Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Farið til Ibiza Athafnastjórnmál Vesalings Verzlingar Ferðataskan aldrei lengi í geymslu Skothvellir og kindajarm er það fyrsta sem heyrist þegar gengið er inn á æf- ingasvæði sérsveitar ríkis- lögreglustjóra. Kindurnar virtust óhultar en það sama verður ekki sagt um skot- mörk íslenskra og norskra sérsveitarmanna sem hafa æft á svæðinu undanfarna daga. Þetta er fyrsta stóra sameiginlega æfing norsku og íslensku sérsveit- armannanna, þó fámennir hópar hafi af og til æft saman, segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yfirmaður sérsveitarinnar. Þegar Fréttablaðið leit í heimsókn á æfingasvæðið á Miðsandi í Hval- firði í gær stóðu yfir skotæfingar og um 30 íslenskir sérsveitarmenn og annar eins fjöldi norskra kol- lega þeirra voru dreifðir um svæð- ið. Það er að vissu leyti tímanna tákn að svo margir norskir sérsveitar- menn koma hingað til æfinga, en það sem helst dregur þá hingað er góð aðstaða sem myndaðist til slíkra æfinga eftir að bandaríska varnarliðið hvarf á braut. Mörg mannvirki standa nú auð á Mið- nesheiði, þar með talið kvik- myndahús og skóli, og munu sér- sveitarmennirnir æfa aðgerðir við aðstæður sem gætu komið upp í slíkum byggingum, til dæmis tengt gíslatökum, segir Jón. Aðstæður sem sérsveitin æfir fyrir virðast fjarlægar á Íslandi, sérstaklega í hinum friðsæla Hval- firði. Jón segir æfingarnar til að mynda taka mið af aðstæðum sem komið hafa upp erlendis, svo sem skotárás í skóla í Colombine og gíslatöku í leikhúsi í Moskvu. Einnig sé reynt að gera sér í hug- arlund aðstæður sem komið gætu upp hérlendis og búa sig undir það versta. Jón segir mikils virði að geta æft með erlendum sérsveitar- mönnum, þannig hafi báðir aðilar tækifæri til að læra af því sem aðrir séu að gera. Ekki sé þó bein- línis markmiðið að samhæfa sveit- irnar þannig að unnt sé að kalla eftir liðsauka milli landa, enda ekki ljóst hvort slíkt gengi á annað borð upp lagalega. Hann segir þó að ef einhvern tíma komi til þess sé gott að hafa prófað að vinna saman á æfingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur æft á Miðsandi í Hvalfirði frá árinu 2004, og hafa einhverjir meðlimir sveitarinnar æft þar í hverri viku undanfarið, segir Jón. Hann segir mikinn áhuga á því að sérsveitin fái svæðið frá ríkinu sem varanlegt æfingasvæði, enda vandfundinn betri staður fyrir slíkar æfingar. Jón segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um var- anlega ráðstöfun á svæðinu, en bendir á að afar dýrt sé að byggja svona gott æfingasvæði upp frá grunni. Ekki kallað á liðsauka milli landa Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 27. júní og 4. júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Stökktu til Costa del Sol Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. 27. júní eða 4. júlí frá kr. 34.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.