Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. desember 1980. 3 Framkvæmdastofnun rikisins: Sver af sér togara- kaupin tíl Þórshafnar „Það verð sem upphaflega var kynnt sem kaupverð var miklu lægra en það sem um var samið” Vegna itrekaðra blaðafregna um skuttogarakaup fyrirtækis á Þórshöfn vill stjórn Fram- kvæmdastofnunar rikisins taka eftirfarandi fram: Framkvæmdastofnun rikisins á enga beina aðild að kaup- samningi um skuttogskip, sem Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga á Þórshöfn hefur gert við norska aðila. Hinn 1. ágúst s.l. samþykkti rikisstjórnin að leyfa þessum aðila kaup á skuttogara erlendis, án þess að skip yrði selt úr landi i staðinn, eins og reglur mæla fyrir um. 1 sömu samþykkt fól rikisstjórnin Framkvæmdastofnuninni að hafa forgöngu um fjárútvegun vegna kaupanna. Með bréfi dags. 6. oktober s.l. veitti fjár- málaráðherra Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga sjálfs- skuldaábyrgð rikisins fyrir 80% af kaupverði togarans. A fundi i stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar 14. október s.l. bókaði stjórnin að með visun til samþykktar rikis- stjórnarinnar frá 1. ágúst s.l. um leyfi til handa útgerðaraðil- um á Raufarhöfn og Þórshöfn að kaupa skuttogskip erlendis, liti stjórnin svo á, að Byggða- sjóði sé gert að útvega að láni 20% kaupverðsins, enda yrði sjóðnum gert það kleift með sérstakri fjárútvegun. Hins vegar gilda þær reglur i Byggðasjóði frá 1977, skv. til- mælum þáverandi rikisstjórn- ar, að Byggðasjóður láni ekki til skipakaupa erlendis frá. Þess- ari reglu hefur stjórn stofnunar- innar ekki breytt. Það skal tekið fram, að fyrr á árinu hötðu þingmenn Norður- landskjördæmis eystra snúið sér til rikisstjórnarinnar með beiðni um athugun á atvinnu- ástandi á Þórshöfn og aðgerðir til úrbóta. Rikisstjórnin visaði erindinu til umsagnar Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Eft- ir athugun og úttekt Byggða- deildar á málinu varð það niðurstaðan, að ráðið til að finna lausn i atvinnumálum Þórs- hafnar, og raunar Raufarhafn- ar einnig, væri að þessum aðil- um yrði gefinn kostur á að gera út i sameiningu annan skuttog- ara. Var mælt með þvi við rikis- stjórnina af meirihluta stjórnar stofnunarinnár, forstjóra hennar og framkvæmdastjóra byggðadeildar. Þess má geta að þaö verð, sem upphaflega var kynnt sem kaupverð var miklum mun lægra en það sem um var samið, auk þess sem mikill viðgerðar- kostnaður mun hafa bætzt við. Umsjónarmaður sjómannastofunnar að Bárugötu, Helgi Hróbjartsson lengst til vinstri ásamt tveimur félögum. Tfmamynd — Róbert. Ný sjómannastofa opnuð AB — Opnuð hefur verið sjó- mannastofaa að Bárugötu 15 Reykjavik. Að stofu þessari standa ýmsir aðilar sem sæti eiga i Velferðarráði, en ráð þetta stofnaði samgönguráðherra i mai sl. Aðilar þessir eru Þjóðkirkjan, Sjómannadagsráð, Farmanna- og FRI — Timaritið NÚNA er komið út.en það er 80 síður að stærð í dagblaðsbroti og prentað á dagblaðspappír. Efni blaðsins er mjög fjöl- breytt en Hildur Einars- dóttir ritstjóri NÚNA sagði i samtali við Tímann að reynt hefði verið að höfða til breiðs lesendahóps hvað efni varðar og að þetta væri tilraun sem