Tíminn - 13.12.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. desember 1980.
ÍÞROTTIR
IÞROTTIR
99
Vlkingur kominn I 8-liða úrslit I Evrópukeppni meistaraliða:
Apasveiflan” kom
að góðum notum
Þorbergur Aðalsteinsson skoraði mark beint úr aukakasti og
tryggði Víkingum áframhaldandi áframhald i keppninni
Einn áhangandi Tatabanya hrækti á liðsstjóra Vikings
//Staðan í leiknum var 23-
21 er Ungverjarnir misstu
boltann og aðeins 15 sek. til
leiksloka, við vorum í
hraðaupphlaupi og það var
brotið á mér og við fengum
aukakast.
Ég tók aukakastið/Stökk
upp en þeir réðust á mig
eins og hrafnar og dómar-
inn dæmdi aftur aukakast
og aðeins 1. sek til leiks-
loka.
Ungverjarnir voru alveg
brjálaðirog vildu meina að
tíminn væri útrunninn og
tímaverðirnir voru á sama
máli en austurrískur eftir-
litsdómari sem var á leikn-
um skar úr um það að
aukakastið skyldi tekið.
Ungverjarnir stilltu sér
allir upp i vegg og mér var
falið að taka aukakastið ég
tók boltann og tók eina
„apasveiflu" og við það
riðlaðist veggurinn og
skaut ég þá þrumuskoti,
Bartalos markvörður sló
boltann inn í markið og
draumurinn um að komast
áfram í keppninni var orð-
inn að veruleika", sagði
Þorbergur Aðalsteinsson.
En i gærkvöldi tókst Vikingum
aö komast áfram i Evrópukeppni
meistaraliða þrátt fyrir að þeir
hafi tapað leiknum, i gærkvöldi á
móti ungverska liðinu Tata-
banya. Leikurinn endaði 23-22
fyrir Ungverja en vegna þess að
Vikingar skoruðu fleiri mörk á
útivelli komast þeir áfram en
fyrri leikurinn endaði eins og
kunnugt er 21-20 fyrir Viking.
Ungverjarnir skoruðu tvö
fyrstu mörk leiksins, Vikingum
tókst að jafna 5-5 og siðan var
jafnt upp i 8-8 og fyrri hálfleikur
hálfnaður.
Ungverjarnir komust siðan yfir
10-8 en Arni Indriðason minnkaði
muninn i 10-9 og Ungverjarnir
skoruðu siðan 11 mark sitt beint
úr aukakasti þegar fyrri hálfleik
var lokið og staðan þvi 11-9 i hálf-
leik.
Er 5 min. voru liðnar af siðari
hálfleik var staðan 14-10 fyrir
Ungverja og sá munur hélst lengi
vel i seinni hálfleik liðin skiptust á
að skora og er 8 min voru eftir var
staðan 22-18 fyrir Ungverja.
Guðmundur skoraði 19 mark
Vikings úr horninu og Þorbergur
bætti þvi 20. við. Þá skoraði
Kontra 23. mark Ungverja og að-
eins 4 min. eftir af leiknum.
Páll Björgvinsson minnkaði
muninn niður i tvö mörk með
fallegu marki. Staðan 23-21 og 3
min. eftir, Ungverjar i sókn og
þeir héldu boltanum þar til 15 sek.
voru eftir og þá kom að kaflanum
sem að framan er lýst.
„Þetta var stórkostlegur
leikur", sagði Rósmundur
Jónsson varaformaður
Víkings eftir leikinn.
„Strákarnir unnu vel
saman og léku sem geysi-
lega sterk liðsheild, það
skar sig enginn verulega
sig allir
það var
fram þeir stóðu
frábærlega vel,
keyrt á sömu sjö mönnun-
um allan leikinn og sýnir
það eitt hvað þetta var
stórkostlegt".
Rósmundur sagði ennfremur að
höllin sem leikið var í hafi verið
troðfull en hún tekur um tvö þús-
und manns og voru Ungverjarnir
vel hvattir af áhorfendum sem
létu óspart I sér heyra. -
í seinni hálfleik þegar spennan
var i hámarki kom einn áhorf-
andinn að varamannabekk Vik-
ings og gerði sér litið fyrir og
hrækti framan i Guðjón
Guðmundsson liðsstjóra og var
hann umsvifalaust tekinn af lög-
reglunni og visað út úr húsinu og
sýnir þetta atvik hve frammi-
staða Vikinga hefur farið i
taugarnar á Ungverjúm.
Mörk Vikings gerðu: Þorberg-
ur 9, Páll 6(2) Guðmundur 3, Arni
og Steinar 2 hvor.
Þeir.Knotrá og Gubanyi voru
markhæstir i liði Tatabanya
skoruðu fimm mörk hvort.
röp-
Þungur róður
hjá Haukum
# leika seinni leikinn gegn
Nettelstedt i kvöld
„Ég er ekki mjög bjart-
sýnn á möguleika okkar að
komast áfram, samt held
ég að það sé full ástæða til
þess að reikna með því að
við stöndum okkur alveg
eftir fremstu getu" sagði
Viðar Simonarson þjálfari
Hauka er Tíminn ræddi við
hann um seinni leik Hauka
og þýska félagsins Nettel-
stedt.
Haukarnir héldu utan í
vuiaá vwí f I
V luuU £ii\I\1 1 •
LANDSLIÐIÐ
Viggó Sigurösson gefur ekki kost á sér i iandsliöiö.
