Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Dr. Jóhannes Nordal Seölabankastjóri: „Alrangt aö ég hafi boðað bráðabirgðalög” Almenningur lét ekki hryssinglegt veður aftra sér frá því i gær að ávaxta fé sitt í ávöxtum sem seldir voru í tjaldi utimarkaðsins á Lækjar- torgi. Þeir voru jafnvel nokkrir viðskiptavinirnir sem versluðu fyrir háar upphæðir eins og þessi mynd Róberts ber með sér. Ef til vill hefur lausn bankaverkfallsins átt sinn þátt í því. Timamynd: Róbert. — „en rfkisstjórnin getur ekki afsalað sér valdi til að setja þau ” sagði forsætisráðherra á Alþingi I dag JSG — „Það er alrangt að leggja orð min i umræddu útvarpsviðtaii út á þann veg að ég sé að boða setningu bráöabirgðalaga”, sagði Gunnar Thoroddsen i umræöum utan dagskrár á Alþingi i gær. Gunnar sagöi vegna spurninga stjórnarandstöðunnar að enn væriefnahagsaðgerðir á umræðu- og vinnslustigi i rikisstjórninni og þvi væri ekki timabært að skyra frá þeim. Yröu þær tilbúnar áður en Alþingi færi i jólafri væri ekk- ertþvi tilfyrirstöðu aö leggja þær fyrir þingið. Rikisstjórnin getur ekki afsalað sér vald til að setja bráðabirgðalög, sagöi Gunnar, en hún mun nota það vald með að- gát. Sighvatur Björgvinsson endur- tók við þessar umræður ásakanir sinar á hendur forsætisráðherra um að hann hefði brotiö „heiðurs- mannasamkomulag” sem hann hefði gert viðformenn þingflokka stjórnarandstööunnar um af- greiðslu mála fyrir jólafri, með þvi að útiloka nú ekki setningu bráðabirgðalaga i jólaleyfinu. Gunnar svaraði og sagði aö á fundinum með þingflokksfor- mönnunum hefði allsekkert verið minnst á bráðabirgöalög og þeir hefðu ekki sett þaö sem skilyrði fyrir samvinnu um málaaf- greiðslu. Þeir heföu heldur ekki sett skilyrði um aö efnahagsað- gerðir kæmu fram á þinginu fyrir jólaleyfi. Vegna þess að formaður þing- flokks Alþýðuflokksins heföi sér- staklega haft bráðabirgðalög svo á orði, þá minntist forsætis- ráðherra þess að á fjögurra mánaða stjórnartima Alþýöu- flokksins i fyrra, hefðu ráðherrar þess sett niu bráðabirgöalög og slegið öll met. áhrifarikar aðgerðir á skömmum tíma „Eigi að biöa eftir slíkum árangri árum saman er hætt við þvi að stiflan bresti áður en svo langt er komið og allt sæki I sama far”. Þannig kemst Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri að orði i forystugrein nýs heftis Fjár- málatiðinda, er hann fjallar um þær hugmyndir sem ofarlega hafa verið á baugi um áfanga- sókn gegn óðaveröbólgunni. Um slika áfangastefnu — eða niður- talningu i áföngum — segir Jó- hannes m.a. i grein sinni: „Þótt fyrir þessari leiö megi færa ýmis góð og gild rök virðist hún krefjast meira úthalds og harðara aðhalds um langan tima en stjórnkerfi islendinga ræður við”. í greininni kemur það álit fram að yfirgnæfandi rök bendi til þess að óðaverðbólgan á Is- landi sé um fram allt heimatil- búin. „Það er þvl litil von til þess”, segir Jóhannes Nordal, ,,að batnandi ytri aðstæður, svo sem hagstæðari viðskiptakjör, muni leggja mikið af mörkum til þess að draga úr verðbólg- unni, heldur felist eina vonin i áhrifarikum aðgerðum og sam- stilltu átaki tslendinga sjálfra.” Alyktunarorð forystugreinar Fjármálatíðinda eru þessi: „Margt mælir þvi sterklega með því að