Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 71

Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 71
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“-tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu, við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera ofboðslegur Star Wars-aðdá- andi frá blautu barnsbeini. Hann hefur verið að gera litlar mynd- ir sem styðjast við sömu tækni- brellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“-leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum hönd- um.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftir- vinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smá- skífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinn- an og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að fest- ast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Vídeóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleika- hald í Manchester og hugsanlega í London. Ampop notar Star Wars-tækni Leikstjórinn Spike Lee ætlar að gera kvikmynd til heiðurs þeim þeldökku bandarísku hermönn- um sem börðust í síðari heims- styrjöldinni. „Ég hitti þeldökkan fyrrverandi hermann um daginn sem barð- ist í bardaganum um Iwo Jima og honum sárnaði að hafa ekki fund- ið einn einasta þeldökkan mann í báðum myndum Clint Eastwood,“ sagði Lee. Átti hann þar við mynd- irnar Flags of Our Fathers og Lett- ers From Iwo Jima sem voru að hluta til teknar upp hér á landi. Lee bætti því við að þrátt fyrir að hinir þeldökku hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í heima- landinu hafi þeir barist í stríð- inu eins og sannar hetjur. „Þeir hegðuðu sér eins og föðurlands- vinir á meðan bræður þeirra voru lamdir, eða í besta falli álitnir annars flokks borgarar.“ Mynd Lee verður byggð á skáldsögu James McBride, Mir- acle at St Anna, og verður hún tekin upp á Ítalíu. Heiðrar hermenn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.