Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 11
 Kvennasvið Landspítalans hefur fengið að gjöf fæðingarsí- rita og hjólaborð undir hann frá Thorvaldsensfélaginu. Fæðingarsíritinn gerir konum kleift að vera töluvert á ferð í fæðingu en á sama tíma er unnt að fylgjast með hjartslætti barnsins og hríðum konunnar. Þetta eykur möguleika kvenna sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda í fæðingu. Tækið gefur einnig tækifæri til þess að konan sé í vatni meðan á hríðum stendur því nemarnir eru vatnsheldir. Kvennasvið fékk fæðingarsírita Hálfþrítugur maður hefur í Héraðsdómi Suðurlands verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Maðurinn hrinti lögreglukonu um koll þar sem hún var við skyldustörf í heimahúsi, þannig að hún tognaði og marðist. Síðan hrækti hann framan í hana. Þá sló hann lögreglumann hnefahöggi í andlitið, beit hann í höndina og reyndi ítrekað að skalla hann. Maðurinn játaði sök. Honum hefur verið refsað sex sinnum áður, einu sinni fyrir fíkniefnabrot. Hann þarf jafnframt að greiða 84 þúsund krónur í sakarkostnað. Hrækti framan í lögreglukonu Mikil þörf er á því að veita erlendum konum upplýsingar og stuðning þegar þær ganga í gegn- um skilnað og sambúðarslit. Þetta eru niðurstöður lokaverkefnis Paolu C. Kjærnested sem nýlega útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands. Verkefnið heitir „Erlendar konur á Íslandi og reynsla þeirra af skilnaði eða sambúðarslitum frá sálfélagslegu sjónarmiði“. Verkefnið byggist á viðtölum við sextíu konur frá ýmsum löndum en hún segir það hafa komið sér mest á óvart hversu margar nefndu andlegt og líkamlegt ofbeldi sem ástæðu skilnaðar. „Þrettán konur skildu vegna lík- amlegs ofbeldis og fjórtán skildu vegna andlegs ofbeldis. Fyrir alla er áfall að skilja en þegar þú ert útlendingur og þekkir ekki rétt þinn og skilur ekki íslensku er álagið enn meira.“ Paola segir að konur í þessari stöðu upplifi sig oft einangraðar eftir skilnað og sögðu fjörutíu og þrjár konur af sextíu ekki hafa fengið neinn andlegan stuðning við skilnaðinn. „Afleiðingin af slíku álagi er oft kvíði og þung- lyndi,“ segir Paola og leggur til að tengslanet fyrir konur í þessari stöðu verði stóraukið. Lögreglan í Moskvu, höfuðborg Rússlands, rannsakar árás sem gerð var á rannsóknar- blaðamanninn Andrei Kalitin í síðustu viku. Kalitin greindi lögreglu frá því að árásin kynni að tengjast rannsóknarvinnu hans vegna bókar um átök í rússneska áliðnaðinum sem kemur út í ágúst. Lögregla telur að árásar- maðurinn hafi notað gúmmíkúlur. Nefnd um vernd blaðamanna, fordæmdi árásina og skoraði á rússnesk yfirvöld að upplýsa málið. Þrettán rússneskir blaðamenn hafa verið myrtir frá árinu 2000. Árás á rússnesk- an blaðamann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.