Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 30
Þrátt fyrir að atvinnu- leysi sé með minnsta móti um þessar mundir eru alltaf einhverjir sem þurfa að þiggja atvinnuleysisbætur á hverjum tíma. Gunnar Richardsson, deildar- stjóri vinnumiðlunarsviðs hjá Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæðisins, segir alla þá sem missa vinnuna eiga rétt á at- vinnuleysisbótum. „Allir sem missa launaða vinnu eiga rétt á atvinnu- leysisbótum daginn sem þeir verða launalausir,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er byrjað að telja frá þeim degi sem fólk kemur og skráir sig í eigin persónu hjá vinnumiðlun en ekki er hægt að fá greiðslur aftur í tímann.“ Gunnar bendir á að ef starfsmaður segi sjálfur upp starfi sínu þurfi hann að bíða í fjörutíu virka daga áður en hann komist á bætur. „Miðað við að hafa unnið í tólf mánuði á fólk full- an bótarétt sem er 114.244 krónur miðað við meðal- mánuð en það er reyndar talið út frá dögum. Þetta eru grunnatvinnuleysisbætur en þeir sem hafa verið á hærri launum fyrir geta fengið tekjutengdar bætur í þrjá mánuði,“ segir Gunnar og útskýrir að þá sé miðað við að bæturnar nemi sjötíu prósentum af heildarlaun- um síðustu sex mánuðina. „Bæturnar verða þó aldrei hærri en 185.400 krónur. Síðan er borgað með hverju barni upp að átján ára aldri, 211 krónur á dag.“ Varðandi námsmenn segir Gunnar þá þurfa að eiga að minnsta kosti þriggja mán- aða vinnusögu á síðustu þremur árum áður en námi er hætt og geta þá tiltekið sumarstörf sín á þeim tíma. Lágmarksréttur til at- vinnuleysisbóta fæst að sögn Gunnars ef viðkom- andi hefur unnið meira en 25 prósenta vinnu í að minnsta kosti þrjá mánuði á síðustu tveimur árum. „Sjálfstæðir atvinnurekendur lenda hins vegar gjarnan á mjög erf- iðu svæði því þeir þurfa að hætta rekstri til að geta skráð sig og fá þá bætur miðað við þau trygginga- gjöld eða skatta sem þeir hafa verið að greiða,“ segir Gunnar og bætir því við að það sé að sjálfsögðu ekki hægt að vera með rekstur í gangi samhliða atvinnu- leysisbótunum. Ákveðnar skyldur felast í því að þiggja atvinnuleysis- bætur auk þess að mæta til skráningar á tveggja vikna fresti. „Það þarf að koma reglulega í viðtöl til ráð- gjafa og gera grein fyrir sér. Að jafnaði er miðað við að slík viðtöl séu mánaðar- lega. Svo fer fólk á netið og staðfestir þar að það sé ennþá í atvinnuleit. Þetta þarf alltaf að gera milli 20. og 25. hvers mánaðar til að fá útborgað fyrsta virka dag næsta mánaðar,“ segir Gunnar. Spurður hvort fólk hafi rétt á að hafna störfum sem því bjóðast segir Gunnar: „Nei, enda reynum við að bjóða fólki störf við hæfi miðað við menntun og starfsreynslu. Það er ekki hægt að hafna starfi jafnvel þó að kaupið sé lágt eða eitt- hvað slíkt. Hafni fólk starfi fær það fjörutíu daga refs- ingu en það þýðir að það er svipt bótum í fjörutíu virka daga. Það sama á við ef fólk mætir ekki á námskeið sem það er boðað til; þá gildir þessi fjörutíu daga refsing líka.“ Gunnar segir alltaf reynt að finna fólki störf við sitt hæfi miðað við menntun og starfsreynslu þannig að það er tiltölulega mikið svigrúm fyrir fólk til að finna rétta starfið. „Þetta gengur auð- vitað misvel en eins og stað- an er núna vantar mikið af fólki í hin ýmsu störf enda er atvinnuleysi nánast ekki neitt í dag. Það fólk sem er á skrá hjá okkur núna er mikið til fólk sem er að skipta um vinnu eða skóla- fólk sem hefur ekki fengið sumarstarf,“ segir Gunnar og bætir því við að þessir hópar staldri yfirleitt stutt við á bótum. Að lokum tekur Gunnar fram að einungis sé hægt að þiggja atvinnuleysisbætur í þrjú ár í senn en bótaréttur- inn fáist á ný eftir tvö ár á vinnumarkaði. Finnum fólki störf við hæfi Starfssvi› Vinna vi› tekjubókhald Afstemmingar Útgáfa reikninga Önnur tilfallandi störf sem tengjast bókhaldi Hæfnis- og menntunarkröfur Vi›urkenndur bókari, verslunarpróf e›a hli›stæ› menntun Bókhaldskunnátta e›a reynsla af sambærilegu starfi Hæfni í mannlegum samskiptum Metna›arfull og sjálfstæ› vinnubrög› Nánari uppl‡singar um fyrirtæki› er a› finna á heimasí›u fless www.securitas.is Vi› erum til fyrirmyndar! Samkvæmt árlegri könnun VR me›al starfsfólks 2000 fyrirtækja á Íslandi er Securitas me›al hinna efstu. A› launum hlaut fyrirtæki› vi›urkenningu VR og nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki 2006. SECURITAS Í bo›i er áhugavert og krefjandi starf, traustur vinnusta›ur, gó› starfsskilyr›i, gó›ur vinnuandi og samkeppnishæf laun. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 17. júní nk. Uppl‡singar veita Ari Eyberg og Inga Steinunn Arnardóttir. Netföng: ari@hagvangur.is og inga@hagvangur.is Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Securitas óskar eftir a› rá›a öflugan starfsmann í fjárrei›udeild. Á svi›inu starfa 8 manns sem sinna öllu bókhaldi fyrirtækisins. Starfsma›ur í fjárrei›udeild Securitas
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.