Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 10.06.2007, Qupperneq 71
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“-tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu, við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera ofboðslegur Star Wars-aðdá- andi frá blautu barnsbeini. Hann hefur verið að gera litlar mynd- ir sem styðjast við sömu tækni- brellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“-leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum hönd- um.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftir- vinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smá- skífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinn- an og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að fest- ast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Vídeóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleika- hald í Manchester og hugsanlega í London. Ampop notar Star Wars-tækni Leikstjórinn Spike Lee ætlar að gera kvikmynd til heiðurs þeim þeldökku bandarísku hermönn- um sem börðust í síðari heims- styrjöldinni. „Ég hitti þeldökkan fyrrverandi hermann um daginn sem barð- ist í bardaganum um Iwo Jima og honum sárnaði að hafa ekki fund- ið einn einasta þeldökkan mann í báðum myndum Clint Eastwood,“ sagði Lee. Átti hann þar við mynd- irnar Flags of Our Fathers og Lett- ers From Iwo Jima sem voru að hluta til teknar upp hér á landi. Lee bætti því við að þrátt fyrir að hinir þeldökku hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í heima- landinu hafi þeir barist í stríð- inu eins og sannar hetjur. „Þeir hegðuðu sér eins og föðurlands- vinir á meðan bræður þeirra voru lamdir, eða í besta falli álitnir annars flokks borgarar.“ Mynd Lee verður byggð á skáldsögu James McBride, Mir- acle at St Anna, og verður hún tekin upp á Ítalíu. Heiðrar hermenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.