Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 53
Tæknistjóri Gagnaveitu Reykjavíkur
Leitað er að einstaklingi sem er drífandi, árangurs-
drifinn, skipulagður og tilbúinn að taka þátt í mótun
þjónustu sem byggir á nýjustu samskiptatækni.
Tæknistjóri er deildarstjóri tæknideildar Gagnaveitu
Reykjavíkur sem sér um uppbyggingu, rekstur og
viðhald á gagnaflutningskerfi GR.
Starfssvið:
• Mótun tæknistefnu
• Stjórnun tæknideildar
• Gerð og eftirfylgni rekstrarlýsinga
• Samningagerð við birgja og þjónustuaðila
• Gerð, mælingar og eftirfylgni
þjónustusamninga
• Áætlanagerð og kostnaðarstjórnun
Ábyrgðarsvið:
• Rekstur ljósleiðaranets GR
• Uppbygging og rekstur netbúnaðar
og tilheyrandi upplýsingakerfa
• Uppitími kerfa
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði verkfræði,
tölvunarfræði eða sambærilegt
• Góð þekking á netkerfum
• Reynsla af rekstri tölvu- eða
fjarskiptakerfa æskileg
• Stjórnunarreynsla æskileg
• Samstarfshæfni, metnaður, frumkvæði,
agi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir
(helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur
Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá
Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og
með 24. júní nk. Umsækjendur eru vinsamlega
beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu
Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Gagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur,
vinnur að uppbyggingu, þjónustu og rekstri á gagna-
flutningskerfi byggt á ljósleiðaratækni. Um ljósleiðara-
netið rekur Gagnaveitan öflugt dreifi- og samskiptakerfi
fyrir sjónvarp, síma og Internet, byggt á MPLS/IP tækni.
Yfirlæknir á dag- og göngudeild
lyflækninga
Laus er til umsóknar 100% staða yfirlæknis við dag
og göngudeild lyflækninga við lyflækningadeild
FSA. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í
lyflækningum og æskilegt að hafa réttindi í
einhverri af eftirtöldum undirgreinum lyflækninga,
svo sem krabbameinslækningum, innkirtla- og
efnaskiptasjúkdómum, lungnalækningum,
nýrnalækningum og smitsjúkdómum. Starfinu fylgir
vaktskylda og vinnuskylda á lyflækningadeild, þátttaka
í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og
deildarlækna auk þátttöku í rannsóknavinnu. Næsti
yfirmaður er forstöðulæknir lyflækningadeildar.
Yfirlækninum er ætlað byggja upp og þróa dag- og
göngudeildarþjónustu lyflækna við FSA á nýrri dag- og
göngudeild lyflækninga sem verður tekin í notkun í ágúst
næstkomandi. Þar verður veitt fjölbreytt meðferð þó mest
í krabbameinslækningum.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2007 og staðan veitist frá
1.ágúst 2007 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um
stöðuna veitir Jón Þór Sverrisson forstöðulæknir í síma 463
0100 eða 860 0468 og í tölvupósti jonthor@fsa.is .
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands.
Umsóknum um ofangreindar stöður skal skila í tvíriti á
þar til gerðum eyðublöðum, www.heilbrigðisraduneyti.
is/media/Starfsrettindi_lækna/Umsokn_laekningaleyfi.doc
auk fylgiskjala til Þorvaldar Ingvarssonar framkvæmdastjóra
lækninga, FSA Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri.
Starfsmaður í ræstingu-
og búrstörf
Laus er til umsóknar staða starfsmanns í ræstingu-
og búrstörf, blandað starf á nýrri dag- og göngudeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða
100% stöðu í dagvinnu. Á dagdeildinni verður meðal
annars krabbameinslyfjameðferð, dag- og göngudeild
lyflækninga, speglun meltingar- og þvagfæra. Æskileg
er reynsla í ræstinga- og búrstörfum. Lögð er áhersla
á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í
samskiptum og samvinnu.
Starfsmaðurinn ber ábyrgð á verkefnum sem
flokkast undir ræstingu- og búrstörf.
