Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 50
BLS. 14 | sirkus | 22. JÚNÍ 2007
„Ég ætla að slappa af í sumarleyfinu og
skreppa til Ítalíu en þá ferð planaði ég
fyrir langa löngu. Þar
munum við taka bíl og aka
um landið.“
Kiddi Bigfoot plötusnúður
„Ég ætla í fjallgönguferð í viku til Króatíu.
Síðan eyði ég sem mestum tíma á
Akureyri og vonast til að fá þar
bongóblíðu. Einnig
stendur til að fara í
veiðiferð og svo
fer ég væntanlega
í innkaupaferð til
Milanó. Vonandi
verður sumarið
sólríkt og þá
fyllist ég orku
og þörf til
útiveru.“
Guðlaug Halldórsdóttir kaupmaður
Hvað á að gera
í sumarleyfinu?
„Ég hef yfirleitt skellt mér á Humarhátíð
á Hornafirði enda fædd og uppalin þar.
Einnig er ég búin að stefna á að fara í
Skaftárfell í útilegu síðustu sumur og
ætla að reyna að standa við
það þetta árið en það
er einn fallegasti
staður á landinu.
Við KR skutlur
ætlum líka að taka
einhvern óvissudag
og fara í rafting
eða annað
spennandi, en
annars ætla ég
bara að njóta
lífsins, grilla
nóg af
súkkulaði-
bönunum.“
Embla Grétarsdóttir
knattspyrnukona
SPURNINGAKEPPNI Sirkuss
Sv
ör
:1
. S
hi
ne
a
L
ig
ht
. 2
. M
ar
ta
G
uð
m
un
ds
dó
tt-
ir.
3
. S
an
A
nt
on
io
S
pu
rs
. 4
. E
irí
ku
r
Ö
rn
N
or
ðd
al
.
5.
Ó
la
fu
r
St
ep
he
ns
en
. 6
. S
an
S
al
va
do
r.
7.
Á
Sa
uð
ár
kr
ók
i.
8.
O
ce
an
’s
T
hi
rt
ee
n.
9
. P
ól
la
nd
i.
10
. M
ag
gi
e.
Logi Bergmann
1. Thunder Rolls.
2. Man ekki.
3. San Antonio Spurs.
4. Hugleikur Dagsson.
5. Ólafur Stephensen.
6. San Salvador.
7. Á Sauðárkróki.
8. Ocean’s Thirteen.
9. Póllandi.
10. Maggie.
Halldór Gylfason
1. Satisfaction.
2. Marta Halldórsdóttir.
3. San Antonio Spurs.
4. Leif Panduro.
5. Björn Björnsson.
6. San Salvador.
7. Á Sauðárkróki.
8. Mýrin 2.
9. Póllandi.
10. Maggie.
Logi Bergmann endar sig-
urgöngu Halldórs. Logi
sigrar með sjö stigum
gegn fimm. Halldór skor-
ar á Sóleyju Elíasdóttur
leikkonu sem mun mæta
Loga Bergmann í næstu
viku. Fylgist með.
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
1. Hvað heitir ný heimildarmynd um
Rolling Stones?
2. Hver gekk þverrt yfir Græn-
landsjökul til styrktar krabba-
meinsrannsókna?
3. Með hvaða NBA liði leikur
Tony Parker?
4. Hver skrifaði skáldsöguna
Eitur fyrir byrjendur?
5. Hver er nýr ritstjóri Blaðsins?
6. Hver er höfuðborgin í El Salvador?
7. Hvar á landinu er Ungmannafélagið
Tindastóll?
8. Í hvaða nýju mynd leika þeir félagar
Brad Pitt, George Clooney og Matt
Damon?
9. Hvaðan koma flestir
erlendir ríkisborgarar sem
búsettir eru hér á landi?
10. Hvað heitir yngsti
meðlimur Simpson-fjöl-
skyldunnar?
SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HÉR MÆTAST HALLDÓR GYLFASON
LEIKARI OG LOGI BERGMANN EIÐSSON SJÓNVARPSMAÐUR.
„Ég er að fara til Miami með manninum
mínum en við ætlum í siglingu.
