Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 38
Útvarps- og íþróttafrétta- maðurinn Valtýr Björn Valtýsson mun fá aukna samkeppni frá og með deginum í dag þegar nýr daglegur útvarpsþáttur, Fótbolti.net, mun hefja göngu sína á útvarpsstöð- inni Reykjavík FM 101,5. Nýi þátturinn verður sendur út alla virka daga frá kl. 12-13 en þáttur Valtýs, Mín skoðun, er á dagskrá X-ins 977 á milli 12 og 14. „Ég fagna allri samkeppni. Ég held að hún sé bara af hinu góða og heldur manni á tánum,“ segir Valtýr Björn en hann hefur stjórnað íþróttaþætti sínum síðustu fimm ár með mjög góðum árangri. Fór hlustun á þátt hans mest upp í 25 prósent fyrir nokkr- um árum. „Ég held að það sé alveg markaður fyrir tvo svona þætti en þetta er mjög harður bransi sem erfitt er að fóta sig á í upp- hafi. En gangi þeim vel,“ segir Valtýr Björn. Eins og nafnið gefur til kynna verður mesta áherslan lögð á fótbolta í þætt- inum Fótbolti.net en þó verður einnig fjallað um aðrar íþróttir, líkt og gert er hjá Valtý. „En við vildum frekar hafa þáttinn klukkutíma langan og teljum að hann verði bein- skeyttari þannig en á tveim- ur tímum,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, en hann hefur veg og vanda af nýja þættin- um ásamt Sigurbirni Hreið- arssyni, knattspyrnumanni hjá Val í Landsbankadeild- inni. „Við munum sjá hvernig þetta fer í sumar en ef vel gengur er þessi þáttur kominn til að vera,“ bætir Gunn- ar við. Breiðholtið býður nú upp á nýjan bar sem ber kunnuglegt nafn eða Moe‘s bar. Aðdáendur Simpsons- þáttanna ættu að kannast við nafnið en barinn í Simpsons heit- ir einmitt Moe‘s. Hinn íslenski Moe Breiðholtsins heitir Hjalti Ragnarsson og tók nýverið við rekstri barsins. „Hann hét þessu nafni þegar ég keypti hann,“ segir Hjalti sátt- ur við nafnið og finnst ekkert at- hugavert við að vera hinn íslenski Moe. „Við erum ekki ennþá komin með Duff-bjórinn en það er auð- vitað til fullt af öðrum góðum bjórtegundum. Þetta er risastór bar og við erum með poolborð, tvo risastóra skjái, einkasal fyrir partí og afmæli og fleira spenn- andi,“ segir Hjalti og bætir því við að staðurinn sé nú þegar vel sóttur af hverfisbúum. „Reynd- ar er það þannig að tveir barir í Breiðholtinu eru að loka og því fer samkeppnin minnkandi. Við ráðum þó alveg við aukna aðsókn þar sem þetta er gríðarlega stór staður eða 360 fermetrar.“ Barinn er staðsettur við hlið- ina á Krónunni í Breiðholti og nú er bara spurning hvort Moe‘s Bar verði vinsælasti staður fyrir símaat hjá hrekkjalómum hverf- isins. Hinn íslenski Moe Valtýr Björn fær samkeppni „Ég er mjög öfgakennd. Stundum hlusta ég á rapp og stundum vil ég algjöra þögn. En oftast finnst mér best að hlusta á gömul íslensk dægurlög, til dæmis Ellý Vilhjálms. „Ég hefði orðið að flytja út fyrir rest. Núna kemst ég fyrir heima hjá mér,“ segir Helga Ingólfs- dóttir þroskaþjálfari sem gaf ný- lega Byggðasafninu í Reykjanes- bæ brúðusafnið sitt. Helga átti orðið tæplega tvö hundruð brúð- ur þannig að þetta er vegleg gjöf til safnsins. Helga byrjaði að safna brúð- um fyrir um tíu árum út frá vinnu sinni sem þroskaþjálfi. „Mér finnst við aðeins þurfa að staldra við og hugsa um gildi hlutverka- leiksins. Brúður og bangsar eru oft bestu vinir barnanna en tölvur geta aldrei orðið það.“ Helga tekur þó fram að hún hafi alls ekkert á móti tölvum og hafi notað þær tölu- vert í sínu starfi. Þær geti þó aldrei komið í staðinn fyrir frjálsan leik og tilfinningatengslin á milli barns og brúðu eða barns og tölvu séu alls ekki sambærileg. Helga segir brúðurnar hafa komið víða að. Hún vann um tíma fyrir Rauða Krossinn við að þrífa brúður og fékk eina og eina brúðu í staðinn. Hún fékk þær líka í Góða hirðinum og ýmsum búðum með notaðar vörur. Upphafið að brúðusafninu var að Helgu vantaði eitthvað til að dreifa huganum. „Á meðan aðrir sökkva sér kannski í þunglyndi reyni ég að hafa eitthvað fyrir stafni. Ef mér líður illa reyni ég að gleyma mér í einhverju, með því að hafa eitt- hvað í höndunum.“ Ástæða þess að Helga ákvað að gefa Byggðasafninu brúðurn- ar er sú að hún var svo hrifin af því starfi sem Byggðasafnið hefur staðið fyrir síðustu ár. „Ég var búin að sjá margar skemmtilegar sýningar hjá þeim og langaði til að leggja mitt af mörkum.“ Það er ekki mikið til af leikföng- um á söfnum landsins en það stend- ur nú til bóta því að aukist hefur að safnarar á borð við Helgu gefi söfnum leikfangasöfn sín. „Þetta er auðvitað hluti af menningarsög- unni. Það hafa meira að segja fund- ist brúður í grafreitum Egypta til forna.“ Helga segir að þó hún sé búin að gefa brúðusafnið sitt sé hún nú ekki alveg hætt að safna. „Þetta er náttúrulega ástríða. Svona söfnun- arástríða deyr ekki svo glatt.“ Brúðusafnið er til sýnis í Bóka- safninu í Reykjanesbæ á opnunar- tímum þess. Þess má geta þess að sýning Helgu á handprjónuðum þjóðbún- ingum á brúður er nú í verslun Handprjónasambandsins á Skóla- vörðustíg. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.