Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 13. desember 1980. Laugardagur 13. desember 1980. Dagur hinna „rauðu húfa” á Sauðárkróki: ÞEGAR hausta tók hér á fyrri árum, máttu Sauðkræklingar sjá á eftir mörgum unglingnum upp i áætlunarbil á leið til Reykjavikur eða Akureyrar i skóla. Lifið á götunum dofnaði, það færðist drungi yfir bæinn. Þetta er að breytast. Heima- menn sjá nú unglinga staðarins, lika þá sem komnir eru af gagn- fræðaskólaaldri, rölta eftir Skagfirðingabrautinni þó komið sé fram á vetur. Fjöldi nýrra andlita hefur meira að segja bæst i unglingahópinn. Þetta eru nemendur Fjölbrautaskól- ans og má með sanni segja að þeir beri með sér lif um bæinn. Hér á dögunum tóku þeir sig til oggengu i fylkingu gegnum bæ- inn miðjan með rauðar húfur og þó nokkru brambolti svo menn ruku út i glugga og datt helst i hug innrás óvinveittrar þjóðar. Þetta reyndist vera busavigslu- dagur og rauða húfan aðeins tákn þess að „businn” væri orð- inn viðurkenndur þegn i samfé lagi nemenda. Busarnir munu hafa verið reknir inn i Króks- rétt, dregnir i dilka og látnir hafa yfir kviðling um yndis stopulan vind og vanda andans. Og siðan jörmuðu þeir i kór. Okkur þótti ástæða til að bregða okkur upp i Fjölbrauta- skóla og inna Jón Hjartarson skólameistara frétta. Hvað er að frétta, skólameist- ari, á þessu öðru starfsári Fjöl- brautaskólans? ,,Það má segja, að skólinn sé nú kominn á fastan grundvöll eftir „prufukeyrsluna” i' fyrra. Fastir kennarar eru orðnir 12 og stundakennarar 6. Nemendur eru 144 og koma viða að en þó fyrst og fremst úr kjördæminu, Norðurlandskjördæmi vestra, enda er skólinn hugsaður sem miðstöð framhaldsfræðslu i kjördæminu. Flestir koma úr þéttbýliskjörnunum, Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki, Blöndu- ósi, Skagaströnd og Hvamms- tanga. Einnig koma nemendur úr Strandasýslu og af Norður- landi eystra: Ólafsfirði, Dalvik, Hrisey og Melrakkasléttu, en Hornfirðingar og Sunnlendingar eiga lika sina fulltrúa hér. A þvi svæði sem skólinn þjónar fyrst og fremst búa um 11 þúsund manns. Tala framhaldsskóla- nema af svæðinu ætti að vera um 600 ef gert er ráð fyrir sama prósentuhlutfalli og i Reykjavik og nágrenni. Það er þvi hófsöm áætlun sem gerir ráð fyrir að nemendur skólans verði orðnir um 400 innan fárra ára”. Auk hins reglulega dagskóla hafið þið öldungadeild á ykkar vegum? „Já, fólkið hér sýnir öldunga- deildinni mikinn áhuga. Það er kennt fimm kvöld vikunnar og nemendur eru tæpir lOOog sum- ir i mörgum fögum. Mestur áhugi er á erlendum tungum en viðkennum „öldungum” lika is- lensku, stærðfræði, bókfærslu og vélritun”. Hverniggengur að útvega öll- um aðkomumönnum húsnæði? „Það er stöðugt unnið að stækkun heimavistarinnar og núum áramótin bætast við 13 ný rúm. Stefnt er að þvi að reisa nýja heimavistarálmu næsta ár sem rúma mun 40 nemendur. Það er brýn þörí á þessu þar eð allt bendir til stóraukins nem- endafjölda strax næsta haust”. Hvaða byggingaframkvæmd- ir aörar eiga sér stað? „Verknámshúsið nýja er þeg- ar fokhelt og verður væntanlega tekið til einhverra nota næsta haust. Þær aðstæður sem skap- ast þegar verknámshúsið er fullgert eiga eftir að gerbreyta öllu iðnnámi hér um slóðir. Þá er búið að grafa grunn að iþróttahúsi og steypa sökkla. Það er þörf framkvæmd þvi við erum orðin nokkuð aðþrengd i þessum málum. íþróttahúsið hér er gamalt og mjög ásetið. Hins vegar er aðstaða til sund- kennslu hin besta og sú iþrótt i hávegum höfð”. Hvað um tónmennt? „Hér á Sauðárkróki hefur verið öflugur Tónlistarskóli um langtskeið. Nemendur þar fá nú tónlistarnám sitt metið til ein- inga viðFjölbrautaskólann. Það erástæðatilaðhvetja nemendir til að notfæra sér þá möguleika sem þama gefast. Reyndar er einnig tónlistarlif innan skólans. Myndarlegur kór hefur tekið til starfa og músikkvöldvökur eru haldnar. Annað félagslif er að taka æ betur við sér eftir þvl sem skólinn stækkar”. Hvenær útskrifað svo fyrstu