Móttöku- og læknaritari
Laus er til umsóknar 100% staða móttöku- og læknaritara
við dag- og göngudeild lyflækninga á FSA. Starfskjör fara
eftir kjarasamningi KJALAR og fjármálaráðherra. Staðan
veitist frá og með 15. ágúst eða eftir samkomulagi.
Umsækjendur skulu hafa fullgild réttindi sem læknaritari en
auk fagþekkingar er lögð áhersla á góða hæfileika á sviði
samskipta og samvinnu.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem
fást á skrifstofu FSA eða www.fsa.is til Sigríðar Jónsdóttur
forstöðulæknaritara Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, tölvupóstur: siggaj@fsa.is og gefur
hún jafnframt nánari upplýsingar.
Hjúkrunardeildarstjóri
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra á nýrri
dag- og göngudeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu. Á dagdeildinni
verður meðal annars krabbameinslyfjameðferð, dag-
og göngudeild lyflækninga, speglun meltingar- og
þvagfæra. Hæfniskröfur eru próf frá viðurkenndri stofnun
hjúkrunarmenntunar. Æskileg er reynsla í stjórnun og
rekstri og/eða nám í stjórnun og rekstri. Lögð er áhersla á
frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum
og samvinnu.
Hjúkrunardeildarstjóri ber fag-, stjórnunar- og rekstrarlega
ábyrgð á hjúkrun á deildinni. Hjúkrunardeildarstjóra er
ætlað byggja upp, þróa og samhæfa hjúkrun dag- og
göngudeildarþjónustu á nýrri dag- og göngudeild sem
verður tekin í notkun í ágúst næstkomandi.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra. Staðan er laus frá
1. ágúst 2007 eða nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Ólína Torfadóttir,
framkvæmdastjóra hjúkrunar í síma 463 0271, gsm
8630271 eða netfang: olina@fsa.is og Þóra Ákadóttir,
starfsmannastjóri hjúkrunar í síma 4630273, gsm 8601273
eða netfang: thora@fsa.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
skulu sendar til Ólínu Torfadóttur, framkvæmdastjóra
hjúkrunar.
Næsti yfirmaður er hjúkrunardeildarstjóri
dag- og göngudeildar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Einingar Iðju. Staðan er
laus frá 15. ágúst 2007 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri
hjúkrunar í síma 4630273, gsm 8601273 eða
netfang: thora@fsa.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
skulu sendar til Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 30. júní 2007.
Öllum umsóknum verður svarað.
Fr
um
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Framtíðarstörf hjá Norðuráli
Hvaða kröfur gerum við?
Sveinspróf í viðkomandi iðngrein eða að
umsækjandi stefni að sveinsprófi innan árs
Góð samskiptahæfni, geta til að vinna sjálfstætt
og starfsáhugi
Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við
sambærileg störf er æskileg
Staðgóð kunnátta í ensku og almennri
tölvunotkun kemur í góðar þarfir
Hvað veitum við?
Góður aðbúnaður hjá fyrirtæki í stöðugri sókn
Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks
Starfsþjálfun og símenntun
Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun
að hluta árangurstengd
Umsókn
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
20. júní n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins,
www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið
umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina,
merkta: Atvinna.
Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veita Skúli Skúlason
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs,
Einar F. Björnsson viðhaldsstjóri
og Lárus Hjaltested yfirvaktstjóri kerskála
í síma 430 1000.
Norðurál óskar eftir að ráða vélvirkja og vélfræðinga til starfa í dagvinnu
á verkstæði og í vaktavinnu í kerskála. Um framtíðarstörf
er að ræða og æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér að framleiðslugeta
álversins verður aukin í 260.000 tonn á árinu. Hjá okkur starfar fjöldi iðnaðarmanna
sem sinna eftirliti og viðhaldi á búnaði í öllum deildum. Áhersla er lögð á jafnan rétt
kvenna og karla til starfa.
VÉLVIRKJAR - VÉLFRÆÐINGAR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI