Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 14
greinar@frettabladid.is Eitt af málunum sem var til umfjöllunar á hinu stutta vorþingi var hið undarlega frumvarp ríkisstjórnarinnar um breyting- ar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Útkom- an úr stjórnarmynduninni er sú neyðar- lega niðurstaða að fjöldi ráðherrastóla helst óbreyttur. Afraksturinn, hvað fækkun ráðu- neyta snertir, er sá einn að slá Hagstofuna af sem sjálfstætt ráðuneyti. Þetta skýrist að sjálfsögðu af þeirri praktísku þörf við stjórnarmyndunina að búa til sjötta ráðuneytið handa Samfylkingunni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hirti til sín bæði heilbrigðis- og landbúnaðarráðu- neytin en lét aðeins samgönguráðuneytið til baka. Var þá valin sú stórbrotna leið að saga ráðherrastól- inn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í tvennt. Á öðrum helmingnum situr Össur Skarphéðinsson en á hinum Björgvin G. Sigurðsson. Þetta er þeim mun neyðarlegra þegar haft er í huga, að iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið var fyrir eitt minnsta ráðuneyti stjórnarráðsins. En nú róa þeir sem sagt upp á hálf- an hlut, með u.þ.b. 15 menn undir sér hvor, Össur og Björgvin. Miklu alvarlegi voru þó ákvæði frum- varpsins, sem við stjórnarandstæðingar kölluðum „laumufarþegann“ í málinu, þ.e- .a.s. 3. gr. um að afnema skyldu til að aug- lýsa störf innan Stjórnarráðsins. Með því er verið að auka svigrúm ráðherra til að hrókera fólki að eigin geðþótta. Stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna, BSRB og BHM, lögðust eindregið gegn þessu ákvæði og sendu harðorðar umsagn- ir um málið til Alþingis. Ríkisstjórnin kaus að hafa þær að engu. Þannig hefjast sam- skipti ríkisstjórnar, með aðild Samfylk- ingarinnar, við stéttarfélögin. Hörð mótmæli þeirra við þessari grundvallarbreytingu eru virt að vettugi. Voru þó rökin m.a. að þetta yki svigrúm til ómálefna- legra ráðninga og gæti reynst sérstaklega skeinu- hætt konum. Frumvarpið fæli m.ö.o. í sér afturför í jafnréttisbaráttunni sem torveldað gæti möguleika kvenna til eðlilegs framgangs í starfi innan Stjórnar- ráðsins og er þó sú staða nógu slæm fyrir. Þetta upphaf samskipta ríkisstjórnarinnar og stéttarfélaga er einkar athyglisvert, séð í ljósi þess að Samfylkingin er annar af tveimur ríkisstjórnar- flokkum. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Laumufarþegi á vorþingi ÍVG er hvergi jafn næm tilfinn-ing fyrir æðaslætti samfélags- ins og í fingurgómum félaga Ög- mundar. VG hefði ekki tapað helmingi af fylginu, sem flokkur- inn hafði náð upp úr áramótum, ef forystan hefði ekki ýtt honum til hliðar í kosningabaráttunni. Hann hefði örugglega komið í veg fyrir feigðarflan hins „femíníska“ for- manns sem gat ekki hugsað sér að konan Ingibjörg Sólrún yrði for- sætisráðherra. VG væri þá að öllum líkindum í ríkisstjórn í dag en ekki áttavillt á pólitísku hjarni eilífrar stjórnarandstöðu. Ögmundur er snjallasti áróðurs- maður VG. Þess vegna er það nú hlutverk hans að reyna að líma saman brotin, og leiða athyglina frá þeirri kreppu sem forysta VG bjó flokknum með því að koma í veg fyrir græna velferðarstjórn. Í þeim tilgangi hefur þingmaðurinn birt hér í blaðinu greinaflokk þar sem ný ríkisstjórn er sökuð um að hafa ekki þegar spyrnt lagaleg- um fæti við virkjunum í Þjórsá, og áformum um álver í Helguvík. Það blæs sem sagt öðruvísi í ból Ögmundar en á þeim dögum sem hann greiddi, tiltölulega nýr þing- maður, atkvæði með stækkun í Straumsvík. Það eru þó skiljanleg veðrabrigði sem hann þarf ekki að skýra. Hins vegar ætti Ögmundur að íhuga að taka upp í greinaflokk sinn skýringar á því, hvernig af- staða VG til einstakra virkjana og stóriðjuvera hefur sveiflast til og frá síðustu árin – allt fram á síð- ustu vikur – þannig að ekki er nokkur leið að átta sig á hver af- staða flokksins er í raun. Mig rak þannig í rogastans að heyra nýjan þingmann VG, Árna Þór Sigurðs- son, lýsa yfir á sumarþinginu, að hann hefði á sínum tíma stutt orkuöflun á óröskuðum svæðum af því orkuna átti að nota á Grundar- tanga. Afstaða hans til álvera virð- ist m.a. fara eftir því hvar þau eru staðsett. Annar þingmaður VG, Kolbrún Halldórsdóttir, er hins vegar á móti öllum álverum. Þriðji þingmaðurinn, sjálfur formað- urinn, mælti í upphafi kosninga- baráttunnar fyrir algeru stoppi, breytti því svo í fimm ára stopp, og loks niður í þriggja ára stopp. Hver þessara þriggja mismunandi skoðana gæti hugsanlega verið stefna VG? Hér hefur félagi Ög- mundur framtíðarverkefni fyrir höndum. Flækjustig VG nálgast svo hið óleysanlega þegar rýnt er í af- stöðu formanns VG. Í dag er hann, eins og margir góðir Samfylking- armenn, andstæðingur virkjana í neðri Þjórsá. Þó eru ekki liðin tvö ár síðan Steingrímur lýsti þeim sem mjög eðlilegum og hagkvæm- um