Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 28
Strákafélagið Styrmir,
fyrsta knattspyrnufélagið
fyrir samkynhneigða á Ís-
landi, beið lægri hlut fyrir
Henson í fyrsta opinbera
leik sínum hér á landi á
miðvikudag. Lokatölur urðu
9-1 en þrátt fyrir stórt tap
skemmtu leikmenn Styrmis
sér konunglega, bæði innan
vallar og utan. Myndirnar
tala sínu máli.
Stórblaðið New York Times var
í síðasta mánuði með heilsíðu-
grein um flottustu tískuverslan-
ir Reykjavíkur.
Í greininni kom fram að Ísland
hefði löngum ekki verið á tísku-
korti heimsins, ef frá er talinn
svanakjóll Bjarkar Guðmunds-
dóttur sem vakti athygli og undr-
un tískuáhugafólks hvarvetna.
Þetta væri tekið að breytast,
meðal annars vegna tilkomu fata-
hönnunardeildar Listaháskólans.
Um þetta var fjallað í föstum
dálki blaðsins, Style Map, þar
sem skoðaðar eru flottar búðir
stórborga, eins og Reykjavíkur.
Búðirnar sem fjallað er lof-
samlega um eru Kisan, Steinunn,
Start Art, Kron Kron, Belleville,
Liborious, Nakti Apinn og Tril-
ogia. Það vekur athygli að allar
þessar verslanir eru við Lauga-
veginn.
Íslensk tíska í
New York Times
Síðast komust færri að en vildu.
Skráning og nánari upplýsingar
í síma 565 2212 eða á mottaka@hress.is
Þrír lokaðir, árangursríkir
og fjölbreyttir tímar í viku
Kennsla í höndum fagfólks
Vigtun, fitu- og ummálsmæling
Fræðsluefni
Frjáls mæting í alla opna tíma
og tækjasal
Fylgst með mataræði
Rope Yoga-kort veitir aðgang að öllum öðrum opnum tímum og tækjasal.
kl. 06:05 þri / mið / fös kl. 17:30 mán / mið / fimNámskeið hefjast 25. júní og 26. júní