Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 8
Sumartilboð Vildarþjónustunnar Osló, Stokkhólmur og Gautaborg með Iceland Express aðeins 19.900,- með sköttum Tilboðið er bókanlegt frá 15. - 30. júní og er ferðatímabilið 15. - 15. júlí www.spar.is Þú getur verið viss um gæðin Mercedes-Benz ML-Class er jeppi sem slær samkeppnisaðilunum við hvað varðar gæði, glæsileika og öryggi. Í boði eru þrjár bensín- vélar og þrjár dísilvélar. Sú nýjasta, V8 420 CDI dísilvélin, er sannkallað tækniundur sem skilar 306 hestöflum. Hröðun frá 0 og upp í 100 km er aðeins 6,5 sekúndur og togið er ótrúlegt, 700 Nm. Þrátt fyrir þetta er meðaleyðsla bílsins aðeins 11,1 lítrar á hverja 100 km. ASKJA er eini viðurkenndi umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz ML-Class 280 CDI, verð: 6.370.000 kr. með Íslandspakka* Íranar hafa gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega fyrir að veita rithöfundinum Salman Rushdie riddaraorðu. Mohammad Ali Hosseini, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, telur að orðuveitingin sýni hræðslu Breta við islömsk trúarbrögð. „Að gefa einhverjum orðu sem er á meðal hötuðustu persóna í islömsku samfélagi sýnir hversu breskir yfirmenn eru andvígir islam,“ sagði Hosseini. Bætti hann því við að með því að sýna Rushdie þennan heiður hefðu Bretar fallið mjög í áliti hjá islamstrúarmönn- um. Utanríkisráðuneyti Bretlands vísar gagnrýninni á bug og segir Rushdie eiga heiðurinn fyllilega skilinn. Skáldsaga Rushdie, Söngvar satans, olli miklu fjaðrafoki hjá múslimum víða um heim þegar hún kom út árið 1988. Árið eftir lýsti Ayatollah Khom- eini, leiðtogi Írans, Rushdie réttdræp- an fyrir „guðlast“ sitt gagnvart spá- manninum Múhammeð. Var sú yfirlýsing dregin til baka tíu árum síðar af írönskum stjórnvöldum. Sneri Rushdie þá til baka úr tíu ára útlegð. Rushdie, sem er 59 ára, hefur gefið út þrettán skáldsögur sem hafa flest- ar fengið mjög góða dóma og fjölda verðlauna. -fb Rúmlega tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Suðurlands verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir margvísleg þjófnaðarbrot. Í fyrra stal maðurinn opinber- um stimpli úr afgreiðslu Útlend- ingastofnunar og veggföstum seðlaskipti með 103 þúsund krónum. Þá reyndi hann að nota stolið greiðslukort til að kaupa gullúr á rúma milljón króna, en hvarf frá eftir synjun á kortinu. Þess í stað keypti hann 70 þúsund króna úr í annarri verslun og þrjá radarvara, samtals fyrir hundrað þúsund krónur. Maðurinn er margdæmdur. Stal opinberum stofnanastimpli Hver var kjörinn borgarlista- maður Reykjavíkur? Hvaða rithöfundur hlaut bresku riddaraorðuna? Hver var fjallkonan í Reykja- vík? Forseti Palest- ínu, Mahmoud Abbas, skipaði í gær nýja palestínska ríkisstjórn sem Hamas-samtökin eiga ekki aðild að. Abbas beitti tilskipun til að ógilda lög sem kveða á um að þing þurfi að staðfesta skipun rík- isstjórnar en Hamas-samtökin hafa meirihluta á þingi. Þrír dagar eru síðan hann rak Hamas-leiðtogann Ismail Haniyeh úr embætti forsætisráðherra eftir að Hamas lögðu undir sig Gaza- ströndina. Jafnframt leysti hann upp þjóðstjórn Hamas og Fatah sem mynduð var fyrir þremur mánuðum. Haniyeh, sem hefur hafnað þessum tilskipunum forsetans, lýsti yfir að hin nýja ríkisstjórn væri ólögleg og að hann væri enn við völd. Nýja stjórnin er að mestu skip- uð óháðum og er leidd af Salam Fayyad sem nýtur mikillar virð- ingar. Fayyad lagði í ræðu sinni í gær áherslu á að nýja stjórnin væri fulltrúi Palestínumanna á Vesturbakkanum jafnt og á Gaza. Palestínumenn gera tilkall til þess að bæði svæðin tilheyri palest- ínsku ríki en innbyrðis átök hafa sett það markmið í hættu. Bandaríkin, Evrópusambandið og hófsöm arabaríki hafa lýst yfir stuðningi sínum við Abbas eftir atburði síðustu daga. Talið er lík- legt að stuðningsyfirlýsingunum muni fylgja efnahagsastoð erlendra ríkja en hún hefur legið niðri í fimmtán mánuði, allt frá því að Hamas-menn komust til valda í þingkosningunum. Ísrael og Bandaríkin hafa bæði lýst yfir að þau hyggist styðja við Abbas og um leið einangra Hamas sem þau skilgreina sem hryðju- verkasamtök. Ísrael og Egypta- land hafa lokað landamærum sínum að Gaza og Ísraelar hafa hætt flutningi á eldsneyti til Gaza nema til orkuvera. Skortur á vörum er þegar farinn að gera vart við sig með hækkun vöru- verðs. Tvær stjórnir segjast við völd í Palestínu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, skipaði nýja ríkisstjórn í gær. Hamas-leið- toginn Ismail Haniyeh segir nýju stjórnina ólöglega og að hann sé enn við völd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.