Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 8
Laugardagur 13. desember 1980. Fræðsla um efnahagsmál — forsenda sjálfstæðs mats — á valkostum um lausn efnahags- vandans. Þingsályktunartillaga um að almenningi verði gefinn kostur á hlutlausum upplýsingum og skýringum JÓLATRÉ Landgræðslusjóðs Aðal-útsölustaður og birgðastöð Söluskálinn við Reykjanesbraut - Sími 44080 - 40300 - 44081 Aðrir útsölustaðir: í Reykjavík: Slysavarnad. Ingólfur Gróubúð Grandagarði. og Siðuniúla 11. Laugavegur 03. Vesturgata 6. Blómabúðin Itunni Hrisateig 1 Valsgarður v/Suðurlandsbraut Kiwaniskl. Elliði Féiagsheimili Fáks v/Elliðaár iþróttafélagið Fylkir liraunbæ 22 Grimsbær v/Bústa ðaveg. t Kópavogi: Blómaskálinn v/Kársnesbraut Slysavarnad. Stefnir Hamraborg 8 Engihjalla 4 v/Kaupgarð í Garðabæ: Hjálparsv. skáta Goðatún 2 v/Blómab. Fjólu í Hafnarfirði: Hjálparsveit skáta Hjálparsveitarhúsið I Kefiavik: Kiwaniskl. Keilir i Mosfellssveit: Kiwaniskl. Gcysir A ári trésins styrkjum við Landgræðslusjóð Kaupið því jólatré og greinar af framantöldum aðilum Stuðlið að uppgræðslu landsins andgræð íluíiódur Sigurgeir Bóasson, sem nú situr á Alþingi i forföllum Steingrims Hermannssonar, hefur flutt til- lögu til þingsályktunar um að rikisstjórninni verði falið að beita sér fyrir „almennri fræðslu um efnahagsmál og stuðla að þvi, að almenningur eigi kost á hlutlaus- um upplýsingum og skýringum á stöðu efnahagsmála." 1 greinar- gerð segir: Hugtök úr hagfræði Mikílvægi efnahagsmála þarf ekki að rökstyðja. Það er þvi afar brýnt að umræður um þessi mál byggist á þekkingu og réttum upplýsingum um stöðu þeirra. Til að nálgast það markmið er hérlagt til i fyrsta lagi að almenn fræðsla um efnahagsmál verði tekin upp. Til að umræður um efnahagsmál nái tilgangi sinum er nauðsynlegt að meðal lands- manna sé almenn þekking á hin- um ýmsu hugtökum sem notuð eru i hagfræði, hvernig þau tengj- ast saman, hvaða áhrif breyting á einum þætti efnahagsmála hefur á aðra þætti o.s.frv. Fyrir nokkrum árum voru slikir fræðsluþættir i sjónvarpi og er hér lagt til að haldið verði áfram á þeirri braut. Hætta á pólitiskri blöndun. I öðru lagi er lagt til að almenn- ingur eigi kost á hlutlausum upp- lýsingum og skýringum á stöðu efnahagsmála og er eðlilegt að Þjóðhagsstofnun annist það verk- efni. í dag berast landsmönnum upplýsingar um efnahagsmál úr ýmsum áttum. Þjóðhagsstofnun gefur út ritið,,Úr þjóðarbúskapn- um” og atvinnuvegaskýrslur auk annarra álitsgerða um efnahags- mál. Þessar skýrslur eru sendar stjórnmálamönnum, fjölmiðlum, hagsmunasamtökum og fleiri aðilum. Þessir aðilar miðla siðan upplýsingum til almennings hver með sinum hætti án þess að þeir, sem tóku sman upplýsingarnar, hafi þar hönd i bagga. Við þessa miðlun kemur fram mismunandi skilningur hinna ýmsu aðila á efnahagsmálum, þá blandast pólitisk viðhorf mjög inn i upplýs- ingamiðlun stjórnmálamanna og flokksblaða og verður niðurstað- an oft einhvers konar pólitisk túlkun á staðreyndum efnahags- mála. Afleiðing þessa er sú, að al- menningur fær mjög misvisandi og mótsagnakenndar upplýsingar um efnahagsmál. Þetta veldur þvi meðal annars, að fólki reynist erfitt að leggja sjálfstætt mat á stöðu þessara mála og umræður um efnahagsmál bera um of keim af karpi um það, hver staða mála sé, i stáð þess að snúast um stefnur i efnahagsmálum. Sigurgeir Bóasson. Reglulegir þættir i sjón- varpi Af þessum ástæðum er nauð- synlegt að almenningur eigi þess kost að fá upplýsingar og skýr- ingar á efnahagsmálum beint frá þeim aðilum sem söfnuðu þessum upplýsingum og tóku saman skýringar. Þetta má gera með ýmsum hætti, t.d. með regluleg- um þáttum i sjónvarpi þar sem staða efnahagsmála yrði skýrð, farið yfir þróun siðustu mánaða og lýst horfum i næstu framtið. Forsendur þess, að fólk geti myndað sér sjálfstæða skoðun um stefnu stjórnmálaflokkanna i efnahagsmálum, eru þær, að það hafi réttar upplýsingar um stöðu mála. Það er þvi annað megin- markmiðið með þessari þings- ályktunartillögu að skapa al- menningi nauðsynlegar forsend- ur til að geta lagt sjálfstætt mat á þá valkosti sem stjórnmálaflokk- arnir bjóða við lausn efnahags- mála. Launadeild fjármálaráðuneytisins óskar að ráða starfsfólk til launaútreiknings sima- og afgreiðslustarfa taxtaskráningar ritarastarfs (2/3 starfs) Laun samkvæmt kjarasamningum fjár- málaráðherra, B.S.R.B. og Félags starfs- manna stjórnarráðsins. Umsóknir, sem greini menntun og fyrri störf, sendist launadeildinni sem fyrst á eyðublöðum sem þar fást. Launadeild fjármálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, simi 28111.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.