Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 6
Nýjung í ræstingum
– þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsettinu
R
V
62
33
UniFlex afþurrkunarsett
og 2 örtrefjamoppur
1.398,-
Henrietta Holz Jensen
sölumaður í útibúi RV í Danmörku
N
ú
á
ti
lb
oð
i!
il
i
Sendiráð Alþýðulýð-
veldisins Kína óskaði í gær eftir
því við utanríkisráðuneytið að
íþróttalið Taívans á Alþjóðaleik-
um ungmenna í Laugardal notaði
ekki þjóðfána sinn á leikunum.
Samkomulag náðist um að
Taívanar notuðu sérstakan ólymp-
íufána sinn á Alþjóðaleikunum.
„Þeir gerðu einhvers konar
samkomulag um að nota ólympíu-
fánann,“ segir Anna Kristinsdótt-
ir, verkefnisstjóri Alþjóðaleik-
anna. „Þetta er bara þessi pólitíska
umræða sem kemur frá Kínverj-
um. Við höndlum með íþróttaleika
ungmenna, en ekki pólitíska
afstöðu.“
Ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins
Kína, sem starfar í Peking og
nær yfir stóran hluta meginlands
Asíu, viðurkennir ekki stjórn Taí-
vans og annarra eyja við Kína-
strendur, sem kalla sig einu nafni
Lýðveldið Kína.
Kínversk stjórnvöld krefjast
þess að Lýðveldið Kína sé opin-
berlega kallað Kínverska Taípei
og að Alþýðulýðveldið Kína sé
hið eina og rétta Kína.
„Við fylgjum „one-China-pol-
icy“ eins og það er kallað,“ segir
Grétar Már Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytis-
ins. „Við erum með sendiráð í
Kína og eigum samskipti við
Taipei, ekki á pólitískum forsend-
um, heldur sem viðskiptasvæði.“
Grétar segir að utanríkisráðu-
neytið hafi ekki komið beint að
málinu, þar sem leikarnir eru
ekki á vegum ríkisins. „Við vilj-
um helst ekki vera að móðga ríki
að ástæðulausu ef hægt er að
komast hjá því,“ segir Grétar.
Taívanska liðið látið skipta fánanum út
Finnst þér úrskurður siðanefnd-
ar Blaðamannafélags Íslands í
Jónínumálinu sanngjarn?
Vilt þú fleiri álver á Íslandi?
Bæjarstjóri Þorláks-
hafnar segir að íbúar sveitarfé-
lagsins hafi nú þegar kosið um
álverið sem til umræðu var á
fundi hans og Alcan í gær. Það
hafi þeir gert í sveitarstjórnar-
kosningum.
„Það er svo erfitt að meta hvað
eru mikilvæg mál og hvað eru
ekki mikilvæg mál,“ segir hann.
Því verði ekki kosið um álver sér-
staklega, frekar en um önnur
umdeild mál.
Forsvarsmenn Alcan vilji held-
ur ekki að neitt óvænt komi upp
á. „Ef þeir ganga til samninga við
okkur þá vilja þeir sjá alveg fyrir
endann á þeim samningum, það
verði ekkert opið gat í miðjunni,“
segir Ólafur Áki Ragnarsson
bæjarstjóri.
Ólafur segir fundinn hafa geng-
ið „skínandi vel“ og Þorlákshöfn
komi greinilega til álita sem
framtíðarstaður álvers.
Alcan og sveitarstjórnarmenn
hafi skipst á skoðunum og helst
bar á góma hafnarmál og land-
rými. Of snemmt sé að setja fram
skilyrði um lagnir línumann-
virkja í jörðu, líkt og íbúar í
Vogum hafa gert. Ólafur útilokar
þó ekki að það mál verði skoðað
þegar nær dregur.
Viljayfirlýsing um orkusölu
Landsvirkjunar við Alcan rennur
út í lok mánaðarins og Ólafur á
von á því að hratt verði unnið í
málinu.
Michel Jaques, einn yfirmanna
Alcan, segir fyrirtækið leita leiða
til að vera enn um sinn með starf-
semi í Straumsvík. Allar líkur
séu þó á því að starfsemin verði á
tveimur stöðum á landinu. Honum
líst vel á Þor-
lákshöfn.
