Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 20
A NÖTTU OG Sími: 33700 VEGI Mmrm Laugardagur 13. des. 1980 Gagnkvæmt tryggingafé/ag t WSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Hagkvæmt að reisa hér á landi stálbræðslu til framleiðslu steypustyrktarstáls: Kostar 8 milljarða og borgar sig upp á 15árum Kás — Aætlaö er aö átta mill- jaröa króna kosti aö reisa stál- bræöslu hér á landi til fram- leiöslu á steypustyrktarstáli fyrir innlendan markaö, aö þvi er kemur fram í niöurstööum vinnuhóps sem undanfarna mánuöi hefur unniö fyrir iðnaöarráöuneytið að þessum málum. Gert er ráö fyrir aö stálbræöslan borgi sig upp á 15 árum. 1 áætlun sem vinnuhópurinn hefur tekið saman um islenska steypustyrktarstálsframleiðslu kemur fram að núverandi inn- anlandsmarkaður er um 13 þus. tonn á ári. Gert er ráð fyrir 2.1% árlegri aukningu i notkun steypustyrktarstáls hérlendis næsta áratug, og að markaðs- hlutdeild innlendrar verksmiðju verði um 90% af þeim markaði. Yrði framleiðslumagnið 12.7 þús. tonn fyrsta framleiðsluárið ef framleiðsla hæfist árið 1983. í skýrslu vinnuhópsins er tek- ið fram, að stjórnvöld gætu orðið að vernda framleiðsluna timabundið gegn verðfellingu (dumping) erlendra framleið- enda, þannig að verksmiðjan búi við svipað afurðaverð og er- lendir framleiðendur i heima- löndum sinum. Stálfélagið h.f. sem stofnað var fyrir um 10 árum i þvi skyni að reisa og reka stálbræðslu hefur sýnt þessu fyrirtæki áhuga. Hefur félagið uppi áform um aö gangast fyrir almennri hlutafjársöfnun til að hrinda máli þessu i framkvæmd. Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að heimila Stálfélaginu h.f. afnot af áætlun þessari um framleiðslu steypustyrktar- járns á Islandi. Rétt er að i ljós komi hversu til tekst um hluta- fjársöfnun af hálfu Stálfélagsins h.f. áður en afstaða verður tekin til aðildar rikisins að þessu máli og hlutdeildar þess i fyrirtæki um slika verksmiðju. Siglufjörður og Sauðárkrókur: Skora á Hjörlelf að virkja Blðndu FRI — Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur sent iðnaöarráðherra áskorun um að hann láti virkja Blöndu sem næsta virkjunarkost landsmanna. Askorunin hljóðar svo: Bæjar- stjórn Siglufjarðar skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyr- ir þvi að rikisstjórnin taki ákvörðun um virkjun Blöndu á yfirstandandi þingi, þannig að hún verði næsta virkjun á eftir Hrauneyjafossvirkjun. Bæjar- stjórn vekur athygli á nauðsyn þess að næstu virkjun verði val- inn staður utan eldvirkra svæða eins og fram kemur i stjórnar- sáttmála rikisstjórnarinnar. Jafnframt bendir bæjarstjórn Siglurfjarðar á að brýna nauðsyn ber til að Siglufjörður tengist hringtengingu landsins þannig að sterk lögn liggi frá Skagafirði til Siglufjarðar og áfram til Ólafs- fjarðar þar eð miklar likur eru á að orkuþörf Siglufjarðar aukist mjög á næstu árum. Bæjarráð Sauðárkróks hefur áðurskorað á iðnaðarráðherra að virkja Blöndu en sú áskorun var lesin upp á fundinum i Húnaveri og er efni hennar svipað og efni fyrrihluta of a ngreindrar áskorpnar. Rikissaksóknari: Engar aðgerðir vegna bókarinnar HAMPUR FRI — Niöurstaðan, eftir athugun bókarinnar HAMPUR, er sú.af hálfu embættisins, verður ekkert gert til aö leggja hald á bókina, sagöi þóröur Björnsson rikissak- sóknari I samtali viö Tiniann en eins og greint var frá I blaöinu fyrir skömmu siöan þá haföi hann bókina til athugunar. — 1 bókinni eru aöeins upplýs- ingar um framleiöslu kannabis- efna en þar ekki hvatt til neyslu þeirra. 