Tíminn - 30.11.1980, Side 12
Sunnudágur 30. riövtehibéi' ISgO.
Dr. Pauling giskar á að svo mikil heilsubót sé fólgin i
töku 3 til 6 gramma af C-vitamini á dag að flest fólk geti
lengt lifdaga sina um 12—18 ár á þann hátt! C-vitamin
örvar vamarkerfi líkamans til dáða, eykur framleiðslu
hvitra blóðkorna, eflir framleiðslu mótefna gegn vims-
sjúkdómum og eykur þvi að öllum likindum framleiðslu
líkamans á „interferon”, þessu nýuppgötvaða efni sem
talið er að sé mögulegt læknislyf gegn krabba meini.
Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur:
C-vitamín eykur
mótstöðuafl,
segir Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling
Ndbelsverðlaunahafinn Linus Pauling.
Sá visindamaður sem mest
hefur rannsakað C-vitamin hin
siðustu ár er hinn tvöfaldi
Nóbelsverðlaunahafi Linus
Pauling. Hann fékk Nóbelsverð
launin I efnafræði árið 1954,
friðarverðlaun Nobels árið 1962
og 1975 fékk hann heiðursmerki
bandarisku þjóðarinnar fyrir
afrek I visindum. 1 bók sinni C-
vítamin, kvef og inflúenza sem
út kom árið 1970 gerir hann
grein fyrir sögu C-vitamins og
rekur helstu rannsóknir og áhrif
þess. Munum við rekja hér
nokkur eftirtektarverð atriði úr
þessari bók.
Dr. Pauling tekur gaumgæfi-
lega fyrir þá spurningu hvers
vegna heilsubætandi áhrif þessa
vitamlns séu jafn umdeild og
raun ber vitni. Hann bendir á að
tilraunir sem afsanna eiga gildi
C-vitamins beri það einkenni
að of smáir dagskammtar hafi
verið notaðir miðað við þá stóru
skammta sem þarf til þess að
árangur fáist. Hann sýnir einnig
fram áað umtalsverður árangur
hafi komið fram I sumum hinna
„neikvæðu” tilrauna, sem höf-
undar hafa ekki tekið mark á.
C-vitamin eykur
mótstöðuafl
Til dæmis bendir hann á að
fimm rannsóknir þar sem
aðeins 70 til 200 mg af asborbin
sýru voru tekin á dag gáfu samt
að meðaltali 31% færri
sjúkdómstilfelli. Niu rannsóknir
þar sem eitt gramm af C-vita-
mini eða meira var tekið gáfu
hinsvegar 40% færri
sjúkdómstilfelli.
Gott dæmi um velheppnaða og
nákvæma rannsókn þar sem eitt
gramm af C-vitamlni var gefið
á dag er rannsókn Dr. G. Ritzel
sem birt var 1961. Hann gaf 279
drengjum sem voru á skiðum
áðurnefndan skammt af C-
vitamini i 5 til 7 daga meö
nokkru millibili. Kvefsækni án
C-vitamintöku var um það bil
tuttugu af hundraði.
Beitt var samanburðarhóp-
um, annar hópurinn fékk C-vita-
min en hinn ekki, hvorki þátt-
takendur né læknarnir vissu
hvor hópurinn fékk C-vitamin-
töflurnar og hvor fékk gerfitöfl
ur. Óháöur hópur visindamanna
las siöan úr niöurstöðum og
reiknaði út árangurinn. Arang-
urinn var i stuttu máli sá að
tiöni kvefs minnkaði um 45%,
lengd veikindanna styttist um
29% og samanlagt batnaöi
heilsufarið um 61% við töku
þessara skammta af C-vita-
mini. Annaö gott dæmi um
velgeröa, tviblinda tilraun var
gerö i Toronto af Anderson,
Reid og Beaton og birtist 1972.
