Tíminn - 13.12.1980, Side 6
6
Laugardagur 13. desember 1980.
W <$>
mwm
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiösiustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson.
Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir,, Friörik Indriöason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson
(Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir),.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson.
Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. —
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavlk.
Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. —
Verð I lausasölu: kr. 350. Askriftargjald á mánuöi: kr. 7.000. —
Prentun: Blaöaprent h.f.
Næst samstaða um
endurskoðunarkröfuna?
Morgunblaðið segist vera bezta fréttablað lands-
ins og ekki stinga undir stól neinni frétt, sem vert sé
að birta.
Menn hafa þvi verið að biða eftir þvi, að það segði
lesendum sinum frá hinum merku ummælum Geirs
Hallgrimssonar og Benedikts Gröndal um álsamn-
inginn.
í ummælum þeirra beggja fólst það mat, að ál-
samningurinn hefði verið misheppnaður og valdið
vonbrigðum.og yrði nýr álsamningur gerður, yrði
vitaskuld að hafa hann öðruvisi.
t>etta er vissulega fréttnæmur dómur forustu-
manna þeirra tveggja flokka, sem á sinum tima
stóðu að álsamningnum.
í stað þess að skýra frá þessum athyglisverðu tið-
indum, eys Mbl. fúkyrðum yfir Timann fyrir að
hafa sagt frá þeim.
Mbl. hefur bersýnilega ekki náð eins langt á
þroskabrautinni og þeir Geir og Benedikt. Það
varði álsamninginn á sinum tima og það ver hann
enn, þótt gallar hans séu orðnir augljósir öllum.
Mbl. reynir að draga athygli frá hinni sögulegu
játningu Geirs og Benedikts með hreinu bulli um,
að Framsóknarmenn hafi á sinum tima verið bæði
mótfallnir Búrfellsvirkjun og álbræðslunni.
Framsóknarmenn sýndu fram á á þessum tima,
að hægt væri að reisa Búrfellsvirkjun, án tengsla
við álbræðslu, og væri það ekki meira átak fyrir
þjóðina, miðað við allar aðstæður, en þegar Sogs-
virkjun fyrsta var byggð i tið rikisstjórnar Her-
manns Jónassonar.
Framsóknarmenn voru heldur ekki mótfallnir ál-
bræðslunni, heldur vildu fá breytingar á álsamn-
ingnum. i fyrsta lagi vildu þeir fá ákvæðunum um
orkuverðið breytt. í öðru lagi vildu þeir fá þvi fram-
gengt, að álbræðslan væri undir Islenzkum lögum.
Að sjálfsögðu hefði hvort tveggja fengizt fram, ef
viðreisnarstjórnin hefði ekki verið sérstaklega
undanlátsöm i samningum við útlendinga. Land-
helgissamningurinn við Breta er annað ömurlegt
dæmi um þetta, þvi að i honum var ekkert uppsagn-
arákvæði.
Það er hins vegar aukaatriði og raunar óþarft að
vera að deila um þetta nú.
Aðalatriðið er, að forustumenn allra flokka eru
búnir að viðurkenna, að álsamningurinn sé gallað-
ur, einkum hvað ákvæðin um orkuverðið snertir.
Orkuverðið, sem álbræðslan greiðir, sé alltof lágt,
eins og nú sé komið orkumálum i heiminum.
Eina eðlilega framhaldið á þessu er það, að flokk-
arnir taki höndum saman um þá tillögu Guðmundar
G. Þórarinssonar, að hafin verði endurskoðun á ál-
samningnum i þeim tiigangi, að orkuverðið fáist
hækkað.
Annað er ekki trúlegt en að svissneski álhringur-
inn taki vel kröfum um slika endurskoðun. Honum
er vafalaust vel ljós sú breyting, sem hér hefur orð-
ið. Viðurkenna ber, að hann tók vel tilmælum okkar
um bættar mengunarvarnir.
Vonandi styðja ritstjórar Morgunblaðsins kröfu
um slika endurskoðun. Það væri hægt að fyrirgefa
þeim margt, ef þeir notuðu hin miklu áhrif Mbl. til
að stuðla að henn i. Þ .Þ.
Erlent yfirlit
Þórarinn Þórarinsson:
Sennilegt þykir að
Kim verði lifládnn
Chun telji sér bezt að losna þannig við hann
SIÐAN um miðjan nóvembér
hafa næstum daglega veriö
farnar stórar göngur i Tókýó og
fleiri borgum Japans, þar sem
borin hafa verið stór kröfu-
spjöld með mynd af suður-kóre-
önsku frelsishetjunni Kim Dae
Jung.
A kröfuspjöldunum er þess
krafizt að Kim verði náðaður,
en hann var dæmdur til dauða af
herrétti í Seoul 17. september
siðastl.
Japanir hafa tekið mál Kims
upp vegna þess, að hann hafði
flúið til Japans, og fengið þar
landvist. Stjórn Suður-Kóreu
gerði út sérstakan leiðangur til
Japans til að ræna Kim og tókst
honum það. Þetta gerðist 1973.
Siðan hefur lögreglan i Suð-
ur-Kóreu gætt þess, að Kim
kæmist ekki úr landi.
Japanska stjórnin hefur
margsinnis siðan krafizt þess,
að Kim væri leyft að koma til
Japans en stjórn Suður-Kóreu
neitað þvi.
