Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 50
BLS. 14 | sirkus | 22. JÚNÍ 2007 „Ég ætla að slappa af í sumarleyfinu og skreppa til Ítalíu en þá ferð planaði ég fyrir langa löngu. Þar munum við taka bíl og aka um landið.“ Kiddi Bigfoot plötusnúður „Ég ætla í fjallgönguferð í viku til Króatíu. Síðan eyði ég sem mestum tíma á Akureyri og vonast til að fá þar bongóblíðu. Einnig stendur til að fara í veiðiferð og svo fer ég væntanlega í innkaupaferð til Milanó. Vonandi verður sumarið sólríkt og þá fyllist ég orku og þörf til útiveru.“ Guðlaug Halldórsdóttir kaupmaður Hvað á að gera í sumarleyfinu? „Ég hef yfirleitt skellt mér á Humarhátíð á Hornafirði enda fædd og uppalin þar. Einnig er ég búin að stefna á að fara í Skaftárfell í útilegu síðustu sumur og ætla að reyna að standa við það þetta árið en það er einn fallegasti staður á landinu. Við KR skutlur ætlum líka að taka einhvern óvissudag og fara í rafting eða annað spennandi, en annars ætla ég bara að njóta lífsins, grilla nóg af súkkulaði- bönunum.“ Embla Grétarsdóttir knattspyrnukona SPURNINGAKEPPNI Sirkuss Sv ör :1 . S hi ne a L ig ht . 2 . M ar ta G uð m un ds dó tt- ir. 3 . S an A nt on io S pu rs . 4 . E irí ku r Ö rn N or ðd al . 5. Ó la fu r St ep he ns en . 6 . S an S al va do r. 7. Á Sa uð ár kr ók i. 8. O ce an ’s T hi rt ee n. 9 . P ól la nd i. 10 . M ag gi e. Logi Bergmann 1. Thunder Rolls. 2. Man ekki. 3. San Antonio Spurs. 4. Hugleikur Dagsson. 5. Ólafur Stephensen. 6. San Salvador. 7. Á Sauðárkróki. 8. Ocean’s Thirteen. 9. Póllandi. 10. Maggie. Halldór Gylfason 1. Satisfaction. 2. Marta Halldórsdóttir. 3. San Antonio Spurs. 4. Leif Panduro. 5. Björn Björnsson. 6. San Salvador. 7. Á Sauðárkróki. 8. Mýrin 2. 9. Póllandi. 10. Maggie. Logi Bergmann endar sig- urgöngu Halldórs. Logi sigrar með sjö stigum gegn fimm. Halldór skor- ar á Sóleyju Elíasdóttur leikkonu sem mun mæta Loga Bergmann í næstu viku. Fylgist með. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus 1. Hvað heitir ný heimildarmynd um Rolling Stones? 2. Hver gekk þverrt yfir Græn- landsjökul til styrktar krabba- meinsrannsókna? 3. Með hvaða NBA liði leikur Tony Parker? 4. Hver skrifaði skáldsöguna Eitur fyrir byrjendur? 5. Hver er nýr ritstjóri Blaðsins? 6. Hver er höfuðborgin í El Salvador? 7. Hvar á landinu er Ungmannafélagið Tindastóll? 8. Í hvaða nýju mynd leika þeir félagar Brad Pitt, George Clooney og Matt Damon? 9. Hvaðan koma flestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi? 10. Hvað heitir yngsti meðlimur Simpson-fjöl- skyldunnar? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HÉR MÆTAST HALLDÓR GYLFASON LEIKARI OG LOGI BERGMANN EIÐSSON SJÓNVARPSMAÐUR. „Ég er að fara til Miami með manninum mínum en við ætlum í siglingu. Þaðan fer ég svo til Suður-Ameríku í nokkra daga og fer svo aftur til Daytona Beach að skoða skóla og versla.“ Kristín Ýr Bjarnadóttir tónlistarkona G löggir sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir því að Friðrika Geirs- dóttir er mætt aftur í Ísland í dag á Stöð 2. Hún hefur tekið upp þráðinn á nýjan leik frá síðasta hausti en þá hætti hún til að ritstýra matar- tímaritinu Bístró. Frækin frammistaða hennar í fyrra vakti mikla athygli enda var hún óreynd í sjónvarpi. Nú leikur hún við hvurn sinn fingur og segir það yndilegt að vera komin til baka. „Ég er enn þá í barneignar- fríi og er bara í hálfu starfi til að byrja með. Ég kem svona hægt og rólega inn í þetta aftur,“ segir Frið- rika í sam- tali við Sirkus. „Þetta er hins vegar alveg meiri- háttar gaman. Hópurinn er yndislegur og mórallinn frábær,“ segir Friðrika og hrósar sam- starfsfólki sínu Steingrími Ólafssyni, Ingu Lind Karlsdóttur, Katrínu Rut Bessadóttur, Sölva Tryggvasyni, Oddi Ástráðs- syni og Svanhildi Hólm Valsdóttur í hástert. Sonur Friðriku og Stefáns Hilmarssonar, fjármálastjóra Baugs, kom í heiminn þremur mánuðum fyrir tím- ann. Tók þá við erfiður tími þar sem hann dvaldi á sjúkrahúsi fyrstu þrjá mánuð- ina en Friðrika segir hann dafna vel í dag. „Honum gengur rosalega vel. Hann styrkist og dafnar með hverjum degin- um,“ segir Friðrika um prinsinn sinn. oskar@frettabladid.is FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR MÆTT AFTUR Í ÍSLAND Í DAG EFTIR NOKKURT HLÉ MÆTT AFTUR Á SKJÁINN Friðrika Geirsdóttir mun verða í Íslandi í dag í sumar og segir móralinn í hópnum vera hreint út sagt frábæran. SIRKUSMYND/VALLI YNDISLEGT AÐ VERA KOMIN TILBAKA Í HRINGIÐUNA T enórinn geðþekki Garðar Thor Cortes nálgast nú óðfluga gull- plötu hér á Íslandi en búast má við að nýr diskur hans Cortes 2007 muni ná tilskyldu fimm þúsund eintaka marki á næstu vikum. Diskur Garðars Thors er langsöluhæsti diskur íslensks lista- manns það sem af er þessu ári og sagðist Sigvaldi Kaldalóns, markaðs- stjóri Skífunnar, ekki sjá nokkurn annan en hinn færeyska Jógvan sem gæti mögulega slegið honum við á næstu mánuðum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars Thors, segir í samtali við Sirk- us að þetta séu góðar fréttir en komi honum svo sem ekki á óvart þar sem diskurinn sé einstaklega góður. „Við erum búnir að selja hátt í þrjátíu þús- und eintök hér í Bretlandi sem er frá- bært en við teljum vera svigrúm fyrir enn meiri sölu. Þessi diskur er það góður að við hættum ekki fyrr en hann er kominn inn á hvert heimili í Bret- landi,“ segir Einar og hlær. Fyrsti diskur Garðars Thors sem bar nafnið Cortes og kom út fyrir jólin 2005 seldist í tuttugu þúsund eintök- um og var langsöluhæsti diskurinn á Íslandi það árið. Garðar Thor stefnir hraðbyri á gullplötu GULLPLATA Á NÆSTU GRÖSUM Garðar Thor Cortes er nálægt því að selja fimm þúsund eintök af nýjum diski sínum hér á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.