Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 4
Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind IXUS 75 7,1 milljón pixla 3" skjár Linsa 5.8 - 17.4mm Myndskeið (video) Sjálfvirk myndataka 2 eða 10 sek Sumarstemning Mynda vél fyr ir ljósm yndaf yrirsæ tur Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á land- inu var stöðvað af lögreglu í fyrra- kvöld. Lögregla lagði hald á verð- launafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, for- svarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjár- hættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjár- hættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á und- anförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rök- studdur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttöku- gjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag. Lögreglan stöðvaði fyrsta pókermótið Lögreglumenn stöðvuðu pókermót á föstudagskvöld og lögðu hald á verðlauna- fé og spilavarning. Rökstuddur grunur var um refsivert athæfi segir aðstoðaryf- irlögregluþjónn. Ekkert öðruvísi en briddsmót segir skipuleggjandi mótsins. Söngvarinn Raggi Bjarna var útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2007 við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Raggi segist alls ekki hafa átt von á að hljóta þennan heiður. „Ég var alveg gáttaður á þessu. Maður tengdi þetta við öðruvísi listamenn heldur en í þessari léttu músík en það var mjög ánægjulegt að þau skyldu gera þetta,“ segir Raggi. Hann telur að verðlaunin hafi mikla þýðingu, bæði fyrir sjálfan sig og fólkið í land- inu. „Við höfum bara svo gaman af svona músík. Við syngjum þessi lög í tjaldinu, í bíln- um og á pallinum og alls staðar. Þegar okkur tekst að ná svona til fólksins þá er það alveg magnað.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti Ragga verðlaunin og tók síðan lagið með Ragga ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni og Milljóna- mæringunum. Sungu þeir slagarann Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig við góðar undirtekt- ir. „Það eru ófáir Íslendingar sem hafa náð til jafnmargra og hann er enn í dag að gera það með öllum þessum lögum,“ segir Vilhjálmur. Raggi Bjarna, sem verður 73 ára síðar á árinu, hefur verið einn vinsælasti dægurlaga- söngvari þjóðarinnar í rúma hálfa öld. Hann söng inn á sína fyrstu plötu árið 1954 en fyrir jól er væntanleg með honum ný jólaplata sem hann vinnur í samstarfi við Gunnar Þórðar- son. Við athöfnina þakkaði Raggi fjölskyldu sinni og þeim tónlistarmönnum sem hafa spilað með honum um árin. Söng hann síðan Vorkvöld í Reykjavík með aðstoð Árna Scheving og tóku gestirnir í Höfða vel undir í viðlaginu. Er alveg gáttaður á upphefðinni Lögreglan á Akur- eyri þurfti að kalla út auka mannskap vegna óspekta sem fylgdu svonefndum Bíladögum sem haldnir voru í bænum um helgina. Voru lögreglumenn kallað- ir til starfa úr sumarleyfum og fæðingarorlofi til að halda mannskapnum í skefjum. Aðfaranótt sunnudags var þó rólegri en nóttin á undan. Tíu manns gistu fangaklefa lögreglu báðar næturnar, fyrri nóttina voru flestir færðir þangað vegna líkamsárása en þá seinni var ástæðan frekar að fólk fannst ofurölvi á víðavangi. Sjö menn voru handteknir vegna líkamsárása og auk þess þurfti lögregla að hafa afskipti af mörgum slagsmálum. Þá voru fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt. Löggur kallað- ir úr leyfum vegna óláta Tveir óbreyttir borgarar fórust og að minnsta kosti tólf til viðbótar særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á sænska bílalest NATO í norður- hluta Afganistans. Árásin átti sér stað í afgönsku borginni Mazar-i-Sharif en Svíar reka bækistöðvar NATO rétt fyrir utan borgina. Maðurinn sem gerði árásina hélt lífi og var fluttur á sjúkrahús. Að sögn sænska hershöfðingjans Mats Danielsson særðist enginn hermaður NATO í árásinni. Svíar sluppu með skrekkinn „Ég hef bara verið á Hótel Sögu í níu ár og fannst tími til kominn að ég myndi finna mér annan starfsvett- vang og að hótelið fengi annan karl í brúna,“ segir Hrönn Greipsdótt- ir, sem nýlega sagði upp starfi sínu sem hótelstjóri á Hótel Sögu. Mikill styr varð í kringum hótelið í febrúar vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu klám- myndaframleiðanda. Bændasam- tökin, eigendur hótelsins, tóku í kjölfarið ákvörðun um að meina hópnum að koma. Hótelið greiddi svo ráðstefnuhópnum samtals fimm milljónir í bætur. Hrönn segir þá uppákomu þó ekkert hafa með ákvörðun hennar að gera. „Bændur eru bestu vinnu- veitendurnir en ég hlakka til að hefja störf á nýjum vettvangi,“ segir Hrönn sem tekur til starfa sem framkvæmdastjóri SPRON Factoring í ágúst. Klámráðstefnan ekki ástæðan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.