Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 72
Átján stig skilja að FH og KR Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2- 0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábær- ir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum,“ sagði hann en Gunnleifur er gamall leik- maður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK.“ Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru marg- ar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til.“ Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttað- ir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim,“ sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferð- irnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa að- eins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum.“ Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur“ á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum,“ sagði hann. HK var nánast undantekninga- laust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert ör- uggir með okkar sæti í deildinni.“ Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann hélt marki sínu hreinu er liðið vann góðan sigur á botnliði KR. Hann er ánægður með frammistöðu HK. Valur og Fram hafa lé- legasta aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þús- und manns í sæti og er því nokk- uð tómlegt um að litast á leikjum Vals og Fram. Ásamt þeim félögum eru Breiðablik og HK einu liðin sem ekki ná þúsund manns að með- altali á leik. Þau lið spila bæði á Kópavogsvelli en þar er verið að byggja nýja stúku. FH og KR fá langflesta áhorf- endur á sína heimaleiki. Fæstir mæta á Laugardalsvöll 1. deildarliðið Reynir í Sandgerði fékk Stefán Örn Arn- arson lánaðan í einn mánuð frá Keflavík í gær. Stefán hefur lítið verið viðriðinn Keflavíkurlið- ið í sumar og aldrei fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann kemur til með að styrkja Reynisliðið svo um munar en félagið berst í neðrihluta 1. deildarinnar um þessar mundir. Eftir einn mánuð verður málið endurskoðaður og ákvörðun tekin um framhaldið. Stefán lánaður frá Keflavík Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félag- inu Silkeborg sem féll úr úrvals- deildinni á síðasta tímabili. Hörð- ur sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí. „Okkur líður mjög vel hérna, það er gert vel við okkur og stefn- an er sett á að fara beint aftur upp. Ef það gerist ekki þá mun ég skoða mín mál,“ sagði Hörður sem er samningsbundinn til 2009. Hörður sagði Hólmar Örn vera í sömu stöðu en Bjarni Ólafur Ei- ríksson er aftur á móti kominn aftur til Vals. Heldur í Hörð og Hólmar Örn FH-ingurinn Daði Lár- usson bætti persónulegt met sitt þegar hann hélt marki sínu hreinu í 51 mínútu gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Daði hélt marki sínu samtals hreinu í 437 mínút- ur frá því Keflvíkingurinn Símun Samuelsen skoraði hjá honum á 64. mínútu í 2. umferð og þar til Nenad Petrovic skoraði á 51. mín- útu í 7. umferð í vikunni. Daði bætti metið sitt frá því í fyrra um 10 mínútur. Bætti metið sitt ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa garðsláttuvélar Á GÓÐU VERÐI! 4 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, Grassasfnari. 28.900,- 35.900,- 5 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, Grassasfnari. 45.900,- 6 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, Grassasfnari, drif. 3,5 ha Briggs & Stratton mótor 50 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, 21.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.