annað- hvort tækist eða mistækist. Allar auglýsingar blaðs- ins eru unnar af aðstand- fiskimannasamband Islands, Sjó- mannasamband tslands, Lands- samband islenskra útvegsmanna, Vinnuveitendasamband tslands og Skipadeild StS. Sjómannastofa þessi er i hinum huggulegustu húsakynnum og til að byrja með verður hún opin endum þess.en þau eru auk Hildar. Birna Sigurðar- dóttir og Helga Austmann (auglýsingar) Bjarni D. Jónsson og Valgerður Þ. Jónsdóttir (umbrot) og hefur mjög vel tekist að fella þær að heildarsvip blaðsins. Fjöldi fólks skrifar greinar i blaðið og óhætt er að segja að þvi markmiði sem stefnt var að haf i ver- ið náð. virka daga frá kl. 14.00 til kl. 18.00. Seinna meir er ætlunin að hafa hana einnig opna á kvöldin. Stofa þessi er einkum ætluð að- komu- og erlendum sjómönnum. Þarna geta þeir komið, lesið blöð- in, fengið ráðleggingar og upp- lýsingar. Helgi Hróbjartsson hefur um- sjón með rekstri stofunnar og tjáði hann blaðamanni Timans að stofan yrði rekin með svipuðu sniði og norrænar sjómannastof- ur eru reknar i öðrum löndum. Leiðrétting: SÍS og SH i forsiðufrétt I Timanum i gær var skýrt frá nýjum samningi um sölu á frystum fiski til Ráðstjórnarrikj- anna, en af islands hálfu gerðu Sjávarafurðadeild Sambandsins og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna þennan samning. Fyrir mistök mátti lesa það af fyrirsögn fréttar- innar i Timanum að Sölu- miðstöðin hefði ein staðið að samningunum fyrir islands hönd, en slikt er að sjálf- sögðu misskiiningur og eru samningsaðiljar islands beðnir velvirðingar á þessu. Timaritið NÚNA komið út: , Jleynum að höf ða til breiðs lesendahóps” — segir Hildur Einarsdóttir ritstjóri Kökur Litlu matreiðslubækurnar eru orðnar átta Litlu matreiðslubækurnar hafa fariö sigurför síðan útgáfa þuirra hófst, enda bækurnar einkar handhægar og hafa mikið notagildi. Hver bók fjallar um afmarkað efni og matreiöandinn getur því gripið til viðeigandi bókar hverju sinni. Bækurnar eru þýddar og staðfærðar af hinum kunna matreiöslumeistara Ib Wessman Svínakjöt Bókin um svínakjöt fjallar í senn um meðhöndlun og matreiðslu svínakjöts. Upplýsingar eru um hvernig slíkt kjöt verður best geymt og hvernig steiking þess eða suða á að fara fram. Þá eru í bókinni margar uppskriftir um rétti úr svínakjöti, og um framreiöslu þeirra. Fjöldi litmynda er í bókinni og allar upplýsingar hennar settar fram á einkar glöggan hátt. Grænmetisréttir Neysla grænmetis hefur farið mjög í vöxt á íslandi á undanförnum árum, og er því ekki að efa, að bókin um grænmetisrétti verður mörgum kærkomin. í henni er að finna glöggar upplýsingar um meðhöndlun grænmetis og hvernig skuli geyma þaö, svo og uppskriftir af fjölda grænmetisrétta. Litlu matreiöslubækurnar frá Erni og Örlygi eru nú orönar átta talsins. Auk þeirra sem nú koma út, hafa áður veriö gefnar út eftirtaldar: Pottréttir, Kartöfluréttir, Ábætisréttir, Kökur, Kjúklingar og Útigrill og glóðasteikur. Allar þessar bækur eru enn til, en upplag sumra þeirra er á þrotum. Litlu matreiðslubækurnar eru kjörgripir sem þurfa aö vera til á hverju heimili TVÆR NYJAR MATREIDSLU BÆKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.