Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 6
Nýjung í ræstingum – þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsettinu R V 62 33 UniFlex afþurrkunarsett og 2 örtrefjamoppur 1.398,- Henrietta Holz Jensen sölumaður í útibúi RV í Danmörku N ú á ti lb oð i! il i Sendiráð Alþýðulýð- veldisins Kína óskaði í gær eftir því við utanríkisráðuneytið að íþróttalið Taívans á Alþjóðaleik- um ungmenna í Laugardal notaði ekki þjóðfána sinn á leikunum. Samkomulag náðist um að Taívanar notuðu sérstakan ólymp- íufána sinn á Alþjóðaleikunum. „Þeir gerðu einhvers konar samkomulag um að nota ólympíu- fánann,“ segir Anna Kristinsdótt- ir, verkefnisstjóri Alþjóðaleik- anna. „Þetta er bara þessi pólitíska umræða sem kemur frá Kínverj- um. Við höndlum með íþróttaleika ungmenna, en ekki pólitíska afstöðu.“ Ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Kína, sem starfar í Peking og nær yfir stóran hluta meginlands Asíu, viðurkennir ekki stjórn Taí- vans og annarra eyja við Kína- strendur, sem kalla sig einu nafni Lýðveldið Kína. Kínversk stjórnvöld krefjast þess að Lýðveldið Kína sé opin- berlega kallað Kínverska Taípei og að Alþýðulýðveldið Kína sé hið eina og rétta Kína. „Við fylgjum „one-China-pol- icy“ eins og það er kallað,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins. „Við erum með sendiráð í Kína og eigum samskipti við Taipei, ekki á pólitískum forsend- um, heldur sem viðskiptasvæði.“ Grétar segir að utanríkisráðu- neytið hafi ekki komið beint að málinu, þar sem leikarnir eru ekki á vegum ríkisins. „Við vilj- um helst ekki vera að móðga ríki að ástæðulausu ef hægt er að komast hjá því,“ segir Grétar. Taívanska liðið látið skipta fánanum út Finnst þér úrskurður siðanefnd- ar Blaðamannafélags Íslands í Jónínumálinu sanngjarn? Vilt þú fleiri álver á Íslandi? Bæjarstjóri Þorláks- hafnar segir að íbúar sveitarfé- lagsins hafi nú þegar kosið um álverið sem til umræðu var á fundi hans og Alcan í gær. Það hafi þeir gert í sveitarstjórnar- kosningum. „Það er svo erfitt að meta hvað eru mikilvæg mál og hvað eru ekki mikilvæg mál,“ segir hann. Því verði ekki kosið um álver sér- staklega, frekar en um önnur umdeild mál. Forsvarsmenn Alcan vilji held- ur ekki að neitt óvænt komi upp á. „Ef þeir ganga til samninga við okkur þá vilja þeir sjá alveg fyrir endann á þeim samningum, það verði ekkert opið gat í miðjunni,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri. Ólafur segir fundinn hafa geng- ið „skínandi vel“ og Þorlákshöfn komi greinilega til álita sem framtíðarstaður álvers. Alcan og sveitarstjórnarmenn hafi skipst á skoðunum og helst bar á góma hafnarmál og land- rými. Of snemmt sé að setja fram skilyrði um lagnir línumann- virkja í jörðu, líkt og íbúar í Vogum hafa gert. Ólafur útilokar þó ekki að það mál verði skoðað þegar nær dregur. Viljayfirlýsing um orkusölu Landsvirkjunar við Alcan rennur út í lok mánaðarins og Ólafur á von á því að hratt verði unnið í málinu. Michel Jaques, einn yfirmanna Alcan, segir fyrirtækið leita leiða til að vera enn um sinn með starf- semi í Straumsvík. Allar líkur séu þó á því að starfsemin verði á tveimur stöðum á landinu. Honum líst vel á Þor- lákshöfn. Á fundi Alcan og Landsvirkj- unar á dögun- um fóru for- svarsmenn Alcan fram á að forgangur Alcan að orku yrði framlengd- ur, en hann rennur út hinn 30. júní. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það forsendu fyrir þeim samningi að Alcan geti stækkað álver sitt í Straumsvík eða reist nýtt álver annars staðar á land- inu. Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, óskaði í gær eftir greinargerð um samskipti bæjarstjóra, kjör- inna fulltrúa og starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar við fulltrúa Alcan. Þetta segist hún hafa gert í ljósi ummæla Lúðvíks síðustu daga, til dæmis um landfyllingu í Straumsvík, en þau snúist um „hvernig megi komast hjá niður- stöðu lýðræðislegra kosninga“. Ölfusingar fá ekki að kjósa um álver Íbúum í Ölfusi verður ekki gefinn kostur á að kjósa um álversuppbyggingu þar, líkt og gert var í Hveragerði. Alcan vill ekki láta koma sér á óvart með slíkri kosningu. Líklegast er að Alcan verði með tvö álver á landinu, segir fyrirtækið. Dönsku krónprinshjónin Friðrik prins og María prinsessa koma að líkindum í heimsókn til Íslands næsta sumar í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Ólafur Ragnar ræddi hugsan- lega heimsókn hjónanna, ásamt öðrum málefnum, á fundi með sendiherra Danmerkur fyrr í vikunni. Að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara er málið á upphafs- reit; ekkert hafi verið afráðið um tímasetningar eða annað skipulag heimsóknarinnar. Jóakim, yngri bróðir Friðriks, og þáverandi eiginkona hans, Alexandra, komu í nokkurra daga heimsókn til Íslands í septemberlok árið 2001. Friðrik og Maríu boðið í heim- sókn til Íslands Rannsókn á láti ungrar konu sem lést á Landspít- alanum á mánudagskvöld er í biðstöðu. Dánarorsök þarf að liggja fyrir áður en ákveðið er hvort eitthvað þurfi rannsaka. Konan fannst í rúmi sínu á smitsjúkdómadeild á laugardags- kvöld. Grunur leikur á að hún hafi komist yfir morfínefni á spítalanum og sprautað sig með því. „Það liggur ekki fyrir að neinn hafi látið hana fá efni,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ef dánarorsökin er eðlileg þá er í raun ekkert til að rannsaka.“ Bíða niðurstöðu úr krufningu Bráðabirgðahraðahindranir sem settar hafa verið upp víða um Reykjavík eru margar hverjar skemmdar. Hraðahindranirnar eru úr plasti og boltaðar við götuna í nokkrum eining- um. Víða má sjá slíkar hraðahindranir sem í vantar, til dæmis í Bergstaðastræti, við Óðinsgötu og Skúlagötu. Þorgrímur Hallgrímsson, hverfastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir hraðahindranir sem þessar eiga það til að losna. „Það veltur á hvað er slétt undir þeim,“ segir hann. „Ef undirlagið er óslétt geta þær losnað upp á álagspunktum.“ Hann segist ekki hafa orðið var við eða fengið ábendingar um að unnin hafi verið skemmdarverk á hraðahindr- ununum. „Það er býsna mikil vinna að losa um þær með handafli. Ég efast um að menn séu svo óprúttnir að ráðast í það bara til að geta ekið um óhindraðir.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort varanlegar hraðahindranir komi í stað allra bráðabirgðahraða- hindrananna sem hefur verið komið fyrir á undanförnum mánuðum. Losna á ósléttu yfirborði gatna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.