Á fundi Alcan
og Landsvirkj-
unar á dögun-
um fóru for-
svarsmenn
Alcan fram á að
forgangur
Alcan að orku
yrði framlengd-
ur, en hann
rennur út hinn 30. júní.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar,
segir það forsendu fyrir þeim
samningi að Alcan geti stækkað
álver sitt í Straumsvík eða reist
nýtt álver annars staðar á land-
inu.
Guðrún Ágústa Guðmundsdótt-
ir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna,
óskaði í gær eftir greinargerð
um samskipti bæjarstjóra, kjör-
inna fulltrúa og starfsmanna
Hafnarfjarðarbæjar við fulltrúa
Alcan.
Þetta segist hún hafa gert í
ljósi ummæla Lúðvíks síðustu
daga, til dæmis um landfyllingu í
Straumsvík, en þau snúist um
„hvernig megi komast hjá niður-
stöðu lýðræðislegra kosninga“.
Ölfusingar fá ekki
að kjósa um álver
Íbúum í Ölfusi verður ekki gefinn kostur á að kjósa um álversuppbyggingu þar,
líkt og gert var í Hveragerði. Alcan vill ekki láta koma sér á óvart með slíkri
kosningu. Líklegast er að Alcan verði með tvö álver á landinu, segir fyrirtækið.
Dönsku krónprinshjónin
Friðrik prins og María prinsessa
koma að líkindum í heimsókn til
Íslands næsta sumar í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar forseta.
Ólafur Ragnar ræddi hugsan-
lega heimsókn hjónanna, ásamt
öðrum málefnum, á fundi með
sendiherra Danmerkur fyrr í
vikunni.
Að sögn Örnólfs Thorssonar
forsetaritara er málið á upphafs-
reit; ekkert hafi verið afráðið um
tímasetningar eða annað
skipulag heimsóknarinnar.
Jóakim, yngri bróðir Friðriks,
og þáverandi eiginkona hans,
Alexandra, komu í nokkurra
daga heimsókn til Íslands í
septemberlok árið 2001.
Friðrik og Maríu
boðið í heim-
sókn til Íslands
Rannsókn á láti
ungrar konu sem lést á Landspít-
alanum á mánudagskvöld er í
biðstöðu. Dánarorsök þarf að
liggja fyrir áður en ákveðið er
hvort eitthvað þurfi rannsaka.
Konan fannst í rúmi sínu á
smitsjúkdómadeild á laugardags-
kvöld. Grunur leikur á að hún
hafi komist yfir morfínefni á
spítalanum og sprautað sig með
því. „Það liggur ekki fyrir að
neinn hafi látið hana fá efni,“
segir Friðrik Smári Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. „Ef
dánarorsökin er eðlileg þá er í
raun ekkert til að rannsaka.“
Bíða niðurstöðu
úr krufningu
Bráðabirgðahraðahindranir sem
settar hafa verið upp víða um Reykjavík eru
margar hverjar skemmdar. Hraðahindranirnar eru
úr plasti og boltaðar við götuna í nokkrum eining-
um. Víða má sjá slíkar hraðahindranir sem í
vantar, til dæmis í Bergstaðastræti, við Óðinsgötu
og Skúlagötu.
Þorgrímur Hallgrímsson, hverfastjóri hjá
Reykjavíkurborg, segir hraðahindranir sem þessar
eiga það til að losna. „Það veltur á hvað er slétt
undir þeim,“ segir hann. „Ef undirlagið er óslétt
geta þær losnað upp á álagspunktum.“ Hann segist
ekki hafa orðið var við eða fengið ábendingar um
að unnin hafi verið skemmdarverk á hraðahindr-
ununum. „Það er býsna mikil vinna að losa um þær
með handafli. Ég efast um að menn séu svo
óprúttnir að ráðast í það bara til að geta ekið um
óhindraðir.“
Ekki hefur verið ákveðið hvort varanlegar
hraðahindranir komi í stað allra bráðabirgðahraða-
hindrananna sem hefur verið komið fyrir á
undanförnum mánuðum.
Losna á ósléttu yfirborði gatna