Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 31
Leikarinn Matthew McConaughey hefur verið kjörinn piparsveinn ársins af tímaritinu People. Bar hann sigurorð af kunnum köppum á borð við leikarana Zach Braff og Jake Gyllenhaal, söngvarann Just- in Timberlake og prinsana Vil- hjálm og Harry. McConaughey, sem er 37 ára, hefur oft verið myndaður ber að ofan á ströndinni. „Hvar er betri staður til þess að njóta veðursins en á ströndinni þar sem fáir eru í skyrtum,“ sagði hann. „Ég stunda litla skipulagða líkamsrækt. Ég lifi bara lífinu og reyni að svitna á hverjum degi.“ Taylor Hicks, fyrrverandi sigurvegari í Ameri- can Idol, var heitasti piparsveinn- inn á síðasta ári. Matthew sá heitasti SOCOM 3: U.S. Navy SEALs er þriðji leikurinn í SOCOM-leikja- röðinni, sem er ágætlega þekkt hér á landi. Leikirnir eru fyrstu persónu skotleikir þar sem spil- arinn er hermaður í SEAL-deild bandaríska sjóhersins, en þar eru allir þrautþjálfaðar hetjur. Eins og áður stjórnar spilarinn fjögurra manna herliði sem sinnir verkefnum víða um heim. Einspil- unarhluti leiksins spannar fjölda borða í þremur heimsálfum; Afríku, Asíu og Evrópu. Verkefnin eru allt frá því að bjarga gíslum, taka óvini til fanga, beina loftárás á ákveðin skotmörk eða hreinlega drepa allt sem fyrir verður. Einspilunarhlutinn er þó aðeins helmingurinn af fjörinu, því leik- urinn býður upp á allt að þrjátíu og tveggja manna fjölspilun á net- inu. Hvort það er kostur eða galli fer allt eftir því hvort viðkomandi er með nettengda PlayStation 2 tölvu, sem er ekki mjög algengt hér á landi. Almennt er leikurinn alveg ágætur. Grafíkinni er ekki hægt að kvarta yfir á PlayStation 2, einspil- unarhlutinn er nokkuð skemmti- legur með stórum og góðum borð- um, og vopnabúrið er fullt af raun- verulegum útgáfum af byssum og öðrum skotvopnum. Bardagarnir eru tiltölulega raunverulegir þótt gervigreind óvinanna sé stundum af skorn- um skammti. Farartæki, sem voru ekki hluti af fyrri leikjunum, breyta spiluninni einnig til hins betra. Í raun er stærsti gallinn ekki eitthvað sem vantar í leikinn held- ur eitthvað sem gæti vantað í tölvu spilarans. Ef hann er ekki með nettengda PlayStation 2 tölvu fær hann aðeins hálfan leik, og missir af betri helmingnum. Án fjölspil- unarmöguleikans er leikurinn að- eins sæmilega skemmtilegur skot- leikur. Sért þú einn af fáum og hefur nettengda PlayStation 2 tölvu er óhætt að mæla með þessum leik. Aðrir ættu að hugsa sig vel um, nema þeir hafi þeim mun meiri áhuga á fyrstu persónu skotleikj- um. Selir munu berjast SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07 Bítillinn Paul McCartney er ekki hrifinn af MP3-tæknivæðingunni sem á sér stað víðast hvar í heim- inum í dag og þá sérstaklega vegna þess að heyrnartól, sem nauðsyn- leg eru til að geta notað iPod og aðra sambærilega tónlistarspilara, séu hinn mesti skaðræðisvaldur. „Heyrnartól minna mig á vinn- una, líklega öfugt við flesta aðra,“ segir tónlistarmaðurinn, sem eytt hefur stórum hluta ævinnar í upp- tökuveri þar sem heyrnartól eru vissulega mikið notuð. „Staðreynd- in er sú að með því að nota heyrn- artól nærðu að einangra þig frá umhverfinu. Það er fínt á meðan þú ert að taka upp plötu en mér finnst það algjör synd að sjá fólk með heyrnartólin þegar það geng- ur úti á götu. Þá missa þau af um- hverfishljóðunum, fuglasöngnum og öllu hinu sem er svo dásamlegt í lífinu.“ Bítill á móti heyrnartólum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.