reynt verði aö draga úr verðbólgunni með samstilltu átaki á tiltölulega skömmum tima, á meöan hagstæð áhrif gjaldmiðilsbreytingarinnar geta enn orðið að nokkru liöi”. EINA VONIN Tillögur meirihlutans við aðra umræðu um fjárlögin i gær: 3,5 milljarða hækkun JSG — Samkvæmt tillögum meirihluta fjárveitinganefndar við fjárlagafrumvarp ársins 1981, sem Geir Gunnarsson formaður nefndarinnar mælti fyrir á Al- þingi i gær, myndi gjaldahlið frumvarpsins hækka um 3 milljarða 475 milljónir króna frá þvi sem hún upphaflega var og verða þvi um 537 milljarðar króna. Stærstu hækkunartil- lögurnar snerta ýmsar verklegar framkvæmdir, s.s. 800 milljónir vegna skólabygginga, 430 milljónir vegna hafnarmann- virkja, 400 milljónir vegna flug- mála og 700 milljónir vegna bygg- inga sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva. Fulltrúar minnihlutans i fjár- veitinganefnd, þeir Lárus Jóns- son og Karvel Pálmason gagn- rýndu fjárlagafrumvarpið helst fyrir að vera þáttur i viðtækri óráðsstefnu i efnahagsmálum. Þá sökuðu þeir rikisstjórnina um að brjóta ólafslög með þvi aö hafa ekki lagt fram lánsfjáráætlun með fjárlögunum. Ragnar Arnalds sagði að Framkvæmda- stofnun rikisins sem hefði ekki skilað tillögum sinum fyrr en i nóvember, ætti þátt i töfunum á framlagningu áætlunarinnar. Ragnar upplýsti einnig aö rikis- stjórnin hefði þegar afgreitt Framhald á bls. 19. Víkingum tókst þaö sem fæstir höfðu reiknað með í leik þeirra gegn ungverska liðinu Tatabanya í Evrópukeppni meistara- liða í handknattleik er liðin léku í Ungverjalandi í gær- kvöldi. Víkingar töpuðu að vísu leiknum ytra, en kom- ast samt áfram í keppn- inni, þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli en ungverska liðið. Þorbergur Aðalsteinsson var hetja Víkingsliðsins i gærkvöldi er hann skoraði siðasta mark Víkings i leiknum beint úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið, markið sem tryggði Islandsmeisturum Víkings áframhald í keppninni. Næst leika Víkingar því i 8- liða úrslitunum og má bú- ast við að mótherjar þeirra þá verði eitt af sterkustu handknattleiksliðum heims. Sjá umsögn um leikinn á íþróttasíðu bls. 15. Ofært víða á landinu Fékk grjót í gegnum rúðuna og slasaðist — á veginum undlr Enni við Ólafsvik FRI — Slæmt veður geröi viöa á landinu i gær, einkum á Suð- vesturlandi. Þannig urðu vegir þar ill- eða ófærir vegna mikill- ar hálku og slæms skyggnis af völdum veðursins. Þannig varð Hellisheiöin ófær, Biskups- tungnabraut i Arnessyslu ófær og ófært varö í kringum Vik I Myrdal, svo dæmi séu nefnd en á öðrum vegum var iilfært, eins og t.d. á Reykjanesbraut. Mikið grjóthrun var á veginn undir Enni viö Ólafsvik oe skemmdust bilar af þeim sök- um. Einn ökumaður kom til læknisins á ólafsvik eftir að hafa ekið þarna um og var hann nokkuðskorinn i andliti þar sem stór steinn haföi komið i gegn- um framrúðu bils hans. Annar ökumaöur fékk stóran grjót- hnullung á framhluta bils sins er hann ók þama um. Vegagerðarmenn ætluðu aö vinna aö endurbótum á veginum þama en þaö reyndist ómögu- iegt vegna hvassviðris. Vfldngur álrara þrátt fyrir tap — Þorbergur Aðalsteinsson var hetja liðsins og skoraði 9 mörk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.