Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. desember 1980. 7 Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi: Forsendur stjórn- arinnar í húfi Kjördæmisþing Framsdknar- manna i Reykjaneskjördæmi var haldið f Hlégaröi i Mosfells- sveit þann 30. ndv. s.l. Þingið var mjög fjölmcnnt — það sátu hátt á annað hundrað fulltriia hvaðanæva úr kjördæminu. Meðal gesta á þinginu var Steingrimur Hermannsson. for- maður flokksins, sem flutti framsöguræðu. Miklar umræð- ur urðu á þinginu um landsmál yfirleitt og mál sem sérstaklega snerta Reykjaneskjördæmi. A þessu kjördæmisþingi lét Hákon Sigurgrimsson af störf- um sem formaður kjördæmis- sambandsins eftir sex ára ötult starf, en við tók Grimur S. Runólfsson, Kópavogi. Enginn árangur Rikisstjórnin setti sér i upp- liafi það markmið að treysta islenskt efnahags- og atvinnulif og kvaðst myndu berjast gegn verðbólgu með aðhaldsaðgerð- um, er varða verðlag, gengi, peningamál, fjárfestingar og rikismál. Skal á það minnt að þetta var mjög i anda stefnu Framsóknarflokksins i kosn- ingabaráttunni. Kjördæmisþingið telur, að þótt benda megi á ýmis þörf mál sem stjórnin kom i höfn á fyrsta þingi sinu i vor, standi sú meg- instaöreynd óhögguð, að bók- staflega enginn árangur hefur náðst i glimunni við verðbólg- una. Niðurtalningin sem Fram- sóknarflokkurinn vill taka fram yfir leiftursókn og atvinnuleysi, hefur látið á sér standa. Ekkert verðbótakerfi stenst Þingið vekur athygli á þvi að ekkert verðbótakerfi getur við- haldið óskertum kaupmætti við það verðbólgustig og rýrnun þjóðartekna sem nú er hérlend- is. Ef svo heldur fram, halda kjöráfram að rýrna. Nægir i þvi sambandi að visa til nýútkom- innar skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar, þar sem segir, að verði ekki aðgert i efnahagsmálum verði verðbólga á næsta ári um 70% og kaupmáttur rýrni um 5-6%, auk verulegrar gengislækkun- ar. Sömuleiðis er ljóst að verð- bólga er að sliga atvinnurekstur sem og fjárhag alls þess fólks sem stendur i byggingarfram- kvæmdum. Henni ber að vinna Kjördæmisþingið litur svo á að forsendur stjórnarsam- starfsins séu brostnar, fallist samstarfsaöilar i rikisstjórn ekki alveg á næstunni á raun- hæfar efnahagsaögerðir, sem feli i sér að hægja verulega á hjóli verðbólgunnar svo að for- sendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 1981 fái staðist. Ljóst er að ekki verður hjá þvi komist að gripa i taumana með sam- ræmdum aðgerðum, þótt óvin- sælt kunni að reynasti bili. Ein- mitt sú rikisstjórn sem nú situr á tvimælalaust meiri itök með þjóðinni en önnur hugsanleg stjórn gæti átt. Henni ber þvi að vinna verkið. Öréttlætinu verður ekki unað Hinn 6. mai 1978 samþykkti Alþingi þingsályktun um skipun nýrrar stjórnarskrárnefndar, og var tekið fram að nefndin skyldi skila innan tveggja ára álitsgerð og tillögum um endur- skoöun stjórnarskrárinnar og taka sérstaklega til meðferðar kjördæmaskipan, kosninga- ákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög. I málefnasamn- ingi þeirrar rikisstjórnar sem nú situr er sérstaklega tekið fram, að stjórnarskrárnefndin skuli ljúka störfum fyrir árslok 1980, þannig að Alþingi hafi nægan tima til þess aö ljúka af- greiðslu stjórnarskrár- og kjör- dæmamálsins fyrir lok kjör- timabilsins. Kjördæmisþingið