Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 18
Nýr japanskur tölvuleikur frá Nintendo á að laða að nýjan hóp notenda. Nintendo-leikja- tölvan mun brátt þjóna fleirum en bólugröfnum ungl- ingum. Reyndar gætu þeir lært eitt og annað um húð- umhirðu af nýjum tölvuleik sem nefnist „Dream Skin- care.“ Leikur- inn er ein af mörgum tilraunum forsvars- manna Nintendo Co. til að laða að nýja notendur fyrir Nintendo DS- leikjatölvuna. Konur eru meðal þeirra sem horft er til. Notendur tölvunnar geta skráð hitastig líkamans og þyngd daglega í tölvuna þannig að úr verði graf. Þetta „fegurðarfor- rit“ spyr spurninga um húðgerð og mýkt, svo og hve húðin verði fyrir miklu áreiti af sólinni og hve mikinn svefn notandinn fái. Þá koma upp á skjáinn ýmis þjóðráð varð- andi húðum- hirðu. Til dæmis: „Drekktu meira vatn“ eða „borðaðu epli og engifer“. Hvort leikurinn verði vinsæll er erfitt að spá um en sala á honum hefst í Japan í október. Nintendo fræðir um húðina Nú er komin lausn fyrir þá sem eru með lélega blöðru. Sérfræðingar í San Francisco hafa hannað vefsíðu, MizPee.com, sem geymir upplýsingar um helstu almennings- salerni í borginni. Þannig að þegar manni er mál, er nóg að fara inn á síðuna í gegnum farsímann, slá inn götuheiti og finna hvar sal- erni er í nágrenninu. MizPee sýnir hversu langt er til salernanna og hversu snyrtileg þau eru, sem bygg- ist á stjörnu- eða réttara sagt klósettrúllugjöf fyrri notenda. Fimm klósettrúll- ur merkir þá að klósettið sé tandurhreint, en ein þýðir hins vegar að maður eigi eftir fremsta megni að varast það. Þá sést hvort aðstaða er fyrir fatl- aða eða til bleiuskipta á sal- erninu og hvenær það er haft opið. Sem stendur býðst aðeins farsímanotendum í San Francisco þessi einstaka þjónusta og hefur hún vakið lukku, ekki síst hjá þeim sem eru með lélega blöðru. Þó er reiknað með að hún eigi eftir að breiðast út um gervöll Banda- ríkin og heiminn allan er fram líða stundir. Leiðarvísir að lettinu Sony hefur sett á markaðinn nýja síma. Hægt er að fá síma sem geymt getur 8.000 lög, einn með 5,0 megapixla myndavél og annan með GPS-tæki. Starfsmenn Sony-fyrir- tækisins eru varla búnir að raða síðustu símagerðun- um í hillurnar þegar nýjar gerðir eru komnar úr fram- leiðslu. Eins og alltaf lofar fyrirtækið betri símum, fleiri notkunarmöguleik- um, meira geymsluplássi og betri myndavélum. Fremstur í flokki nýju símanna er Sony Ericsson W910i Walkman. Hann getur geymt 8.000 lög og hægt er að stjórna honum með „shake controle“. Það þýðir að mögulegt er að hrista símann í vissa átt ef spóla á áfram, í aðra ef spóla á aftur á bak og svo framvegis. Ef 8.000 lög eru ekki nóg fyrir tónlistarþyrsta símanotend- ur er alltaf hægt að fá W960i sem geymt getur 9.000 lög. Fyrir ljósmyndarana hefur Sony sett K850i á markað en hann er búinn 5,0 megapixla myndavél. Annar sími sem fylgir línunni er K530i en hann er meðal annars búinn GPS-staðsetningarkerfi sem ætti að koma sér vel þegar maður er gjörsamlega búinn að tapa áttum á djamminu. Enn koma nýir símar frá SonySTIGAR Allar mögulegar gerðir Handrið og handriðaefni Sjá heimasíðu okkar www.byggingavorur.com Mex - byggingavörur Lynghálsi 3 Sími 567 1300 & 848 3215 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.