Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 12
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Kristján Jón Guðnason, 64 ára gamall starfsmaður hjá Íslandspósti, hefur mikinn áhuga á teiknimyndasög- um. Hann teiknar sjálfur og á dögunum gaf hann út teiknimyndasöguna Edens- garðurinn. „Þessi saga hafði blundað í mér í nokkur ár,“ segir Kristján Jón um Edensgarðinn. Sagan fjallar um unga konu sem hefur farið villur vegar í lífinu og lent á upptöku- heimili fyrir unglinga. Þegar hún losnar þaðan hvetur sálfræðingur hana til að snúa við blaðinu og fer með kínverskt spakmæli sem segir að vilji menn verða ham- ingjusamir út ævina skulu þeir rækta garð. Stúlkan ákveður að gera svo, finnur sér reit í einu af hrörlegri hverfum borgarinnar. Fljótlega berst henni óvæntur liðsauki þegar nágrannar hennar, flestir af erlendu bergi brotnir bjóðast til að leggja hönd á plóg. Kristján segir hugmyndina að sögunni hafa kviknað þegar hann vann hjá Steinsmiðju S. Helga- sonar í Kópavogi. „Ég vann þar í 33 ár. Dag einn sagði vinnufélagi minn þetta spakmæli: „Ef þú vilt vera hamingjusamur í einn dag skaltu kaupa vínflösku. Ef þú vilt vera hamingjusamur í eitt ár skaltu kvænast. En ef þú vilt vera hamingjusamur alla ævi, þá skaltu rækta aldingarð.“ Í fyrra- vor réðst ég svo í að teikna þessa sögu og lauk við hana á um tveim- ur mánuðum.“ Garðræktin er tákn samvinnu segir Kristján og um það fjallar sagan. „Grunnhug- myndin er að vinna saman og sætta ólíkar þjóðir. Persónurnar koma frá ólíkum löndum og öðrum þræði fjallar bókin um fjölmenningarsamfélagið sem er að verða til á Íslandi.“ Edensgarðurinn er önnur teikni- myndasagan sem Kristján gefur út. Sú fyrri hét Óhugnaleg plá- neta og kom út árið 1993. Hann var í Handíðaskólanum frá 1961 til 1964 og lærði líka í Listiðnað- arskólanum í Ósló. Þótt hann hafi lengst af unnið í steinsmiðjunni og nú í seinni tíð hjá Íslandspósti hefur Kristján ávallt gefið sér tíma fyrir list sína. „Ég á nokkrar sögur í sarpinum og er að vinna að einni núna, sem ég gef kannski út seinna.“ Kristján gefur bókina út sjálf- ur. „Það er langbest. Þetta er ekki það mikið fyrirtæki, kostar á bil- inu sjötíu til áttatíu þúsund.“ Aðeins voru gefin út sextíu eintök Edensgarðinum og má nálgast þau í verslunum Pennans og Nexus. Sjálfur kveðst Kristján lesa mikið af teiknimyndasögum. „Mér finnst þó skemmtilegra að fletta listaverkabókum en sögum af ofurhetjum. Mér finnast sög- urnar um Spiderman til dæmis ekki góðar en hafði þó gaman af kvikmyndunum.“ Garður er granna sættir Málar bæinn bleikan 19. júni Þriggja vikna hraðlestrarnám- skeið hófst í Hraðlestrarskólan- um í síðustu viku og er námskeið- ið sérstakt fyrir þær sakir að öll námskeiðsgjöld renna óskipt til ABC-barnahjálpar. Markmið söfnunarinnar er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur í Úganda. „ABC-barnahjálp hefur unnið frábært og gífurlega óeigin- gjarnt starf undanfarin ár víðs- vegar um heiminn og erum við bara þakklát fyrir að fá að taka þátt í því“, segir Jón Vigfús Bjarnason skólastjóri Hraðlestr- arskólans. Til þess að ná að reisa heima- vistina í Úganda þurfti að safna einni milljón íslenskra króna og tókst það með sölu gjafabréfa á námskeiðið. Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express SÉRFERÐIR Verð á mann í tvíbýli 61.500 kr. Innifalið: Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 20.–24. júní Express Ferðir bjóða upp á frábæra ferð til Stokkhólms, vatnaborg- arinnar fögru, við sólstöður sem er fallegasta tímabil sumarsins. Ferðalýsing Dagur 1: Komið til Stokkhólms, rúta á hótelið. Frjáls dagur, góður tími til að kynnast umhverfinu og kíkja í búðir. Dagur 2: Taka daginn snemma, bóka sig í siglingu um eyjarnar, jafnvel út í Drottningarhólm eða kíkja á VASA-safnið, Skansen- safnið/dýragarðinn, Gamla Stan og upplagt að enda daginn í Grona Lunds Tivoli. Dagur 3: Boðið upp á val milli þriggja skoðunarferða, Nóbelsferð- arinnar, Konungaslóða eða Víkingaslóða. Allar frábærar ferðir. Dagur 4: Afslöppun, verslunarleiðangrar, e.t.v. heimsókn á flóamarkaðinn við Östermalm Saluhall og út að borða, Stokkhólmur er frægur fyrir góð veitinga- hús. Dagur 5: Veglegur morgunverður, rúta og flug heim. Stokkhólmur Sólstöðuferð til Feneyja Norðurlanda Ástir samlyndra hjóna Drulluprammar á veiðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.