átelur mjög þann drátt sem orðið hefur á störfum stjórnarskrárnefndar, sem m.a. kemur fram f þvi að málið er ekki lengra á veg kom- iðen svo að safna saman á einn stað hugmyndum sem fram hafa komið varðandi breytingar á kjördæmaskipaninni. Engar tillögurliggja fyrir. Þingið telur aðhér sé um svo flókið og marg- þætt mál að ræða, að nú þegar verði að móta endanlegar tillög- ur i þessu efni og skorar þvi á rikisstjórnina að flýta þeim svo sem unnt er. Þingiö telur að ibúar i Reykjaneskjördæmi geti ekki lengur unað við það mikla órétt- læti sem fram kemur i mjög misjöfnu vægi atkvæða eftir landshlutum, og vekur sérstaka athygli á þvi, að einföld breyt- íng á kosningalögum nægir eng- an veginn til að leiðrétta þaö misræmi. Alvarlegur vandi á Suðurnesj um Þrátt fyrir gott atvinnuástand á landinu i heild vill kjördæmis- þingiö benda á alvarleg vanda- mál sem blasa viði vissumhlut- um Reykjaneskjördæmis. einkanlega á Suðurnesjum. Sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur þar dregist nokkuð aftur úr i tæknilegu tilliti, einkum vegna skorts á fjárstuðningi til jafns við aðra landshluta. Breytingar i flugrekstri lands- manna hafa nú einnig skapað vandamál i atvinnulegu tiiliti. Þingið vill færa Steingrimi Hermannssyni, samgönguráð- herra þakkir fyrir ötult starf hans að Flugleiðamálinu. An þess væru þessi vandamál geig- vænleg. Þingið ályktar að leggja beri megináherslu á uppbyggingu fjölbreytilegs iðnaðar á Suðurnesjasvæðinu sem byggi á hinum mikla orkuforða sem þar leynist i’ jöröu, enda svæðið vel i sveit sett með tilliti til markaða innanlands og utan. Blönduvirkjun - landsins besti virkjunarkostur A næsta ári verður tekin ákvörðun um hvar næsta stór- virkjun landsins ris. Þrir staðir koma þar til greina, virkjun Blöndu, virkjun á Fljótsdal eða virkjun við Sultartanga. Aðrar hugsanlegar stór- virkjanir hafa ekki verið.rann- sakaðar það vel að þær komi til greina sem næsta virkjun.. Smærri virkjanir koma heldur ekki til greina þar sem orkuþörf landsins krefst stórrar virkjun- ar. Þessar staðreyndir verður að hafa i' huga þegar rætt er um næstu virkjun landsins. Blönduvirkjun best Virkjun Blöndu er bestur þessara þriggja kosta. Hér skulu raktir nokkrir helstu kost- irhennar: 1. Virkjun Blöndu er hagkvæmasti virkjunarkostur- inn þegar til allra þátta er litið. 2. Blanda er utan jarðelda- svæða. 3. Virkjunin liggur vel við dreifikerfi raforkunnar t.d. liggur Vesturlina úr Hrúta- fjarðarbotni. 4. Fyrirhuguð Blönduvirkjun er af þeirri stærð aðekki þarf að reisa stóriðjuver til að nýta orkuna. 5. Miðlunar- lón Blönduvirkjunar eykur öryggi og afkastagetu raforku- kerfisins. 6. Blönduvirkjun mun stuðla að iðnþróun' á Norður- landi og þar með jafnvægi i byggð landsins. Eini ókosturinn Eini ókostur Blönduvirkjunar er það land sem fer undir miðlunarlón hennar. Hinsvegar er hægt, með uppgræðslu og fleiri aðgerðum, að tryggja jafngóð búsetuskilyrði bænda á þessu svæði. Um þau atriði þarf að semja nú þegar. Meginhluti miðlunarlóns Blönduvirkjunar, þ.e. um 3/4 hlutar þess, verður á Auðkúlu- heiði. Undir vatn fer 8,9% af grónu landiheiöarinnar, þvi mætti ætla aö vandamálið væri að ná samningum viö eigendur Auðkúluheiðar. Staöreyndin virðist hinsvegar önnur. Oddviti