Þar fengu 407 einstaklingar 1
gramm á dag af C-vitamini og
auk þess 3 grömm á dag i þrjá
daga ef einhver sjúkdómur
gerði vart við sig. 411 einstak-
lingar sem fengu gervilyf voru
notaöir • til samanburöar.
Rannsóknin stóð yfir i fjóra
mánuöi. Veikindadagar á hvern
einstakling voru 30% færri,
dagar frá vinnu voru 33% minni
hjá þeim sem fengu C-vitamin.
Tölfræöimat á þessum niður-
stöðum gefa 99,9% likur á þvi að
þær séu réttar.
Einstaka læknar sem beitt
hafa stórum skömmtum af C-
vitamlni telja sig hafa náð enn
betri árangri. Dr. Gildersleeve
skýröi til dæmis svo frá i júli-
ágústhefti timaritsins Fact 1967
að hann hefði komist að þvi að
meö þvi að gefa 4 til 5 grömm af
C-vitamini á dag heföu 95% 400
sjúklinga sem hann meöhöndl-
aöi á þennan hátt fengið bata af
kvefi. Hann hélt þvi einnig fram
i greininni aö árangur C-vita-
mins sem lyfs gegn kvefi „sé
stungið undir stól vegna hins
fjárhagslega taps'sem það heföi
i för með sér fyrir lyfjafram-
leiöendur, læknatimarit og
læknana sjálfa.”
Áhrif C-vitamins
og krabbamein
C-vitamin hefur tvennskonar
aöaláhrif i likamanum, það örv-
ar framleiöslu mótefna gegn
virusum, örvar framleiöslu
hvitra blóðkorna, eflir i stuttu
máli varnarkerfi llkamans. I
öðru lagi er C-vitamin nauðsyn-
legt við myndun bandvefs, en
heilbrigður bandvefur er anuö-
synlegur liður i eðlilegri starf-
semi likamans. Blæöingar þær
sem fram koma úr tannholdi við
iangvarandi skort af C-vitamini
koma einmitt til vegna hrörn-
unar i bandvef háræðanna.
Vegna hinna jákvæðu áhrifa
C-vitamins á bandvefinn má
telja llklegt að aukin taka C-
vitamins geti komið að liði, við
lækningu og fyrirbyggingu
brjóskloss en margir liða og
verða jafnvel örkumla af völd-
um þess. Einnig viröist liklegt
að C-vitamin geti flýtt fyrir
bandvefsmyndun þannig að sár
grói fyrr en ella.
Linus Pauling heldur þvi fram
að ascorbinsýra sé i raun fæðu-
tegund og hann telur að ef efnið
hefði fundist nú á timum heföi
það ekki veriö flokkað sem
vitamin. Maöurinn getur ekki
framleitt C-vitamin sjálfur það
heta hinsvegar ýmis dýr og
útfrá hugleiðingum um fram-
leiöslu ýmissa dýrategunda af
C-vitamini miðaö við
likamsstærð kemst Pauling að
þeirri niðurstöðu aö maður að
meöalþyngd muni þurfa á bilinu
3—6 grömm af C-vitamini á dag
til þess að efnaskipti hans starfi
sem best. Vegna þess hve efna-
skipti fólks eru einstaklings-
bundin, mataræði og lifnaðar-
hættir mismunandi telur Paul-
ing að dagsþörfin geti legiö á
bilinu 250 milligrömm allt upp I
9 grömm. C-vitamin gegnir
lykilhlutverki i efnaskiptum i
likamanum. bað er milliliður i
efnaskiptum vatnsefnis og
súrefnis, það getur gefiö frá sér
vatnsefni og tekið viö þvi aftur
og hvetur þannig fjölmargar lif-
rænar efnabreytingar.
Dr. Pauling giskar á aö svo
mikil heilsubót sé fólgin I þvi aö
tka nægilega stóran skammt C-
vitamins — um það bil 3—6
grömm fyrir flest fólk ( að ævi-
dagarnir geti lengst um hvorki
meira né minna en 12 til 18 ár.
