Fréttablaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 2
Grænlensk stjórn-
völd óttast afleiðingar fríverslun-
arsamnings við Ísland og Færeyj-
ar og vilja því ekki taka þátt í
Hoyvikur-samningnum í bili.
Samningurinn auðveldar meðal
annars fyrirtækjum að fjárfesta í
aðildarlöndunum.
Rætt var um fríverslunarsamn-
inginn á fundi Vestnorræna ráðs-
ins á Húsavík á laugardag, og
hvöttu bæði íslenskir og færeysk-
ir fulltrúar Grænlendinga til að
taka þátt í samningunum.
Aleqa Hammond, utanríkisráð-
herra Grænlands, segir græn-
lensk stjórnvöld hafa miklar efa-
semdir um að Grænlendingar séu
tilbúnir til að verða aðilar að frí-
verslunarsamningnum.
„Ríkisstjórnin hefur rætt við
aðila í grænlenska atvinnulífinu,
ekki aðeins fulltrúa fyrirtækja og
frumkvöðla, heldur einnig verka-
lýðsfélögin. Hingað til höfum við
fengið skýr skilaboð um að Græn-
lendingum finnist þeir ekki tilbún-
ir til að verða aðilar að Hoyvikur-
samningnum,“ segir Hammond.
„Meginrökin fyrir þessu er sá
ótti að grænlenskt viðskiptalíf sé
ekki eins þróað og viðskiptalífið á
Íslandi og í Færeyjum,“ segir
Hammond. Því sé ákveðin hætta á
uppkaupum fjársterkra íslenskra
eða færeyskra aðila á Grænlandi.
Að auki sé Grænland ekki tilbúið
fyrir frjálst flæði vinnuafls milli
landanna.
„Þetta þýðir ekki að Grænland
sé andsnúið Hoyvikur-samningn-
um, heldur einungis að nú sé ekki
rétti tíminn til að gerast aðili að
samningnum,“ segir Hammond.
Hún segir að grænlensk stjórn-
völd muni fylgjast vel með áhrif-
um samningsins á Færeyjar og
Íslands áður en tekin verði ákvörð-
un um framhaldið.
„Hingað til hefur mér sýnst
Íslendingar nýta sér samninginn
afar vel, en samningurinn virðist
ekki eins hagstæður fyrir Færey-
inga eins og þeir gætu hafa haldið.
Þess vegna er mikilvægt að við
bíðum og sjáum hver áhrif samn-
ingsins verða.“
Óttast uppkaup ís-
lenskra kaupahéðna
Grænlensk stjórnvöld eru hikandi við að taka þátt í fríverslunarsamningi Ís-
lendinga og Færeyinga. Fyrirtæki og verkalýðsfélög á móti samningum. Óttast
fjársterk íslensk fyrirtæki og innflutning erlends vinnuafls til Grænlands.
Benóný, kemur „fjallkarlinn“
af fjöllum?
Íslendingar eru betur í
stakk búnir til að takast á við áföll
í sjávarútvegi í dag en oftast áður,
sagði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra í hátíðarræðu á Austurvelli í
gær.
„Það er skylda ríkisvaldsins að
koma þeim byggðarlögum til
hjálpar þar sem grundvöllur
atvinnustarfsemi og samfélags
brestur, hvort sem það er í sjávar-
útvegi eða öðrum greinum,“ sagði
Geir. Hann sagðist hafa búist við
að flestum hafi brugðið við að lesa
skýrslu Hafrannsóknarstofnunar
um ástand nytjastofna við landið.
„Hverjum manni er það ljóst að
þjóðin er nú betur í stakk búin til
að takast á við áföll á þessu sviði
en oftast áður. Nú er meiri við-
spyrna og við höfum betri efni á
að líta til lengri tíma og taka á
okkur byrðar sem létt gætu róður-
inn síðar. Það eru hyggindi sem í
hag koma,“ sagði Geir.
Hann sagðist ekki vilja gera
lítið úr gagnrýni á kvótakerfið,
engin mannana verk séu fullkom-
in og eflaust megi bæta kerfið. En
engar líkur séu á því að annað
kerfi hefði takmarkað veiðarnar
meira. Ríkisstjórnin standi að baki
sjávarútvegsráðherra í því að
ákvörðun um kvóta komandi fisk-
veiðiárs verði tekin að vandlega
athuguðu máli.
Áform um uppbygg-
ingu fiskistofna með kvótakerfið
sem stjórnkerfi fiskveiða virðast
hafa mistekist. Þetta sagði Sturla
Böðvarsson, forseti Alþingis og
fyrrverandi samgönguráðherra í
hátíðarræðu á Ísafirði í gær.
