Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 1
Um 25 metra langur fáni var hengdur utan á Þjóðleik- húsið í gær. Fáninn líktist þeim íslenska og framan á hann hafði verið gert skjaldarmerki sem líktist því íslenska. Á skjaldar- merkið voru letruð nöfn álfyrir- tækjanna þriggja, Alcoa, Alcan og Norðuráls. Mótmælendur sögðu að með þessu vildu þeir minna á að Íslend- ingar væru langt frá því að vera sjálfstæð þjóð af því að Ísland hefði verið yfirtekið af álfyrirtækjum. Fimm mótmælendur voru hand- teknir og fáninn gerður upptækur. Lögregla segir fánalög hafa verið brotin auk þess sem fólkið hafi ekki haft leyfi til að klifra upp á Þjóð- leikhúsið. Mótmælendur voru í um hálf- tíma uppi á þaki Þjóðleikhússins og á þeim tíma sungu þeir til að mynda „Ó fagra Ísland, þú farsæla Frón, vér drekkjum þér í nafni alþjóð- legra stórfyrirtækja og almennrar græðgi.“ Auk þess spiluðu þeir sír- enuhljóð fyrir þjóðhátíðargesti og kröfðust þess að stóriðjufram- kvæmdir yrðu stöðvaðar. Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 36% 77% 2% Endurvekur Laser Tag Steinlá í fyrsta leik Hinn íslenski Moe Nýr Laser Tag-salur verður opnaður um næstu mánaðamót. „Þetta er skotleikur sem fer fram inni í völundarhúsi og gengur út á að hæfa andstæðinginn með ljósgeisla- byssu. Honum svipar til leikja eins og litabolta og M- 16, fyrir utan að vera innan dyra. Auk þess sem maður fær ekkert í sig, nema ljósgeisla og þá í sérstakt vesti,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, sem hefur ásamt eiginmanni sínum Gylfa Sigurðssyni, endurvakið Laser Tag á Íslandi eftir fjögurra ára hlé. Að sögn Elísabetar verður tekið á móti einstakling- um jafnt sem hópum, sem hægt verður að sækja með rútum í eigu fyrirtækisins. Gildir þá einu hvo t óvissuferðir, hópefli gæsSíð upp afmælisveislum, þar sem þar til gerð herbergi verða í boði,“ segir Elísbet hress í bragði. Leikurinn fer fram í 400 fermetra rými, sem er þar með hið stærsta fyrir Laser Tag á Norðurlöndunum og eitt hið stærsta í Evrópu, þar sem Laser Tag nýtur mikilla vinsælda. „Til marks um það eru starfsræktir sérstakir Laser Tag-klúbbar um víða veröld og sérstök mót haldin, þar sem bestu leikmenn frá hverju landi etja kappi,“ segir Elísabet og útilokar ekki að efnt verði til slíkrar keppni hérlendis í náinni framtíð. Auk Laser Tag-salarins verður húsnæðið, sem er 800 fermetra stórt, útbúið billjarðst f þ geta spilað o h Stórlax mun hverfa á næstu fimmtán til tuttugu árum verði hlutfallsleg fækkun hans sú sama og áður. Þetta kemur fram í ársskýrslu Veiðimálastofnunar. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur brugðist við og sett reglur um að sleppa verði stórlaxi. Þar á bæ er þó óánægja með það hvað aðrir sem eiga hagsmuna að gæta virðast bregðast seint við. Haraldur Eiríksson hjá Stangaveiði- félagi Reykjavíkur segir veiðimenn taka ýmis- legt á sig til að reyna að vernda stórlaxinn. „Við höfum fært opnanir aftur til að minnka álag á stórlaxinn. Áður fyrr opnuðum við árnar 1. júní en nú opnum við þær tveimur vikum seinna með tilheyrandi tapi. Við höfum einnig fækkað stöngum og þær eru færri en þörf er á samkvæmt reglum Veiðimálastofnunar.“ Skylda er að sleppa stórlaxi á ákveðnum svæðum sem Stangaveiðifélagið hefur umsjón með. „Í fyrra vorum við með tilmæli til veiði- manna um að sleppa laxinum en það virkaði ekki nógu vel. Maðkur var leyfilegur og sjaldn- ast er hægt að sleppa laxi ef hann er veiddur á maðk. Nú er því bara leyfilegt að veiða á flugu þar sem tilefni var til aðgerða. Mér finnst einn- ig spurning hvort þessar reglur eigi að koma frá okkur og hvort hið opinbera eigi ekki frek- ar að setja þær. Með því verður meiri sam- ræming,“ segir Haraldur. „Laxveiði er iðnaður sem veltir sjö til níu milljörðum á ári. Yfirvöld hafa lokað augunum og líta á það sem gefið að fiskurinn skili sér ár eftir ár. Veiðimálastofnun hefur verið fjársvelt af ríkinu í mörg ár. Til dæmis koma fimmtíu prósent atvinnutekna í landbúnaði á Vestur- landi af laxveiði án þess að nokkru sé varið til rannsókna sem heitið getur.“ Haraldur óskar einnig eftir þátttöku frá Landssambandi veiðifélaga. „Ég vil fá meiri innkomu sambandsins og að það sé sterkara.“ Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að fækkun stórlaxins sé alvarlegt vandamál. „Við höfum unnið að því með Veiðimálastofnun að hvetja veiðimenn til að sleppa stórlaxinum. Það hefur vissulega haft áhrif og menn hafa sleppt laxi í vaxandi mæli. Samt eru 60 prósent af laxi drepin sem er óásættanlegt.“ Landssambandið hefur ekki vald til að setja veiðifélögunum reglur. „En þau hafa tekið tilmælum okkar vel og mörg hver bannað að stórlaxi sé haldið.“ - Stórlaxar að verða útdauðir Stórlax verður útdauður árið 2020 ef svo fer sem horfir. Ríkið sinnir þessari auðlind illa segja veiðimenn og Veiðimálastofnun er í fjársvelti. Veiðimenn þurfa sjálfir að setja reglur til að vernda laxastofninn. UMP-flokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta sigraði í seinni umferð frönsku þingkosn- inganna sem fram fór í gær með 47 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Sigurinn var þó minni en spár höfðu bent til og sýndu útgöngu- spár höfuðandstæðinginn, Sósíal- istaflokkinn, með meira fylgi en búist hafði verið við eða 41 prósent. Sarkozy mun samt sem áður hafa nægilega stóran þingmeirihluta til að hrinda í framkvæmd umbóta- áætlun sinni sem snýr að því að aflétta hömlum á vinnumarkaði og lækka tekjuskatt meðal annars. Kosningaþátttakan var aðeins um 60 prósent. Sarkozy sigrar í þingkosningumFánalög brotin á þjóðhátíðardegi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.