Vegna hinnar axmennu
eflingar varnarkerfis likamans
telur Dr. Pauling liklegt að C-
vitaminiö örvi framleiöslu
Interferons einnig. Þar að auki
leiöir aukinn styrkur bandvefj-
arinstil þess að krabbameins-
frumur geta siöur flutt sig til I
likamanum ogsmitaðút frá sér.
1 þriðja lagi fundu Fenninger og
fleiri árið 1976 að 5 grömm af C-
vítamlni á dag jók á marktækan
hátt framleiðslu hvitra blóö-
korna. Hvitu blóðkornin eyöi-
leggja bakteriur og aðra
aðskotahluti svo sem krabba-
meinsfrumur. Vitað er aö
krabbameinssjúklingar sem
framleiða mikið af hvitum blóð-
kornum hafa meiri möguleika á
lækningu en aðrir. 1 fjórða lagi
er rétt að endurtaka hér að C-
vitamin tekur þátt i framleiðslu
hormóna nýrnahettubarkarins
og heiladingulsins og eykur
þannig almennt þol gegn álagi.
C-vitamin og
kólestról
Fyrir hjarta og æðasjúklinga
er vert að hafa i huga að Ginter
fann i rannsóknum sem birtar
voru 1973 g 1975 aö eitt gramm
af C-vitamini á dag lækkaði
kolestról-magn blóðsins úr 253
milligrömmum á decaliter i 210
mg á dcl. á 6 mánaða timabili,
hér var um að ræða fólk sem
aöeins hafði meðalhækkun á
kolesteróli. Hjá samanburðar-
hópnum jókst hins vegar
kólesterolið um 12 mg á
decaliter. í þessu sambandi er
rétt að minna á rannsókn
Altschul og fleiri frá 1955 en þar
kom i ljós að vitamin B3,
nicótinsýra lækkaði kolesterol-
magn i blóði um 50 mg á
decaliter að meðaltali.
Meðal margra náttúru-
lækningamanna rikir sú trú að
náttúruleg C-vitamin og C-
vitaminskyld efni svokölluð
bioflavióids séu verðmætari
fyrir likamann en hrein
ascorbinsýra en engar
rannsóknir virðast vera fyrir
hendi til þess aö skera úr um
þetta atriði. Ascorbinsýru er
ódýrast að kaupa eftir vikt i
lyfjabúð, samsvarar ein slétt-
full tekseið af hreinu C-vitamin-
dufti um það bil 4 grömmum. C-
vitamintöflur innihalda bindi-
efni auk þess er óþarfa kostn-
aöur við gerð þeirra sem
sjálfsagt er að spara sér.
Eru aukaverk-
anir af C-vita-
mini í stórum
skömmtum?
C-vitamin eru náttflrulegt
næringarefni og hefur mjög
óverulegar aukaverkanir miðað
við lyf. Algengasta aukaverkun-
in þegar tekin eru 3 grömm eða
meira I einu er lausar hægðir.
jafnvel niðurgangur, einkum sé
þaö tekið á fastandi maga. Fari
inntakan fram á eftir máltiö
kemur niðurgangur oftast ekki
til, hann hverfur á þremur til
fjórum dögum og auðvelt er aö
forðast þessi aukaáhrif með þvi
að hækka skammtinn smátt og
C
0)
o
o
cr
CD
O
c
<D
O)
o
c
c
CTJ
(D
C-vitamin, öðru nafni askorbinsýra ogsama efnieftir það hefur gefið frá sér tvö vatnsefnisatóm. C-vita-
min er mikilvægasti milliliður fyrir samskipti súrefnis og vatnsefnis Ilikamanum, það tekur þátt i lang-
flestum efnabreytingum. Gefur frá sér og tekur viö vatnsefni á vlxl.