Þaðan fer ég svo til
Suður-Ameríku í
nokkra daga og fer
svo aftur til
Daytona Beach
að skoða skóla
og versla.“
Kristín Ýr Bjarnadóttir tónlistarkona
G löggir sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir því að Friðrika Geirs-
dóttir er mætt aftur í Ísland í dag á
Stöð 2. Hún hefur tekið upp þráðinn á
nýjan leik frá síðasta hausti en þá
hætti hún til að ritstýra matar-
tímaritinu Bístró. Frækin
frammistaða hennar í fyrra
vakti mikla athygli enda var
hún óreynd í sjónvarpi. Nú
leikur hún við hvurn sinn
fingur og segir það yndilegt
að vera komin til baka. „Ég
er enn þá í barneignar-
fríi og er bara í hálfu
starfi til að byrja
með. Ég kem
svona hægt og
rólega inn í
þetta aftur,“
segir Frið-
rika í sam-
tali við
Sirkus.
„Þetta er
hins vegar
alveg meiri-
háttar
gaman.
Hópurinn er yndislegur og mórallinn
frábær,“ segir Friðrika og hrósar sam-
starfsfólki sínu Steingrími Ólafssyni,
Ingu Lind Karlsdóttur, Katrínu
Rut Bessadóttur, Sölva
Tryggvasyni, Oddi Ástráðs-
syni og Svanhildi Hólm
Valsdóttur í hástert.
Sonur Friðriku og
Stefáns Hilmarssonar,
fjármálastjóra Baugs,
kom í heiminn þremur
mánuðum fyrir tím-
ann. Tók þá við erfiður
tími þar sem hann
dvaldi á sjúkrahúsi
fyrstu þrjá mánuð-
ina en Friðrika segir
hann dafna vel í dag.
„Honum gengur
rosalega vel. Hann
styrkist og dafnar
með hverjum degin-
um,“ segir Friðrika
um prinsinn sinn.
oskar@frettabladid.is
FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR MÆTT AFTUR Í ÍSLAND Í DAG EFTIR NOKKURT HLÉ
MÆTT AFTUR Á SKJÁINN Friðrika Geirsdóttir mun verða í Íslandi í dag í sumar og segir
móralinn í hópnum vera hreint út sagt frábæran. SIRKUSMYND/VALLI
YNDISLEGT AÐ VERA KOMIN
TILBAKA Í HRINGIÐUNA
T enórinn geðþekki Garðar Thor Cortes nálgast nú óðfluga gull-
plötu hér á Íslandi en búast má við að
nýr diskur hans Cortes 2007 muni ná
tilskyldu fimm þúsund eintaka marki
á næstu vikum. Diskur Garðars Thors
er langsöluhæsti diskur íslensks lista-
manns það sem af er þessu ári og
sagðist Sigvaldi Kaldalóns, markaðs-
stjóri Skífunnar, ekki sjá nokkurn
annan en hinn færeyska Jógvan sem
gæti mögulega slegið honum við á
næstu mánuðum.
Einar Bárðarson, umboðsmaður
Garðars Thors, segir í samtali við Sirk-
us að þetta séu góðar fréttir en komi
honum svo sem ekki á óvart þar sem
diskurinn sé einstaklega góður. „Við
erum búnir að selja hátt í þrjátíu þús-
und eintök hér í Bretlandi sem er frá-
bært en við teljum vera svigrúm fyrir
enn meiri sölu. Þessi diskur er það
góður að við hættum ekki fyrr en hann
er kominn inn á hvert heimili í Bret-
landi,“ segir Einar og hlær.
Fyrsti diskur Garðars Thors sem
bar nafnið Cortes og kom út fyrir jólin
2005 seldist í tuttugu þúsund eintök-
um og var langsöluhæsti diskurinn á
Íslandi það árið.
Garðar Thor stefnir
hraðbyri á gullplötu
GULLPLATA Á NÆSTU GRÖSUM Garðar
Thor Cortes er nálægt því að selja fimm
þúsund eintök af nýjum diski sínum hér
á Íslandi.