virkjanakostum. Orðrétt sagði formaður VG: „Neðri virkjanirn- ar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðl- unina sem fyrir er ofar í Þjórs- ársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkost- ur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“ Hámarki náði vingulsháttur- inn þegar Steingrímur J. Sigfús- son biðlaði til Sjálfstæðisflokks- ins um myndun ríkisstjórnar í hádegisviðtali við Stöð 2 nokkr- um dögum eftir kosningar – og bauð Helguvík í heimanmund. Fréttamaður spyr Steingrím hvort VG muni hvika frá kröfum sínum um stopp á stóriðju. Áður en haninn nær að gala einu sinni er formaður VG búinn að kasta stefnunni út í hafsauga og svarar, orðrétt: „...við förum alltaf í allar viðræður með það að markmiði að reyna að ná sem allra mestu fram en það þýðir ekkert að fara fyr- irfram með ultimatum, með úr- slitakosti inn í slíkar viðræður, þá geta menn alveg eins sleppt því.“ Fréttamaðurinn skynjar á augabragði hvað felst í yfirlýs- ingu formanns VG, og spyr að bragði hvort Helguvíkurálver gæti sloppið í gegn? Það stend- ur ekki á svari hjá hinum stefnu- fasta formanni VG: „Ef að þannig er að það er ekki tæknilega og lagalega hægt að stoppa hana, nú þá standa menn frammi fyrir slíku.“ Þetta getur enginn maður skilið öðru vísi en svo, að for- maður VG var reiðubúinn að mynda ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum án þess að gera kröfu um að álver í Helguvík yrði stöðvað með sérstökum lögum. Er þetta ekki efni í nýjan greinaflokk fyrir félaga Ögmund? Helguvík í heimanmundS lit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og af- hending eignarhluta til tugþúsunda tryggingataka sem tryggðu hjá félaginu á árum áður er afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu. Þær breytingar sem orðið hafa á hagkerfinu undan- farin ár hafa leyst úr læðingi mikinn sköpunarmátt og fjármuni. Ekki verður annað sagt en að þar hafi í tilviki Samvinnutrygg- inga tekist afar vel að ávaxta annarra manna fé. Rökin gegn því rekstrarformi sem þarna verður lagt niður eru að slíkur rekst- ur fari smám saman að snúast um lykilstjórnendur og klíku í kringum þá. Algengt er að laun í slíkum félögum verði hærri en í einkareknum félögum, enda þrýstingur um hagnað frá hluthöf- um ekki fyrir hendi. Slík var raunin, en með kaupréttarsamn- ingum og ótrúlegum árangri margra íslenskra hlutafélaga hafa lykilstjórnendur notið kjara sem voru utan skynsviðs fyrir ör- fáum árum. Almennt hafa viðhorf í rekstri þróast frá samvinnurekstrar- formi og öðrum félagslegum rekstrarformum yfir í einkarekst- ur. Ástæðan er einföld. Vandræðin byrja þegar miklir fjármunir verða til og eignarhald er óskýrt. Frá því að fyrsta kaupfélagið var stofnað í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Kaupfélögin lyftu í upphafi grettistaki í að færa samfélög frá fátækt til bjargálna. Tíminn er hins vegar misk- unnarlaus og flest kaupfélögin horfin nú. Sömu sögu má segja um sparisjóðina sem nú leita leiða til að finna sér raunverulega eigendur. Takist ekki að breyta rekstrarformi þeirra munu þeir verða undir í samkeppni við stærri banka og hverfa með tíð og tíma. Við slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar verður til sterkur sjálfseignarsjóður með tíu milljarða í eigið fé. Þeim sjóði verður ætlað að úthluta til samfélagsverkefna arði af fjár- festingum sínum. Þessum sjóði munu fylgja talsverð völd í við- skiptalífinu og eðlilegast að markmið hans til lengri tíma verði skynsamleg eignadreifing í samræmi við skilgreinda fjárfest- ingarstefnu. Alþingi kom á sínum tíma í veg fyrir að slíkur sjóður, sem í dag væri líklega talsvert stærri en Samvinnutryggingasjóð- urinn, yrði til með kaupum Kaupþings á SPRON. Þar stjórnuð- ust þingmenn af tvennu. Annars vegar öfund í garð þeirra sem myndu græða á viðskiptunum og hins vegar valdapólitík heima- haganna sem snerist um sparisjóðina á hverjum stað. Reykvík- ingar misstu af þessum sökum af sjóði sem gæti úthlutað millj- arði árlega til menningar og líknarmála um ókomin ár. Sorgleg skammsýni það. Það er vonandi að þeir sem nú sýna þann þroska að leysa upp úrelt eignarhald, haldi áfram á sömu braut og færi sjóðinn frá aktívum fjárfestingum. Eðlilegast er að í hinu nýja hlutafélagi myndist á endanum kjölfesta sem ráði för í krafti eigin fjárfest- ingar, en ekki í gegnum völd í sjálfseignarstofnun. Eðlilegt er að gefa mönnum tíma til að ná fram þeirri breytingu í áföngum. Völdin eiga að fylgja eigin eign Flækjustig VG nálgast svo hið óleysanlega þegar rýnt er í afstöðu formanns VG. Í dag er hann, eins og margir góðir Samfylkingarmenn, andstæð- ingur virkjana í neðri Þjórsá. Þó eru ekki liðin tvö ár síðan Steingrímur lýsti þeim sem mjög eðlilegum og hagkvæmum virkjanakostum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.