Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 66
Ein merkilegasta bók sem ég hef lesið er án efa bókin Aðlaðandi er konan ánægð eftir leikkonuna Joan Bennett. Bókin heit- ir á frummálinu How to be attractive og kom fyrst út árið 1941, en fjórum árum síðar var hún þýdd og útgefin hérlendis. Ég fann þennan merka grip á bókasafni fyrir mörgum árum og las af miklum áhuga, því sannar- lega tek ég undir þessa yfirlýsingu Joan að vissulega hljóti „konan“ að vera ánægð þegar aðrir að henni laðast. Bókinni var ætlað að vera eins- konar handbók fyrir mýkra kynið um hvernig á að líta vel út, koma fallega fram og vera á allan hátt sem dömulegust og mest aðlaðandi. Til þess ráðlagði Joan kynsystrum sínum meðal annars að bursta hárið daglega, hreinsa húðina kvölds og morgna, drekka vatn, borða smjör og rjóma ef þær vildu fitna og sleppa því ef þær vildu grenn- ast. Allt saman mjög skynsamleg- ar athafnir sem liggja í sjálfu sér í augum uppi. Það merkilega við þessa bók er þó að mínu mati ekki fegrunar- og aðlöðunarráð fröken Bennett, held- ur formáli bókarinnar því í honum talar hún beint til kynsystra sinna og fer þar yfir breytta stöðu mála í seinni heimsstyrjöld. Nú séum við stelpurnar farnar að vinna úti en það þýði samt ekki að við þurfum að láta selja okkur aðra karlavitleysu. Auðvitað vilji konur halda áfram sínu pjatti þó þær séu útivinnandi. Að karllæg gildi séu ágæt, en vitan- lega verði að halda áfram í þessi kvenlegu. Ekki breytast í karlkonur. Af einhverjum ástæðum virðast þó sumar kynsystur mínar hafa mis- skilið þetta. Halda að til að ná jafn- rétti verði konur að verða eins og karlar. Gleyma því að kvennapjatt er mjög skemmtilegt þó að það flokkist ekki sem virðingarvert í hugum karla og pjattaðir karlar þyki púkó. Gleyma því að aðlaðandi er fem- inistinn ánægður. Gleyma því að til að hið svokallaða jafnrétti felst ekki í að verða eins og karl, heldur að fá að njóta virðingar fyrir það sem við erum – eins og við erum. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SMS LEIKUR SENDU SMS JA 2HO Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ STRANGLEGA BÖNNUÐ FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.