1 samtalinu við Þórð kom einn- ig fram að höfundur bókarinnar var tekinn af fikniefnalögreglunni i fyrra fyrir að hafa ræktað heima hjá sér kannabisefni. Það mál væri nú til meðferðar hjá fikni- efnadómstólnum. Samningar banka- starfsmanna AB — Klukkan hálf fjögur I fyrri- nótt tókust samningar milli Sam- bands íslenskra bankamanna og banka og sparisjóða um nýjan kjarasamning og var verkfalli StB þá aflýst. Þvi miöur hafði blaðamaður Timans ekki þau sambönd viö fulltrúa i samninganefndum bankamanna aö hann gæti fengiö þá til þess að rjúfa þagnarskyldu þá sem Vilhjálmur Hjálmarsson sáttasemjari hafði lagt á fulltrúana i sáttanefnd, en eins og kunnugt er þá birtist frétt um nákvæma stöðu samninganna I Morgunblaöinu i gærmorgun sem var tilkomin vegna trúnaöarbrots einhvers fulltrúans i samninga- nefnd. Kjarasamningur þessi gildir frá 1. ágúst 1980 til 31. ágúst 1981, og gerir hann ráö fyrir 3% hækk- un grunnlauna frá 1. ágúst sl. og leggst sú hækkun við hækkun þá er kveðiö var á um i kjarasamn- ingsdrögum frá 3. október, sem felld voru i atkvæðagreiðslu og vissa þætti i tillögu sáttanefndar frá 21. nóvember er einnig var felld. önnur ákvæði hins nýja samn- ings er varöa launaliö, gera ráð fyrir hækkun orlofsframlags úr 3% i 3 1/2%, auk þess sem gert er ráö fyrir umsaminni greiðslu i janúar og febrúar vegna gjald- miðilsbreytingarinnar. Þessar greiöslur eru fyrir 10 tima yfir- vinnu i janúar og 5 tima yfirvinnu i febrúar. Einnig voru gerðar nokkrar breytingar á félagslegumákvæð- um er varða gildistima, sem framvegis verður samningsat- riði, skipuiagsbreytingar, fæð- ingarorlof, afleysingar, liftrygg- ingar, fræðslumál og lifeyris- sjóösmál. A blaðamannafundi SGHF. F.v. Helgi Kristjánsson, Guöjón Guömundsson, Guömundur B. Lýösson, Björn Guöjónsson, Skarphéöinn Arnason og Marel Eövaldsson. Timamynd Róbert Grásleppuhrognaframleiðendur vilja stofna eigin sölusamtök: Ætla að byggja kæli- geymslu í Reykjavík FRI — Samtök grásleppuhrogna- framlciöenda héldu blaöamanna- fund i gær vegna þess að nú liggja fyrir Alþingi tvö stjórnarfrum- vörp um annarsvegar útflutn- ingsgjald af grásleppuafuröum og hinsvegar um aflatrygginga- sjóð grásleppuveiöimanna en á aöalfundi SGHF þann 6. des. s.l. voru Steingrimi Hermannasyni og rikisstjórn tslands færðar sér- stakar þákkir fyrir þann skilning og stuðning við málefni SGHF sem frani kemur i þessum stjórn- arfrumvörpu m, en meö þessum frumvörpum er lagður grundvöll- ur að vexti og viðgangi þessarar atvinnugreinar. A fundinum kom meðal annars fram að siðasta ár var hið þriðja besta frá upphafi en þá veiddust 17.000 tunnuraf hrognum aðverð- mæti um 2,4 milljarðar kr. en nú eru um 330 grásleppuveiðisjó- menn i SGHF en þeir voru 50 er samtökin voru stofnuð 1977. Grá- sleppuveiðisjómenn eru þó fleiri en þessu nemur þvi 525 leyfum fyrirþessum veiðum varúthlutað á siðasta ári. Eitt af höfuðmarkmiðum SGHF er að vinna að auknum markaði fyrir grásleppuhrogn á erlendum mörkuðum en fram kom á fundin- um aö við eigum nú um 60-70% af þessum markaði. Verðlagsþróun hefur þó ekki verið okkur hagstæð á þessum mörkuðum og hefur verð á þessum afuröum farið lækkandi miðað viö t.d. verð á þorski, en við eigum nú i vaxandi samkeppni við Kanadamenn á þessu sviði. Til þess að mæta þessari sam- keppni og tryggja okkur betur á markaðinum er nauðsynlegt að byggja hér kæligeymslu og hafa samtökin þegar fengið vilyröi fyrir lóð undir eina slika hér I Reykjavik. Aðspurðir af hverju þeir full- nýttu ekki þetta hráefni sem grá sleppuhrognin eru til framleiösli hérlendis, en þannig má fá um tí- falt meira verð fyrir afurðina sögðu stjórnarmenn SGHF af þessi kæligeymsla væri eitt al fyrstu skrefunum i' þá átt en áðui hefði Sölustofnun lagmetisins átt að sjá um þá hlið mála. Grá- sleppusjómenn hefðu verið skatt- lagðir um 400millj. kr. til þess frá þvi að SL tók til starfa en ekkert hefði enn komið út úr þvi og þvi væri mikill áhugi hjá þeim að gera þetta . aö einhverju eöa mestu leyti sjálfir. A fundinum var einnig komið inn a svonefnt meltumál en það er nýting meltunnar sjálfrar. Hér falla til áhverju ári 7-10 þús. tonn af grásleppu sem ekki er nýtt en hana mætti vel nýta til vinnslu skepnufóðurs. Tilraunir með þetta hafa verið gerðar og lofa þær góðu. dagar til jóla Jólahappdrætti SUF Vinningur dagsins nr. 3077 föstudaginn 12. des. nr. 3248 fimmtudaginn 11. des. nr. 2422 miðvikudaginn 10. des. nr. 2251 Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.