Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. desember 1980. UU'.il'IUl! 9 Jóhann G. Jóhannsson ásamt nokkrum verka sinna á sýningunni Nýr sýningarstaður: Galleri Lækjartorg BSt — Nýtt Galleri var opnaö um siðustu helgi i SVR-húsinu að Lækjartorgi — GALLERÍ LÆKJ- ARTORG — . Þarna á að fara fram sala og kynning á islenskri list. Opnað var með málverka- sýningu Jóhanns G., ásamt 8 nýj- um eftirmyndum eftir sama lista- mann, eftirmyndirnar eru tölu- settar og áritaðar. (Tfmamynd Róbert) Tónlistardeild Gallerisins er sérverslun með islenska tónlist og er ætlunin sú, að ef platan er til — og er islensk — þá fáist hún í Gall- erii Lækjartorgi. Fyrirhugað er einnig að kynna þarna islensk ljóðskáld af yngri kynslóðinni. „Kabarett” um jólin í Hrísey BSt — „Leikfélag, kvenfélag, slysavarnarfélag, Lionsklúbbur og fleiri félög starfa i Hrisey,” sagði Jóhann Þór Halldórsson, útibússtjóri við Útibú KEA i Hris- ey, er blaðamaður Timans spurði hann um félagslif hjá þeim eyja- skeggjum. Hann sagði, að Leikfélagið Krafla hefði verið með leiklistar- námskeið i haust, sem hefði þótt heppnast vel. Námskeiðiö var undir stjórn Jóns Júliussonar leikara. Nú er leikfélagið með bókmenntakynningu og siðan verður „Kabarett” um jólin, sem verið er að æfa af krafti þessa dagana. Leikfélagið hefur ekki ákveðið neitt um að setja á svið leikrit i vetur, en á dagskrá er að kynna verk eftir Jónas Árnason. Eftir áramót mun verða starf- rækt við skólann i Hrisey tónlist- ardeild og hafa nokkur félög sam- einast um kaup á góöu pianói i sambandi við kennsluna, og kennari hefur verið fenginn. — Skólamál eru mikið i athug- un hjá okkur hér núna. Verið er aðhuga að nýbyggingu skólans, þvi aöhér er lágur meöalaldur og tiltölulega mörg börn. Liklega verður gerð ný viðbygging við gamla skólahúsiö. Mikið er um þaö að eldra fólkið flytjist i burt, þar sem betri þjón- usta er fyrir það, t.d. til Akureyr- ar eða á Dvalarheimilið aö Skjaldarvik. Einnig er elliheimili á Dalvik. Ljóö séra Matthíasar 1 útgáfu Ólafs Briem Bók þessi er úrval úr frum- sömdum og þýddum kvæðum séra Matthiasar Jochumssonar (1835-1920) og gefin út i tilefni af sextugustu ártið skáldsins 18. nóvember. Hefur Ölafur Briem menntaskólakennari á Laugar- vatni búið Ljóð til prentunar og ritað itarlegan inngang um skáld- ið og kveðskap þess. Ljóðeru gef- in út af Rannsóknarstofnun i bók- menntafræði við Háskóla lslands og Menningarsjóði og sjötta bókin i flokknum Islensk rit, en stjórn hans hafa á hendi Njörður P. Njarðvik, Óskar Halldórsson og Vésteinn Ólason. Inngangur Ólafs Briem er 93 blaðsiður, en hann hefur og samið skýringar og athugasemdir við kvæðin. Skrá um rit Matthiasar Jochumssonar og heimildir um hann og verk hans er i bókarlok, tekin saman af Ólafi Pálmasyni mag.art. Ljóðeru alls 399 blaðsið- ur og bókin sett og bundin i Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Áður hafa eftirtaldar bækur komið út i flokknum Islensk rit: Jón Þorláksson: Kvæði Úrval. Bjarni Thorarensen: Ljóömæli. Úrval. Davið Stefánsson: Ljóö. Úrval. Þorgils gjallandi: Sögur. Úrval. Sagnadansar. (Vésteinn Ólason bjó til prentunar.) Ríkisendurskoðunin óskar eftir að ráða starfsfólk: 1. Ritara. Góð kunnátta i vélritun og islensku ásamt starfsreynsiu áskilin. Launafi. 011 (B.S.R.B). 2. Starf við endurskoðun tollskjala. Launafl. 009 (B.S.R.B.). Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar Rikisendurskoðun, Laugavegi 105, fyrir 22. desember nk. vítamín Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur mjólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas að morgni gefur þér forskot á góðan dag. 0 Miólk og mjólkurafun)ir orkulind okkar og heiLsugjafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.