Siðan Kim var dæmdur til
dauða, hefur stjórn Japans
mjög einbeittlega borið fram þá
kröfu að Kim væri náðaður.
Suzuki forsætisráðherra hefur
hótað sérstökum refsiaðgerð-
um, ef ekki yrði orðið við henni.
M.a. hefur hann gefið til kynna,
að viðskipti Japans við Norð-
ur-Kóreu verði stóraukin.
Almenningur i Japan hefur
tekið mjög eindregið undir
þessa kröfu Suzukis, eins og
áðurnefndar kröfu^ön^ur vitna lVliklar ^ön^ur hafa verið farnar i Japan til að krefjast náðunar
glögelega um. fyrir Kim. A undan göngunni er borin mynd af Kim.
muni synja náðunarbeiðni
Kims. Forsetinn getur samt
náðað hann, en Chun þykir ólik-
legur til þess. Liklegra þykir, að
hann láti lifláta Kim fyrirvara-
litið, ef hæstiréttur synjar
náðunarbeiðninni.
Þessi spá er byggð á þvi, að
undanfarið hafa fjölmiðlar i
Suður-Kóreu hert mjög áróður-
inn gegn Kim og samherjum
hans. Allt er gert til að reyna að
sanna, að Kim hafi verið land-
ráðamaður. Hann hafi verið að
undirbúa byltingu i samráði við
stjórnendur Norður-Kóreu.
Dauðadómi yfir slikum manni
beri að framfylgja. Annað sé
hættulegt fordæmi.
Forsetakosningarnar, sem
fóru fram i Suður-Kóreu 1971,
voru siðustu frjálsu kosningarn-
ar, sem hafa farið fram i Suð-
ur-Kóreu. Þá munaði minnstu,
að Kim felldi Park forseta, og i
raun mun hann hafa fengið fleiri
atkvæði.
Eftir þetta hófust miklar of-
sóknir gegn honum og þvi flúði
hann til Japans. Siðan honum
var rænt þar og hann fluttur til
Kóreu, hefur hann litiö haft sig i
frammi, enda oftast verið i
stofufangelsi.
Eftjr uppþotin, sem urðu i mai
siðastl. i Kwangju, lét Chun
handtaka Kim og var honum
kennt um að hafa hvatt til
þeirra. Kim hefur mótmælt þvi,
enda jafnan talib slikar baráttu-
aðferðir rangar. Þær gæfu vald-
höfunum aðeins tækifæri til að
beita auknu ofbeldi.
Fyrir mannréttindabaráttu
Carters væri það mikið áfall, ef
Kim yrði tekinn af lifi. Carter
hefur reynt að fá Suður-Kóreu-
stjórn til að auka mannréttindi
og gerði sér vonir um nokkurn
árangur eftir að Park var myrt-
ur siðastl. haust.
Endalokin urðu önnur. Chun
tókst að ryðja keppinautum sin-
um úr vegi og taka sér einræðis-
vald.
Þótt Carter hafi mislikað
þetta, telja ýmsar heimildir, að
bandariskir herforingjar i Suð-
ur-Kóreu áliti þetta beztu lausn-
ina. í Suður-Kóreu sé ekki jarð-
vegur fyrir lýðræði.
MARGAR aðrar rikisstjórnir
hafa borið sömu kröfu fram og
þó fyrst og fremst stjórn Banda-
rikjanna. Hún hefur þó talið
hyggilegra að gera þaö meira
að tjaldabaki en opinberlega.
Fyrir stjórn Bandarikjanna
og þó einkum Carter forseta
yrði það mikið áfall, ef lifláts- '•
dómnum yfir Kim yrði fram-
fylgt. Suður-Kórea er undir
vissri vernd Bandarikjanna,
sem hafa þar nú um 40 þús.
manna her.
Fyrir nokkrum dögum hefur
Amnesty International bætzt i
hóp þeirra aðila, sem hafa gert
kröfu um, að Kim verði náðað-
ur. Kröfu sina rökstyður
Amnesty International með þvi
að réttarhöldin yfir Kim og fé-
lögum hans hafi aðeins verið
sýndarleikur og þeir dæmdir, án
þess að sakir væru sannaðar. Þá
hafi þeir sætt illri meðferð sém
fangar.
Kim neitaði fyrir réttinum öll-
um meiri háttar kæruatriðum,
sem borin voru fram gegn hon-
um, og kvartaði jafnframt und-
an illri meðferð i fangelsinu.
Eins og áður segir, kvað her-
réttur upp dauðadóm yfir Kim
17. september siðastl. Kim átti
rétt til þess að skjóta honum til
yfirherréttar, sem hefur þegar
staðfest hann. Kim mátti þá
visa málinu til hæstaréttar og
hefur hann þegar gert það.
Hæstiréttur hefur mál hans nú
til meðferðar. úrskurðar hans
er von fljótlega.
Eitt af fyrstu verkum Chun
Doo Hwan eftir að hann tók sér
einræðisvald var að skipa nýja
hæstaréttardómara eftir að
hafa rekið þá, sem fyrir voru.
Það þykir þvi liklegt, að úr-
skurður hæstaréttar verði á þá
leið, sem Chun óskar.
ÞAÐ ER spá erlendra frétta-
manna i Seoul, að hæstiréttur
Þessi mynd er frá annarri göngu I Japan, þar sem borin er fram
krafa um náðun Kims.