Tíminn - 30.11.1980, Síða 24
32
Surinudagur 30. nóvember 1980.
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN H.F. OG FLEIRI
TIL STYRKTAR FÉLAGASAMTÖKUNUM
VERND í HÁSKÓLABÍÓI
SUNNUDAGINN 7. DES. KL. 22.00
Orðabelgur
Myndskreytt orða
bók handa börnum
Bókaútgáfan örn og örlygur hf.
hefur gefiö út mjög sérstæöa
oröabók fyrir börn. Nefnist hún
ORÐABELGUR og ber undirtitil-
inn Myndskreytt oröabók handa
börnum. Stefán G. Jökulsson
islenskaöi textann sem er eftir
Heather Amery. Teikningar i
bókinni eru eftir Stephen Cart-
wright en ráögefandi viö efnisval-
iö var Betty Root viö lestrar-
kennsludeild Readingsháskóla.
Betty Root segir um bókina á
bókarkápu: „Vonandi þykir flest-
um börnum þess nýstárlega oröa-
bók skemmtileg. Börnum þykir
fátt jafngaman og aö skoöa eöa
Hoather Amery og Stephen CertwOQht ^
^rOtOMCWUft*
Myndskreyít orðabók
handa bórnum
lesa bók meö fullorönu fólki og vit
er aö myndirnar gefa þeim æriö
tilefni til samtals viö foreldra og
kennara. Tilvaliö er aö börnin
nefni fyrst hverja persónu, dýr
eða hlut sinu nafni og meö hvatn-
ingu og hjálp mun þeim brátt tak-
ast að tengja oröin myndunum.
Bókin örvareinig imyndunarafl
þeirra barna sem lengra eru
komin i lestrarnáminu og auð-
veldar þeim að semja stuttar sög-
ur eöa frásagnir.
Aftast i bókinni er orðunum
raðað i stafrófsröö. Þar geta
börnin leitaö oröa og siöan fundiö
rétta blaðsiðu og mynd. Þannig
þjálfast þau i að nota uppsláttar-
rit og oröabækur. Munið aö i
Oröabelg eru þúsund orö. Það
tekur sinn tima aö læra þau öll”.
Allar myndir i bókinni eru lit-
prentaðar. A hverri opnu leynist
önd sem stundum getur veriö
erfitt aö finna og börnin hafa
gaman af aö leita aö.
Setning og filmvinna fór fram á
Prentstofu G. Benediktssonar en
bókin er prentuð i Englandi.
Sérð þú <
það sem
ég sé?1
Bðrn
skynja hraða
ög f jarlaegðir á annan
hátt en fullorðnir.
Aðventa í
Skálholti
Fyrsta sunnudag I aöventu
hefst I Skálholtsprestakalli aö-
ventuhátiö. Sunnudag, 30. nóv.,
kl. 14 predikar dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup, viö messu I
Skálholtskirkju.
Sama dag kl. 16 verður sam-
koma i krikjunni. Glúmur Gylfa-
son, organisti, leikur verk eftir
Bach og Buxtehude, og Skálholts-
kór syngur. Sýnd verður kvik-
mynd, sem tekin var við upp-
groftinn I Skálholti og við niu alda
afmæli biskupsstóls i Skálholti
1956. Loks flytja börn helgileik við
jötu.
Þá verða einnig haldnar sam-
komur á útkirkjum prestakalls-
ins. Þriöjudagskvöld, 2. des., kl.
21 flytur sira Eirikur J. Eiriks-
son, prófastur á Þingvöllum,
erindi i Bræðratungukirkju um
Orð Guðs og islenska tungu. Rósa
B. Blöndal les kvæði og sr. Ingólf-
ur Astmarsson heldur hugvekju.
Fimmtudagskvöld, 4. des.,ræðir
sr. Sigfinnur Þorleifsson, prestur
I Stóra-Núpskalli, um Bibliuna og
lestur hennar I Haukadalskirkju
og föstudagskvöld, 5. des., ræðir
sr. Þorbergur Kristjánsson,
prestur i Digranesskalli, um
Fermingarbarn, foreldra og söfn-
uð i Torfastaðakirku, en sr.
Heimir Steinsson, rektor, hefur
hugvekju.
Laugardag, 6. des., kl. 16verð-
ur svo samkoma i Skálholts-
kirkju. Sigurður Pálsson, náms-
stjóri i kristnum frasðum, flytur
erindi um kristna fræðslu og upp-
eldi. Jóhanna Möller syngur með
aðstoð Glúms Gylfasonar. Dr. O.
Prunner leikur á orgel. Helgileik-
urinn verður endurfluttur, og sr.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson i
Hruna flytur hugvekju.
Hátiðinni lýkur sunnudag, 7.
des. Þá verður messa i Skálholti
kl. 14, og predikar dr. Sigurður
Pálsson, vigslubiskup. Organisti
verður Rut Magnúsdóttir. Siöasta
samkoman verður svo i Skál-
holtskirkju sama dag kl. 16.
Kammersveit Tónskóla Rangæ-
inga leikur undir stjórn Friðriks
Guðna Þorleifssonar, og vonir
standa til, að Árnesskór og
barnakór úr Hreppum syngi und-
ir stjórn Lofts Loftssonar. Loka-
orðflytur prófastur, sr. Eirikur á
Þingvöllum.
Fermingarbörn i Skálholtskalli
taka þátt i hátiðinni, og er það
upphaf fermingarundirbúnings á
vetrinum. Þau annast flutning
efnis á samkomunum og vinna a
sýningu,, sem standa mun á
Skálholtskirkju þessa daga. Ber
hún yfirskriftina: Brot úr sögu
skristinnar fræösiu á tslandi.
Fleiri, en hér eru taldir, koma
fram á samkomum þessa viku,
m.a. sönghópur stúlkna úr KFUK
og að likindum sönghópur úr
Æskulýðsfélagi Selfosssafnaðar.
Dagfinn
Föllesdal
í Norræna
húsinu
Hinn þekkti norski heimspek-
ingur Dagvinn FÖllesdal heldur
fyrirlestur i Norræna húsinu
þriðjudaginn 2. desember kl.
20:30, og nefnir hann fyrirlest-
urinn „Hovedströmninger I vár
tids filosofi”. Dag Föllesdal
kemur hingað til lands i boði
Norræna hússins og tekur þátt i
öðru norræna heimspekiþing-
inu, sem haldið er dagana 29.
nóvember — 1. desember.
Hann stundaði nám I Noregi
og framhaldsnám I Þýskalandi
og Bandarikjunum. Doktors-
prófi laukhann frá Harvard-há-
skóla 1961. Hann hefur veriö
prófessor i heimspeki við
Oslóarháskólafrá 1967 og einnig
viö Stanford University árin
1966-76.
Sérsvið hans er rökfræði, en á
fyrirlestrinum i Norræna húsinu
ræðir hann um ýmsar helstu
heimspekistefnur vorra tíma.
Fyrirlesturinn er opinn öllum,
sem áhuga hafa á menningar-
straumum nútimans.