Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 40
Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Glænýr Astra Turbo 2.290.000 KR. OPEL ASTRA TURBO – 17” ÁLFELGUR, 6 GÍRA, 180 HESTAR 35.387* KR. Á MÁNUÐI. ENGIN ÚTBORGUN Nýi Opel Astra Turbo er fallegasti bíllinn á götunni. Astra eru alltaf léttir og snöggir en með Turbo eykst krafturinn til muna. Stórglæsileg hönnun helst í hendur við kraftmikla vél og magnaða aksturseiginleika. Stöðugleiki á veginum er frábær og útvortis hönnun minnkar vindmótstöðu. Niðurstaðan er kraftmikill og lifandi akstur. Hlaðinn aukabúnaði www.opel.is Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alladaga - Lifið heil 17. júní þegar ég var að alast upp sló út skrúðgöngurnar bæði fyrsta maí og á sjómanna- daginn og dró að sér svo mikinn mannfjölda niður í miðbæ að þar voru saman komin fleiri andlit en maður hafði áður séð. Og skemmti- atriðin Þjóðsöngskórinn og dans- leikur á malbiki á eftir voru stór- kostir menningarviðburðir sem hafa geymst í glöpóttu minninu allt fram á þennan dag. kom það manni minna á óvart hversu kaupmennskan var þjóðinni í blóð borin. Hið ólíkleg- asta fólk leigði sér sölutjald og sauð pylsur eða hitaði kaffi og seldi útblásnar blöðrur með svim- andi álagningu. Það var greini- legt að þessi þjóð sem hafði búið við viðskiptahöft öldum saman geymdi í ólgandi blóði sér löngun- ina til að græða á tá og fingri. var líka dagur íslenska fánans. Öll börn fengu að kaupa sér fána til að hafa í hendinni. Þessa fána var hægt að vefja upp á skaftið og skylmast með prik- unum, milli þess sem maður rétti út fánann og veifaði honum til að fagna sjálfstæðinu. Sigurðsson fékk tvo blóm- sveiga með skilum hvern sautj- ánda júní, bæði á vinnustaðnum niðri á Austurvelli og svo við gröf- ina uppi í Hólavallagarði. Eilífð- arjómfrúin fjallkonan flutti svo ávarp eða kvæði og við hinir róm- antískari í hópi drengjanna óskuð- um þess að einhvern tímann kæmi fjallkonan með fjallkarlinn sinn með sér og jafnvel fjallbarn líka, eitt eða fleiri. – Hví skyldi fjall- konan ein dæmd til afskekkts ein- lífis hjá þessari framgjörnu og fjörugu þjóð. Einstæð, barnlaus, umkomulaus. hefur farið fram síðan á æskuárum mínum, nema hvað fjallkonan er enn þá ein. karlmenn vilja ekki una þessari mismunun lengur og krefjast þess að fjallkonunni verði fundinn sálufélagi eða maki við hæfi fyrir næstu þjóðhátíð. Ef fjallkonan er lesbísk ætti það ekki að koma að sök, aðalatrið- ið er að lítil þjóð á framfaravegi muni eftir rótum sínum og skilji engan út undan þegar eitthvað er til skiptanna og gleymi umframt allt ekki fjallkonunni. Fjallkarl handa Fjallkonunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.