„Sú staða kallar
á allsherjar
uppstokkun á
fiskveiðistjórnun-
arkerfinu ef
marka má
niðurstöðu
Hafrannsóknar-
stofnunar,“ sagði
Sturla. „Staðan í
sjávarútvegsmál-
um er því mjög
alvarleg og kallar á breytingar ef
sjávarbyggðirnar eiga ekki að
hrynja.“
Hann sagði sveiflur í þorskveið-
um og framsal aflaheimilda ógna
atvinnulífinu og byggðum
landsins, og við það verði ekki
búið. Byggðakvóti sé þó ekki lausn
á vanda Vestfjarða, um það verði
ekki sátt til frambúðar.
Þarf uppstokk-
un á kvótakerfi
Skólanefnd hefur falið
skólameistara Menntaskólans á
Akureyri að kanna hvort það bæti
rekstrarstöðu skólans að gera
hann að einkaskóla með rekstrar-
samningi við menntamálaráðu-
neytið og frelsi til að afla frekari
tekna með öðrum leiðum.
Við skólaslit menntaskólans í
gær gagnrýndi Jón Már Héðins-
son skólameistari miðstýringu í
fjárveitingum til skólanna. Taldi
hann þær í andstöðu við yfirlýsta
stefnu stjórnvalda í menntamál-
um. Þær væru ómarkvissar og
rekstrarlegu öryggi skólans og
fjárhagslegu sjálfstæði væri
ógnað með sífelldum breytingum
á forsendum fjárveitinganna og
niðurskurði. Hvar sem unnið væri
að nýjungum og breytingum í
kennslu- og námsháttum væri við
ramman reip að draga.
„Það er hins vegar farið að há
okkur við þessa þróunarvinnu að
fjárveiting til kennslu miðast við
að það séu að lágmarki 25 nem-
endur í hópi og einn kennari, tafla
og krít. Í fjárveitingunni er ekki
gert ráð fyrir tölvum eða neinum
öðrum nútíma í kennsluháttum,“
sagði Jón Már og bætti við að í
menntun ætti að keppa við aðrar
þjóðir í gæðum en ekki magni. Í
lok ræðu sinnar minnti hann
nýstúdentana 135 svo á að ham-
ingjan kæmi ekki af sjálfu sér
heldur af vel unnu verki hvers
einstaklings.
Kannar kosti einkaskóla
Karlmaður á
þrítugsaldri réðst í fyrrinótt á tvo
lögreglumenn frá Blönduósi með
barsmíðum og morðhótunum.
Kallað var eftir aðstoð lögreglu
eftir að maðurinn hafði verið til
vandræða á Skagaströnd.
Lögreglan sá ekki ástæðu til að
handaka manninn en bauðst til að
aka honum á Blönduós. Á leiðinni
þangað missti maðurinn stjórn á
sér. Árásin náðist á myndband í
lögreglubílnum.
Málið er litið alvarlegum
augum og er nú til rannsóknar.
Talið er að árásarmaðurinn hafi
verið undir áhrifum eiturlyfja.
Réðst á löggur
og hótaði lífláti
Að minnsta kosti
35 létust og 52 særðust þegar rúta
með lögreglukennurum var
sprengd í loft upp í Kabúl,
höfuðborg Afganistan, í gær í
mannskæðustu árásinni frá
innrás Bandaríkjahers og
bandamanna í Afganistan árið
2001. Talibanar lýstu ábyrgð á
árásinni á hendur sér.
Forseti Afganistan, Hamidd
Karzai, fordæmdi árásina sem
hann sagði tilraun „óvina
Afganistan“ til að stöðva þróun
öryggissveita landsins. Sveitirnar
spila lykilhlutverk í áætlun
Bandaríkjanna og Atlantshafs-
bandalagsins um að stjórnvöld í
Afganistan taki yfir stjórn
öryggismála í landinu.
Mannskæðasta
árásin frá 2001
Að minnsta kosti
tveimur eldflaugum var skotið
frá Líbanon á Ísrael í gærdag í
fyrstu eldflaugaárásinni síðan í
stríði Ísraels og Hisbollah-
samtakanna í Líbanon í fyrrasum-
ar þegar tæplega 4.000 eldflaug-
um var skotið á Ísrael.
Hisbollah sendu síðar um
daginn frá sér yfirlýsingu um að
þau stæðu ekki á bak við árásina.
Háttsettur ísraelskur embætt-
ismaður sagði að Ísrael myndi
ekki svara með árás en að grannt
yrði fylgst með ástandinu.
Eldflaugum
skotið á Ísrael