. Fyrir síðustu jól gerði ég til dæmis hátt á þriðja hundrað eins glös fyrir eitt fyrirtæki.“ Sigrún segir að á þessum tíma- mótum sé hún samt að hugsa um að breyta svolítið til. „Ég ætla að fara að minnka framleiðslu á nytjamun- um og gefa mér tíma og vera hvíld til þess að sinna eigin listsköpun. Ég ætla líka að gefa mér meiri tíma til þess að sinna barnabörnunum og kannski fer ég að ferðast um heim- inn að heimsækja aðra glerlistamenn. Hver veit, kannski verð ég í Honolulu eða Japan á sama tíma að ári,“ segir hún og hlær. Í tilefni dagsins verður opið hús hjá Sigrúnu og hægt að skoða verk henn- ar og sjá glerblástur. „Það er frekar sjaldgæft að ég sé með verkstæðið sjálft opið en svo verður í dag. Svo eru hér tveir ungir amerískir gestalista- menn, Ryan Staub og Justin Brown, sem verða að vinna sín verk og það verður örugglega mjög spennandi að sjá það. Ég tek á móti fólki á milli tíu og fimm og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir,“ segir hún. Sjá nánar á www.gleribergvik.is „Ég get gert allt sem þið viljið að ég geri svo lengi sem ég þarf ekki að tala.“ AFMÆLI Fyrsti kappróðurinn á milli Oxford og Cambridge á Thames Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Leví Bjarnason Fiskakvísl 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 1. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 12. júní og hefst athöfnin kl. 13.00. Svavar Bragi Jónsson Bjarni Jónsson Margrét Jónsdóttir Björn Jónsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Þorleifur Guðfinnur Guðnason fyrrum bóndi á Norðureyri við Súgandafjörð, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Einarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Ólafsdóttir frá Syðra-Velli, Grænumörk 2, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.30. Ingólfur Kristmundsson Elín Magnúsdóttir Eyjólfur Kristmundsson Jóhanna Þorsteinsdóttir Ólafur Kristmundsson Halldóra Óskarsdóttir Barnabörn og langömmubörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir Lynghaga 13, Reykjavík, lést 29. maí að hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 13.00. Hallgrímur Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Áslaug Gunnarsdóttir Þór Þorláksson og barnabörn MOSAIK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.