Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 16
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Heimstónlistarhljómsveit- in Andromeda4 frá Boston verður á Þjóðlagahátíðinni sem haldin er á Siglufirði 4. til 8. júlí. Sveitin held- ur tónleika og kennir auk þess tveggja daga námskeið í klezmertónlist eða gyð- ingatónlist en jiddíska orðið klezmer er notað yfir dans- tónlist gyðinga. Áhersla verður lögð á að fólk geti spilað tónlistina eftir eyranu. Læri hvern- ig laglínur eru stíliseraðar með skreytingum, litbrigð- um í nótum, og „krekths“ sem þýðir kjökur eða grát- ur. Öll hljóðfæri koma til greina á þessu námskeiði þó aðallaglínuhljóðfærin í klezmertónlist séu klarinett og fiðla. Námskeiðinu lýkur með stuttum tónleikum á hátíð- inni. Nánari upplýsingar um Þjóðlagahátíðina á Siglu- firði og námskeiðin á henni má finna á siglo.is/festival. Klezmernám- skeið á Siglufirði Sumarsólstöður eru fimmtu- daginn næstkomandi 21. júní. Þá mega allir sem vilja og geta taka þátt í rólegri sólstöðugöngu um Öskjuhlíð í Reykjavík en gangan er orðin árlegur viðburður. Á sumarsólstöðum er lengsti dagur ársins og stysta nóttin. Um hádegis- bil verður sól hæst á lofti árið 2007. Síðan tekur dag að stytta á ný og hádegissól að lækka smám saman. Árleg sólstöðuhátíð seinni tíma hér á landi hófst með sólstöðugöngu frá Þingvöll- um til Reykjavíkur 21. júní 1985. Síðan voru gengnar ár hvert ýmsar leiðir í nágrenni höfuðstaðarins á sumar- sólstöðum og einnig hefur vetrarsólstöðum verið fagn- að með ýmsum hætti. Und- anfarin ár hefur verið látið nægja að ganga stóran hring um Öskjuhlíð. Þeir sem ætla sér í göng- una skulu mæta klukkan átta um kvöldið norðan við Perl- una en gangan tekur rúm- lega tvo tíma og endar sunn- an við Perluna. Sólstöðuganga um Öskjuhlíð Fyrr í þessum mánuði útskrifuðust 52 nemendur með MBA-viðskipta- fræðipróf, frá Háskólanum í Reykja- vík. Þetta er í sjötta sinn sem MBA- nemar eru brautskráðir frá Háskólan- um í Reykjavík og voru rúmlega 300 aðstandendur útskriftarnemanna við- staddir hátíðlega athöfn. Hátíðarræðumaður var Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Í erindi sínu lagði Hannes áherslu á að atvinnulíf hérlendis og fyrirtæki eins og FL Group, ættu mikið undir því að íslenskir háskólar efldu tengsl við erlenda háskóla og atvinnulíf. Þannig yrði best tryggt að sú þekking sem nemendur afla sér í námi yrði atvinnu- lífi til hagsbóta. Sem dæmi um slíkt samstarf nefndi hann nýlegan sam- starfssamning Háskólans í Reykja- vík við Massachusetts Institute of Technology og á sviði orkurannsókna og verkfræðimenntunar og þá áherslu í MBA-náminu við skólann að fá til lið- sinnis erlenda prófessora frá fremstu háskólum utan Íslands. Háskólinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að þar leggi fólk metnað sinn í að bjóða upp á alþjóðlegt MBA-nám sem jafnast á við það sem best gerist í heiminum. Námið er markvisst borið saman við fremstu háskóla í Evrópu og Norður-Ameríku og áhersla lögð á nútímalegar og skilvirkar kennsluað- ferðir sem skila nemendum hagnýtri þekkingu og færni. Þar fer öll kennsla fram á ensku og rúmlega 2/3 kennara koma frá erlendum skólum á borð við IESE Viðskiptaháskólann í Barcelona, London Business School, Insead og Boston University. Nemendurnir sem útskrifuðust núna með MBA-viðskiptafræðipróf, eru þar með orðnir meðlimir í félags- skap um 250 fyrrverandi MBA-nema frá Háskólanum í Reykjavík sem kall- ast RUMBA. Þessi viðbót við RUMBA gerir félagsskapinn enn öflugri, en nemar frá Háskólanum láta nú verkin tala í öllum geirum atvinnulífsins. Næsta haust hefst áttunda starfsár MBA-námsins við Háskólann í Reykja- vík með inntöku nýs hóps nemenda. Aðsókn í námið hefur aukist mjög síð- ustu ár og aldrei verið meiri, en vel á annað hundrað umsóknir bárust fyrir lok umsóknarfrests sem þýðir að tveir til þrír eru um hvert sæti. „Aðeins mæður hafa vit á framtíðinni –vegna þess að þær fæða hana af sér með börnum sínum.“ Unabomber ákærður Móðir okkar, amma og langamma, Vigdís Bjarnadóttir Jörfabakka 6 Rvk. verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13:00 Þorgeir Ingvarsson Guðrún Þorgeirsdóttir Margrét Ingvadóttir Kristinn Guðmundsson börn og barnabörn Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir, systir og frænka, Jónfríður Valdís Bjarnadóttir Mosabarði 15, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júní sl. Útför verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. júní kl. 15.00. Kristófer Bjarnason Róbert Örn Kristjánsson Elsa Esther Kristófersdóttir Bárður Þór Sveinsson Alexandra Ýr Bjarni S. Kristófersson Gunnþóra Rut Bragadóttir og aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steingrímur Helgi Atlason fyrrv. yfirlögregluþjónn, Hjallabraut 43 Hf. sem lést 6.júní sl. verður jarðsunginn frá Víðistaða- kirkju miðvikudaginn 20 júní kl 13.00. Blóm og krans- ar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Blindrafélag Íslands og Félag krabbameinssjúkra barna. Einar Steingrímsson Steinunn Halldórsdóttir Atli Steingrímsson Erla Ásdís Kristinnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján Pétursson húsasmíðameistari og formaður Félags nýrnasjúkra, Dverghömrum 18, Reykjavík, andaðist þann 30. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudag- inn 19. júní kl. 11:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra, s. 568-1865 (Salóme). Auður Thorarensen Sólrún Lísa Kristjánsdóttir Olaf Möller Garðar Kristjánsson Kristín Snore Magnús Arnar Sveinbjörnsson Jófríður Ósk Hilmarsdóttir Axel Örn Kristjánsson Kristján Örn Kristjánsson Steinunn Ýr Hjaltadóttir og barnabörn. Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.