„Ég tilkynnti Hilmari
Björnssyni landsliðs-
þjálfara þegar hann
talaði við mig í gær að ég
gæfi ekki kost á mér i
landsliðið fyrir B-keppn- ^
ina í Frakklandi" sagði J
Viggó Sigurðsson þegar •
Tíminn ræddi við hann «
gærkvöldi.
„Aðalástæðan fyrir þvi
er sú að æfingarnar
hérna hjá Leverkusen eru
orðnar svo miklar og
einnig leikjaniðurröðunin
á leikjum það stif að ég sé
mér ekki fært að taka
þátt í undirbúningi
islenska landsliðsins og b-
keppninni i Frakklandi.
Ég mun koma heim í
jólafri 23. desember og
verð um jólin á Akureyri
og fer síðan aftur til
Þýskalands 10. janúar"
sagði Viggó að lokum.
röp-.
gærmorgun til Minden í V-
Þýskalandi og leika í kvöld
síðari leik liðanna í
Evrópukeppni bikarmeist-
ara.
Fyrri leik liðanna sem háöur
var I Hafnarfirði fyrr i mánuðin-
um lauk með sigri Nettelstedt 21-
18, þannig að róður Hauka verður
frekar erfiður eigi þeim að takast
að komast áfram.
„Við munum reyna allt sem við
getum til þess að komast áfram, i
fyrri leiknum kom margt fram
sem gefur ástæðu til þess að vera
bjartsýnn.
Þeirra sóknarleikur byggist
greinilega á einum manni hjá
þeim, júgóslavneska landsliðs-
manninum Miljak, en hann gerði
átta mörk i fyrri leiknum.
Okkur gekk sæmilega að eiga
við aðra leikmenn i þýska liðinu,
og ég hef fullan hug á þvi að gera
hann óvirkan i þessum leik, og sjá
hvernig við stöndum okkur fimm
á móti fimm.
Höllin sem við leikum i er svo
til ný og er ekki þeirra heimavöll-
ur, þannig að þaö ætti að geta
komið að góðu, en þeir hafa samt
sem áður sina áhorfendur með
sér” sagði Viðar. röp—.
Sprell á
Selfossi
Það er ekki oft sem Selfyssing-
ar og nágrannar fylla iþróttahús
sitt af áhorfendum og þvi kjörið
tækifæri til þess að gera það á
þriðjudagskvöldið n.k.
Þá munu samtök Iþróttafrétta-
manna halda þar svokallað
Stjörnukvöld og verður þar boðið
upp á alls konar sprell ásamt
nokkrum alvarlegum atriðum,
sem skotið verður þar inn á milli.
Timinn hefur árangurslaust
reynt að hafa upp á einhverjum i
samtökum iþróttafréttamanna til
þess að fá nánari upplýsingar um
hvað þarna verður á boðstólum.
Timinn hefur það eftir áreiðan-
legum heimildum að þarna um
kvöldið muni verða háður pressu-
leikur I handknattleik, ásamt þvi
að reynt verður við heimsmetstil-
raun, en óvist er i hvaða grein það
verður.
Nánar verður sagt frá þessu
kvöldi i Timanum á þriðjudaginn.
röp—.
Þorbergur Aöalsteinsson
Loks
tap
UMFN
Loks kom aö þvi i gær-
kvöldi að UMFN tapaði leik i
Crvalsdeildinni i körfuknatt-
leik. KR-ingar voru fyrstir til
að leggja Njarðvikinga aö
velli en til að svo mætti verða
varð að framlengja leikinn
tvisvar. Staðan eftir venju-
legan leiktima var 83:83 og
var það Gunnar Þorvarðar-
son sem jafnaði leikinn úr
vitaskoti rétt fyrir leikslok. t
fyrstu framlengingunni tókst
hvoru liði um sig að skora 4
stig þannig að enn var jafnt
87:87. t lokaslagnum voru
KR-ingar siöan sterkari aðil-
inn og náðu aö sigra 99:98 i
einum mest spennandi leik
sem fram hefur farið i vetur.
Sigurinn hékk þó á bláþræði
þvi að þegar 7 sekúndur voru
til leiksloka fékk Danny
Shouse tvö vitaskot og i
fyrsta skipti i vetur brást
honum bogalistin i báðum
skotunum. KR-ingar náðu að
halda knettinum og sigurinn
var þeirra.
KR-ingar léku vel i gær-
kvöldi og sérstaklega voru
það þrir leikmenn sem
skæaru sig nokkuð úr. Það
voru þeir Keith Yow sem
skoraði mest fyrir KR 42
stig, Jón Sigurðsson sem lék
stórkostlega vel og skoraöi
29 stig og Agúst Lindal sem
skoraði 4 stig en átti stórleik
i vörninni.
Njarðvikingar hófu leikinn
gegn KR án Danny Shouse
sem meiddist á æfingu i vik-
unni og kom hann ekki inná
fyrr en fyrri hálfleikur var
hálfnaður. Skoraði hann 9
stig i fyrri hálfleik en 37 i
þeim siðari og var frábær,
skoraði46stig i það heila. Þá
var Gunnar Þorvarðarson
mjög góöur og skoraöi 20
stig. Einnig áttu þeir góðan
leik Guðsteinn Ingimarsson,
Arni Lárusson og Þorsteinn
Bjarnason en hann varö að
yfirgefa völlinn vegna
meiðsla eftir aö hann var bú-
inn að skora 10 stig og leika
vel.
Dómarar voru þeir Þráinn
Skúlason og Gisli Gislason og
gerðu sin mistök sem bitn-
uðu þó jafnt á báöum liðum.
V.TH/SK