stúdentarnir frá ykkur? „Annað vor, vorið 1982. Að visu er hugsanlegt að einhverjir verði aðeins fyrr á ferðinni eða um áramótin ’81-’82”. Það hefur heyrst að þið hygg- iðá einhverjar nýjungar i skóla- starfinunú eftir áramótið. Hvað er um það að segja? „Já, nú á vorönn, eða hinn 26. janúar nk. hefst meistaraskóli i húsasmiði og múrsmiði og hefur nægur fjöldi umsókna þegar borist.Námfer fram seinni part dags, frá kl. 16.00 og fram á kvöld. Þetta er 34 vikna skóli og skiptist á tvær annir. Þá er önnur nýjung á dagskrá á vorönn. Það er meiningin, ef nægileg þátttaka fæst, að fara af stað með svokallaðar iðnaðar- brautir sem eru stuttar náms- brautir i 1) úrvinnslu landbún- aðarafurða, 2) byggingastarf- semi og mannvirkjagerð og 3) úrvinnslu sjávarafurða. Þetta nám á að taka tvær annir og mun það fara fram i skóla og á vinnustað. Þetta er tilraun til að auka tengsl menntunar og at- vinnulifs á svæðinu. Hugmyndin er erlend að upp- runa, en komin til okkar gegn- um menntamálaráðuneytið sem fól okkur framkvæmdina. Tölu- vert undirbúningsstarf hefur verið unnið og fyrirtæki hafa tekið vel i að starfa að þessu með okkur. Hér er tækifæri fyrir þá sem Nemendur skrýddir „rauðum húfum” rölta um bæinn eftir busavigsluna. „Þar er hægt að veita fjöl- þættari menntunarþjónustu en annars væri unnt fyrir sama fjármagn. í ákveðnum áföngum eiga flestir framhaldsskóla- nemar samleið og ekkert þvi til fyrirstöðu að nemandi á við- skiptabraut sitji um hrið við hliðiná á nemanda i rafiðn þeg- ar svo stendur á. A þennan hátt kynnast þeir sem i framhaldsnámi eru á svæðinu og það er mjög liklegt að það örvi allt félagslif nem- enda að hver sé ekki si og æ að bauka I sinu horni”. Viðþökkum Jóni spjallið. Það er greinilegt að Fjölbrauta- skólamenn á Sauðárkróki hafa mörg járn i eldinum. Sauðárkrókur hefur þegar tekiðá sig brag skólastaðar. Við óskum þeim sem að skólanum standa alls góðs i frekara starfi. starfa vilja I atvinnulifinu og ekki stunda langt skólanám að sinni. En þeim nýtast þær bók- legu greinar sem þeir taka nú, ef þeirhygðu áfrekara nám sið- ar”. Að lokum, Jón meistari. Hverjir eru kostir fjölbrauta- skóla? Skólameistari ræðir viö nemendur Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki eftir aöbusarnir höfðu veriðdregnir i diika i Króksrétt. BUSARNIR DREGNIR I DILKA í KRÓKSRÉTT RITSAFN JÓHANNS S1GDRJÓNSS0NAR í tilefni aldarafmælis skáldsins Gjafa- og listmunaverslanir með „blómadag” á sunnudaginn: Mótmæla auknum um- svifum blómaversl- i tiiefni af aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar á síöastliönu sumri hefur MÁL OG MENNING sent frá sér ritsafn hans í þremur bindum. Ritsafn Jóhanns Sigurjónsson- ar kom fyrst út á árunum 1940- 1942 og þá i tveim bindum. Nú hefur veriö aukið við fyrra safnið nokkrum ljóðum og bréfum skáldsins sem ekki hafa áður ver- ið prentuö. Þá birtist Lyga- Mörður hér i fyrsta skipti i nýrri þýðingu Ólafs Halldórssonar, handritafræðings. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. ritar sér- stakan formála fyrir þessari nýju útgáfu og hefur umsjón með henni. Einnig fylgir útgáfunni rit- gerö Gunnars Gunnarssonar skálds um Jóhann sem nefnist „Einn sit ég yfir drykkju”. Akveöið hefur veriö að bjóöa félagsmönnum MALS OG MENNINGAR Ritsafn Jóhanns Sieuriónssonar á sérstökum Ritsafnið er samtals um 700 blað- Sveinabókbandið sá um að binda vildarkjörum fram að áramótum. siöur sett og prentað i Odda. bókina. ana á þeirra kostnað Félag gjafa- og listmuna- verslana hefur ákveöiö aö hafa verslanir félagsmanna opnar sunnudaginn 14. des. f rá kl. 13-18 til þess að vekja at- hygli á eftirfarandi: Undanfarin ár hefur starfsemi blómaverslana orðiö æ umfangsmeiri og er nú svo komið að margar þeirra byggja afkomu sina mestmegnis á sölu gjafavara.grænmetis og jafnvel húsgagna. Þær hafa opið til kl. 21 öll kvöld og allar helgar. A sinum tima var þessi lengri opnunartimi heimilaður vegna lélegs geymsluþols