Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 34
Einkunnagjöf leikmanna Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistar- ar FH hafa hæstu meðaleinkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöð- una í deildinni. ÍA, Fram, KR og HK eru neðstu fjögur liðin á list- anum og þau eru einnig neðstu liðin í deildinni. Jóhannes Valgeirsson hlaut hæstu meðaleinkunnina í um- ferðum 1-6 í Landsbankadeild karla hjá Fréttablaðinu. Jóhann- es dæmdi fjóra leiki og hlaut tæp- lega 8 í meðaleinkunn. Enginn dómara er með minna 5 í meðal- einkun. Tölurnar tala Hér gefur að finna lista yfir 50 hæstu leikmenn í Lands- bankadeild karla samkvæmt ein- kunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Að loknum sex umferð- um í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deild- arinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í ein- kunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Tafl- an hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferð- ir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið mark- manna minnst að gera sökum ógn- arsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur að- eins fengið á sig þrjú mörk í leikj- unum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sig- urðsson hefur átt hvern stórleik- inn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmti- lega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Bald- ur hefur skorað tvö mörk í leikj- unum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða bolt- ann úr netmöskvunum sex sinn- um í sumar. Bjarni hefur tvisv- ar haldið marki sínu hreinu, í þrí- gang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guð- mundsson, Ásgeir Gunnar Ás- geirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á list- anum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botn- lið KR eiga öll þrjú menn á listan- um yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjög- ur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magn- ús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31. Þrír leikmenn eru með 7 í meðaleinkunn hjá Fréttablaðinu í fyrstu sex umferð- um Landsbankadeildar karla. Tveir þeirra eru markmenn. Enginn af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar er á topp tíu listanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.