Svinavatnshrepps sagði á fundi I Húnavegi nýlega að ljóst væri að Blanda yrði virkjuð/ aðeins' spurning um hvenær það yröi. Þvi yrði nú þegar aö setja á fót samninga- nefnd og semja um bætur fyrir landið. Annar hreppsnefndar- maöur úr Svinavatnshreppi hvatti til virkjunar Blöndu á sama fundi. Oddviti Torfalækjarhrepps hefur hvatt mjög til virkjupar Blöndu og hreppsnefnd Blöndu- óshrepps hefur lýst eindregnum stuðningi sinum við virkjun Blöndu. Þessi þrjú sveitarfélög Magnús Ólafsson Sveinsstöðum eiga rúmlega 3/4 hluta af þvi landi sem fer undir vatn og aðr- ir eiga ekkert i Auðkúluheiði. 1.7% af Eyvindar- staöaheiöi Hluti af væntanlegu miðlunarlóni Blönduvirkjunar verður á Eyvindarstaðaheiði. Undir vatn fer 1,7% af flatar- máli heiðarinnar. Af grónu landi heiðarinnar fer 3,1% en þar sem landið sem undir vatn fer er talið betra en aðrir hlutar heiðarinnar er talið aö undir miðlunarlónið tapist 4% af beitarþoli heiðarinnar. A þetta land er talið unnt að beita 550 ám með lömbum i tvo og hálfan mánuð ár hvert. Þess- ar upplýsingar eru byggðar á rannsóknum Ingvars Þorsteins- sonar magisters. Um þetta land virðist aðal- deilan. Uppreksturá þetta land á Bólstaðahliðarhreppur i A- Húnavatnssýslu, Lýtingsstaöa- hreppur i Skagafirði, Seilu- hreppur i' Skagafiröi og einn byggöur bær i Akrahreppi i Skagafirði. Upprekstrarrétt á Eyvindar- staðaheiöi eiga rúmlega 100 bæ- ir. I húfi er þvi beit fyrir rúm- lega 5 ær frá hverjum bæ i tvo og hálfan mánuð á ári. Þennan skaða hlýtur að vera unnt að bæta ef vilji er fýrir hendi. Villinganesvirkjun Margir Skagfirðingar hafa áhuga fyrir virkjun við Villinga- nes i Skagafirði. Þann áhuga skil ég mjög vel. Sá timi mun lika koma að virkjað verður við Villinganes þá liklega i tengsl- um við stóra virkjun i Héraðs- vötnum. Virkjun við Villinganes er hinsvegar svo lftil að hún frest- aröðrum virkjunum aðeins um eitt ár eins og málin standa í dag. Húner lika rennslisvirkjun en okkar nýsamtengda raforku- kerfi þarfnast fyrst og fremst virkjunar með miðlun. Það verður að vera unnt að geyma vatnsforöa frá sumri til vetrar. Orkan úr Villinganesvir.kjun verður einnig mun dýrari en orkan frá Blönduvirkjun. Blönduvirkjun eini kosturinn Af þessu er ljóst aö ef við vilj- um að næsta virkjun risi á Norðurlandi er aðeins um einn kost að ræöa, Blönduvirkjun. Um það mál veröa norölending- ar að sameinast, ekki aðeins norðlendingum til hagsbóta heldur öllum Islendingum. Guöriður B. Helgadóttir, Austurhlið: Athugasemd vegna frétta um Blönduvirkjun Vegna villandi frétta af kynn- ingarfundi um Blönduvirkjun er haldinn var i Húnaveri þ. 7. des. sl. bið ég heiðrað blað yðar um rúm fyrir eftirfarandi athuga- semd: 1. Máliðsnýstaðminu mati ekki um það hvort.heldur hvernigog hvenær virkja stui-r'Bíöndu. 2. Af fjölmörgum ræðumönnum sem til máls tóku á fundinum mæltu jafnmargir á móti nú- gildandi valkosti um virkjun sem meö, uppistööulóni við Refs cjarnartungu. 3. Engin atkvæðagreiðsla, i neinu formi, fór fram á fundin- um. Þvi er rökleysa að tala um minni eða meiri hluta. 4.Mótmæli beinast að 56 ferkm. miðlunarlóni sem fyrirhugað er við Refstjarnartungu. 5. Þann valkost ber að endur- skoða. Guðriður B. Helgadóttir Austurhllð, Blöndudal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.