Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 74
 Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópu- mótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli kom- ast í 8-liða úrslit. Ísland er í öðrum styrkleika- flokki með heimsmeisturum Þjóð- verja, Rússum og Slóvenum. Ís- land verður því ekki með neinni af þeim þjóðum í riðli. Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé erfitt að teikna upp ákveðinn draumariðil. „Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Miðað við okkar reynslu er kannski best fyrir okkur að mæta Dönum úr fyrsta styrkleikaflokki og forðast þar með Evrópumeist- ara Frakka, Spánverja og Króata,“ sagði Einar um fyrsta styrkleika- flokkinn. „Okkur hefur gengið einna best á móti Pólverjum. Slóvakía er kannski litla liðið þarna enda hafa þeir ekki verið með á mörgum stórmótum undanfarið. Norðmenn eru svo með mjög gott lið,“ sagði Einar en gestgjafarnir í Noregi fá að velja sér riðil eftir að búið er að draga. Norðmenn unnu Ísland 36- 33 á EM í Sviss árið 2006 og með tólf marka mun á æfingamóti í Danmörku nú í janúar. „Það kæmi mér ekki á óvart að þeir velji okkur með sér. Gunnar Pettersen, þjálfari Norðmanna, heldur að hann hafi tak á okkur. Þeir munu sjá riðilinn okkar og Slóvena og velja svo annan hvorn. Það hefur oft verið þannig að gestgjafarnir hafa horft til okkar þegar þeir velja sér riðil. Við erum kannski minni þjóð og komum frá fámennu landi en þetta er lík- lega engin tilviljun,“ sagði Einar sem átti ekki erfitt með að benda á martraðarmótherjann í fjórða styrkleikaflokki. „Svíarnir eru lang sterkastir í þessum riðli. Það yrði alveg ágætt að vera ekki með þeim. Hvít-Rúss- ar, Svartfellingar og Tékkar eru allir svipaðir að styrkleika,“ sagði Einar. Í kvöld verður dregið í riðla fyrir Evrópumótið í Noregi á næsta ári. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki fyrir þetta sterka mót. Framkvæmdastjórinn Einar Þorvarðarson vill síst af öllu dragast í riðil með Svíum. Samkvæmt afar áreið- anlegum heimildum Fréttablaðs- ins eru margir áhrifamanna innan raða KR síst sáttir við störf Teits Þórðarsonar, þjálfara meistara- flokks karla. Sumir eru á þeirri skoðun að skipta þurfi um þjálfara og að það sé orðið tímabært fyrir löngu. Ekki náðist í Jónas Krist- insson, formann KR Sports, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þessar sömu heimildir herma einnig að búið væri að skipta út þjálfaranum ef einhver annar álit- legur kostur væri í stöðunni. Þeir þjálfarar sem eru á lausu í dag þykja hins vegar ekki nógu góðir til að snúa við gengi KR. Sjálfur sagði Teitur í gær að hann vissi ekki til þess að nein slík umræða væri innan KR. „Ég hef ekki rætt við stjórnina saman- komna en ég hef rætt við marga stjórnarmenn. Ég veit ekki til þess að stjórnin hafi neitt fundað í dag,“ sagði hann. „Við getum allir verið óánægðir með úrslitin en á meðan að menn vinna vel saman þá vinnum við okkur út úr þessu. Við erum stað- ráðnir í að gera það.“ Hann segir að það myndi ekki hjálpa liðinu að skipta um þjálf- ara nú. „Það er sýnt og sannað í hvaða liði sem er í heiminum að það er langtímavinnan sem skilar árangri.“ Ósætti um Teit innan raða KR Vísir.is hrundi af stað átaki á miðvikudaginn þar sem biðlað er til Alfreðs Gíslasonar að halda áfram með íslenska lands- liðið í handbolta. Alfreð íhugar nú að hætta með liðið sem keppir á EM í Noregi á næsta ári. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en fyrsta sólarhringinn skoruðu 7.000 manns á Alfreð að halda áfram því góða starfi sem hann hefur gert með liðinu. Þjóð- arátakið fer því vel af stað en hægt er að skrifa undir áskorun- ina á Vísir.is/aframalfred. 7.000 á fyrsta sólarhringnum Heiðar Helguson var í gær orðaður við skipti yfir til WBA frá Fulham. Diomansy Kamara ku vera á óskalista Ful- ham sem vill kaupa hann á þrjár milljónir punda auk Heiðars. Sky fréttastofan hefur eftir umboðs- manni Kamara að Fulham hafi mikinn áhuga á leikmanninum. Heiðar var 16 sinnum í byrjun- arliði Fulham á síðustu leiktíð og hefur áður sagt að hann vilji vera áfram hjá félaginu. Ekki náðist í Heiðar vegna fréttanna í gær. Sterklega orð- aður við WBA Chelsea er komið í hóp átta efstu liðanna í fyrsta styrk- leikaflokki Meistaradeildar Evr- ópu. Árangur félagsins er loksins talinn nógu góður og sleppir það því við að mæta Liverpool, Arsen- al, Manchester United, AC Milan, Barcelona, Inter Milan eða Real Madrid í riðlakeppninni. Chelsea hefur lent í mjög erfiðum riðl- um síðustu tvö ár þegar það dróst saman með Barcelona. Chelsea í hópi þeirra bestu Thaksin Shinawatra lagði í gær fram formlegt boð upp á 81,6 milljónir punda í Manchest- er City. Stjórn City gaf út yfirlýs- ingu þar sem það hvetur hluthafa til að selja skerfi sína og stefn- ir allt í það að þessi fyrrverandi forsætisráðherra Taílands eign- ist félagið. Shinawatra hefur þegar boðið Sven-Göran Eriksson stjóra- stöðu félagsins. Til að fá rétt til að skipa nýjan stjóra þarf hann að eignast 75 prósent í félaginu sem verður líklega á næstu dögum. Fær tilboð í City samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.