Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 10
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Af þeim upplýsing- um sem við sjáum frá lögreglunni eru fleiri dæmi um alvarlegt ofbeldi gagnvart hommum og trans-gender fólki en við höfum séð í langan tíma,“ segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Samtakanna ´78. Um er að ræða alvar- legt ofbeldi en Hrafn- kell bendir á að enn sé of snemmt að dæma um hvort aukningin sé marktæk þar sem ofbeldi hafi almennt aukist í sam- félaginu. Um alvarlegar árásir sé að ræða á skömmum tíma og því sé nauðsynlegt að vera á verði. Eitt alvarlegasta afbrotið átti sér stað í fyrrasumar. „Þá reyndi 16 ára piltur að myrða 25 ára karl- mann sem hann hafði kynnst á spjallrás fyrir homma. Að sögn piltsins „langaði hann að prófa að drepa mann“ og hafði hann farið gagngert inn á spjallrás til að „veiða homma“ þar sem hann taldi að þeir væru „auðveld bráð“ segir Hrafnkell og vitnar til piltsins. Í nóvember sl. var svo ráðist á mann við Öskjuhlíð. Hann var á ferð í bíl sínum þegar fjórir menn stöðvuðu hann, spurðu hvort hann væri hommi og réðust svo á hann og veittu honum alvarlega áverka í andliti og missti hann fjórar tennur. Samkvæmt heimildum Samtakanna ´78 hafa fréttir af tveimur svipuðum árásum við Öskjuhlíð borist til félagsins þó ekki sé vitað hvort þær árásir hafi verið kærðar til lögreglu. Á nýársnótt var ráðist á tvo menn sem voru á leið á dansleik Samtakanna ´78. Segir Hrafnkell að svívirðingar hafi verið kallaðar til þeirra og þeim svo misþyrmt. „Nýjasta dæmið er frá því í febrúar en þá reyndi karlmaður að myrða unga trans-gender konu,“ segir Hrafnkell. Hann furðar sig á fjölmiðlaumfjöllun um málið og þykir sem látið hafi verið sem um spaugilegt atvik hefði verið að ræða og þolandi árásarinnar hafi sumpart verið gerður ábyrgur fyrir ofbeldinu. „Slík umfjöllun viðgekkst um ofbeldi gagnvart hommum hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Það líðst ekki í dag,“ segir Hrafn- kell. „Það er varasamt að draga of stórar ályktanir en þessi atvik eru virkilegt áhyggjuefni. Við höfum orðið vitni að bakslagi í réttinda- baráttu samkynhneigðra í öðrum löndum og verðum að vinna að því að það gerist ekki hér,“ segir hann. Ofbeldi gegn hommum nú alvarlegra Alvarlegar árásir á samkynhneigða eru fleiri en verið hefur í langan tíma. Framkvæmdastjóri Sam- takanna ´78 segir málið áhyggjuefni. Vonir standa til að eftirlits- menn Alþjóðlegu kjarnorkustofnunar- innar heimsæki Norð- ur-Kóreu fljótlega. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa gengið vel að undan- förnu og hafa Norð- ur-Kóreumenn nú boðið eftirlitsmönn- unum til landsins. Að sögn Christopher Hill, fulltrúa Bandaríkjanna í kjarn- orkumálum, er þó enn mikið verk fyrir höndum, sérstaklega eftir að viðræður strönduðu í nokkra mánuði vegna deilna um frysta peninga- sjóði Norður- Kóreu. „Þetta er skref í rétta átt. Vonandi verður þessu fylgt vel eftir með enn fleiri skrefum,“ sagði Hill. Fimm ár eru liðin síðan Norður- Kórea rak eftirlitsmenn Alþjóð- legu kjarnorkustofnunarinnar, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, úr landinu. Eftirlit til N-Kóreu Imperial 31 cl hvítvínsglös 12 stk. 1.757 kr. Smart og létt á fæti heilsteypt glös á tilboðsverði Tilboðið gildir út júní 2007 eða meðan birgðir endast. R V 62 36 B Þórunn Helga Kristjánsdóttir, sölumaður hjá RV Rekstrarvörur 1982–200725ára Imperial 42 cl rauðvínsglös 12 stk. 1.925 kr. Maldive 36 cl bjórglös 6 stk. 854 kr. Imperial 19 cl hvítvínsglös 12 stk. 1.341 kr. Imperial 23 cl hvítvínsglös 12 stk. 1.579 kr. Á tilboði íjúní 2007 heilsteypt rauðvínsglös,hvítvínsglös, bjórglös,kampavínsglös ogsérríglös

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.