viðkomandi vara enda byggist heimildin á: „sölu á lifandi plöntum, garöplöntum að vori til og jólatrjám i desember”. Eins og allir sjá i hendi sér, hefur þessi heimild verið marg- brotin. Það er þvi að mati félagsins alls- endis ófært að ein tegund verslana hafi hreina einokunaraöstöðu. A sama tima og aðrar verslanir sæta lokun af hálfu lögreglu hafa þessar verslanir fullt leyfi til starfsemi þótt vörufram- boð sé i engu samræmi við heimild. Hinn 18. des. nk. mun borgarstjórn afgreiða breytingu á reglugerð um opnunartima verslana. Þess vegna höfum við valið þennan dag „blóma- dag i gjafavöruverslunum” til þess að vekja athygli á þessu misrétti. Félagið vill á engan hátt krefjast takmörkunar á þjónustu blómaversl- ana i sölu blóma og annarra lifandi plantna. Hins vegar telur félagið það réttlætiskröfu að lögum og reglugerð- um sé framfylgt. Að lokinni ráðstefnunni sem milli 6 og 700 manns sóttu.var móttaka i matsal Landspit- alans. Þar hitti blaðamaður Timans Pál Sigrðssson, formann stjórnarnefndar Rikis- spitalanna að máli og spurði hann um niðurstöður ráðstefn- unnar o.fl. „Við fjölluðum þarna um framtið spitalans frá ýmsum sjónarmiðum. Fyrirlesarar frá hinum ýmsu sviðum höfðu verið valdir til þess að flytja erindi á þessari ráðstefnu, og þessir sér- fræðingar kynntu sin sjónarmið á þvi hvernig þeir telja að fram- tiðarskipulag spitalans eigi að vera. Þessir menn eru flestir i þannig stöðum að þeir hafa vald til þess að hafa áhrif á fram- tiðarskipulag spitalans.” Páll var að þvi spurður hvort hugmyndir þær sem þarna komu fram kæmu til að að hafa i för með sér mikla útgjalda- aukningu fyrir spitalann. „Ef við eigum að halda i horf- inu með uppbyggingu spitalans, þá þurfum við á auknum fjár- veitingum að halda. Fjárveit- ingin þyrfti hlutfallslega að verða eins og hún var á árunum i kring um 1970. Aukin tæknivæðing kallar einnig á aukið fjármagn og ef við eigum að fylgjast með þvi sem er að gerast tæknilega i læknavisind- unum þá kostar það sitt að sjálf- sögðu.” Þá spurði blaðamaður Timans Pál að þvi hversu lengi undirbúningur fyrir ráðstefn- una og hátiðahöldin hefði staðið. Undirbúningur hefur staðið nokkuð á annað ár. Við hófum fyrstu undirbúningsstörfin snemma hausts 1979.” I hófinu sem haldið var á milli kl. 17 og 19 i gærdag voru spital- anum færðar gjafir i tilefni 50 ára afmælisins. Starfsmanna- ráð Rikisspitalanna færði spital anum málverk af Georg Lúðvikssyni, en hann var mikill brautryðjandi i uppbyggingu Rikisspitalanna og starfaði i 26 ár sem forstjóri Rikisspital- anna. Minningargjafasjóður Landspitalans færði spitalanum að gjöf málverk af frk. Ingi- björgu H. Bjarnason, þeirri kunnu kvenréttinda- og kær- leikskonu sem beitti sér mjög fyrir byggingu Landspitalans og hefur verið nefnd „Móðir Land- spitalans.” Þá flutti Svavar Gestsson heilbrigðisráöherra ávarp, þar sem hann flutti spitalanum árn- aðaróskir sinar og rikisstjórn- arinnar. Svavar sagði meðal annars að hann liti á hlutverk Landspitalans sem forystuhlut- verk. Þannig hefði það alltaf verið og það væri skylda heil- brigðisráðherra að sjá til þess að svo yrði um ókomna framtið. Landspítalinn minnist 50 ára afmælis síns AB — I gærdag minntist Landspítalinn 50 ára af- mælis síns með f jölbreytilegum hætti. i Háskólabíói í gærdag var haldin ráðstefna á vegum Landspítalans og var heiti ráðstefnunnar //Landspítalinn til aldamóta." Margir fyrirlesarar fluttu erindi sín á ráðstefnunni og var fjallað um skipulag spítalans frá ýmsum hliðum næstu 20 árin. Fjallað var um hlutverk spítalans næstu 20 árin/ læknisfræðina og þarfir lækningaaðferðir, hlutverk spítalns sem rannsókna-og fræðslustofn- un/ sjúklinginn og umönnun hans/ aðstöðu starfs- fólks og þörfina á breytingum/ breytingar á hús- næði/ tæknina til aldamóta o.fl. Frá ráðstefnunni „Landspitalinn til aldamóta” sem haldin var I Iláskóiabió I gær. Timamyndir — Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.