Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 8
 Hver veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum í sumar? Hvaða líkamsræktarfrömuð- ur ræktar um þessar mundir lík- ama Björns Inga Hrafnssonar? Hvaða sautján ára íslenski knattspyrnumaður hefur skrifað undir samning við hollenska liðið AZ Alkmaar? Nýr vefur Kvennaslóða var opnaður á málfundi í Þjóð- minjahúsinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra opnaði vefinn form- lega. Markmið Kvennaslóða er að gera þekkingu kvenna sýnilega og aðgengilega fyrir fjölmiðla, fyrir- tæki og stjórnvöld. Á vefnum www.kvennaslodir.is má finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótum hætti. RIKK, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum sér um vefinn. „Það er full ástæða til að starf- rækja vef á borð við Kvennaslóðir, brýn nauðsyn að fólk nýti sér hann og að það verði vitneskja meðal fjölmiðlamanna um hann,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er staðreynd að konur bera á flestum sviðum skarðan hlut frá borði,“ sagði Þorgerður. „Samt er enginn tilbúinn að halda því fram að konur séu síður hæfar en karl- ar til að gegna æðstu stöðum í sveitarfélögum og fyrirtækjum.“ Margrét Kristmannsdóttir, for- maður Félags kvenna í atvinnu- rekstri, flutti einnig erindi. „Við konur getum gert annan mjög einfaldan hlut til að bæta stöðu okkar kvenna, en hann felst einfaldlega í því að styðja hver aðra,“ sagði Margrét. Hæfar konur til allra starfa Ferð kajakræðaranna tveggja sem björgunarsveitir leituðu að í byrjun síðustu viku gengur vel. Parið er nú komið norður á Öxarfjörð og stefnir hratt austur fyrir land. Freya Hoffmeister og Greg Stamer lögðu upp í hringferð sína umhverfis Ísland frá Garðskaga laugardaginn 9. júní. Markmiðið er að ljúka ferðinni á skemmri tíma en áður hefur verið gert. Á heimasíðu Freyu kemur fram að ferðin hafi gengið vel og veður hafi verið hagstætt. Þau tóku land á Siglufirði síðastliðinn þriðjudag og skrifuðu þá fréttir af sér á síðuna. Ferð ræðar- anna miðar vel Nautarúllan frá SS er vafin inn í netta rönd af svínaspekki, taðreykt en þó með mildu en sjarmerandi reykbragði sem minnir dálítið á hangikjöt. Það er því tilvalið að nota SS nautarúllu á svipaðan hátt og hangiálegg eða feta nýjar slóðir eins og t.d. hér er sýnt. Nautarúllan hefur fengið gullverðlaun í fagkeppnum bæði hér heima og erlendis. Ilmandi álegg frá SS www.ss.isF íto n eh f. / S ÍA „Þetta er stærsti hópur sem hefur farið í útskriftarferð frá Íslandi,“ segir Þóra Björk Halldórs- dóttir, fararstjóri Heimsferða á Fuerteventura á Kanaríeyjum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu lenti 240 manna útskriftarhópur frá Verzlunarskóla Íslands í hrakning- um á Fuerteventura í upphafi sum- ars þegar herlögregla tók að vakta hópinn á nóttunni þegar þau skemmtu sér og á fundum sem haldnir voru vegna skemmdar- verka og drykkjuláta á hótelinu. „Flestir voru til fyrirmyndar en auðvitað voru svartir sauðir innan um,“ segir Þóra Björk. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að kalla til lögreglu ef fleiri en hundrað manns safnast saman og því hafi hótel- stjórinn ekki þorað öðru en kalla til herlögreglu þegar allur hópurinn safnaðist saman á fund. „Sumir krakkarnir voru hræddir við lög- regluna,“ segir Þóra Björk. Hún bætir við að vikudvöl sé hámarks- tími fyrir svona ferðir og nauðsyn- legt að hóparnir séu miklu minni en hópur Verzlunarskólans í ár. Yfirvöld í Taívan hétu því á miðvikudag að þjóðarat- kvæðagreiðsla um að ganga á ný í Sameinuðu þjóðirnar yrði haldin þrátt fyrir hörð mótmæli frá Kína. Atkvæða- greiðslan fer líklega fram á næsta ári að sögn forseta Taívans, Chen Shui- bian. Verði inngangan samþykkt þarf öryggisráð SÞ að staðfesta hana sem má teljast ólíklegt að gerist þar sem Kína hefur neitunarvald í ráðinu. Kínversk stjórnvöld álíta Taívan hluta af Kína þótt eyjan hafi haft sjálfsstjórn frá árinu 1949. Taívanar kjósa um aðild að SÞ Rétt tæplega fertugur maður, Ari Kristj- án Runólfsson, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í byrjun apríl síðastliðinn. Hann stakk 48 ára mann í hjartastað í heimahúsi eftir rifrildi yfir fótboltaleik. Lögreglumenn voru kallaðir að húsi við Hátún að kvöldi 3. apríl, þar sem maður hafði verið stunginn. Þegar þá bar að kom Ari Kristján út á móti þeim, blóðugur og ofurölvi, og tilkynnti þeim að hann hefði stungið mann með hníf. Inni voru fjórir menn, þar af ölvaður maður með tvö stungusár á bringunni. Hann var fluttur á sjúkrahús og meðan á skoðun stóð hrakaði honum snögglega og fór í hjarta- stopp. Þá var hann skorinn upp í skyndi og fingri stungið í gat sem fannst á hjarta hans. Því næst var gert að meiðslum hans. Fram kemur í dómnum að kraftaverki eða læknisfræðilegi afreki megi þakka það að hann sé á lífi. Aðdragandi árásarinnar er nokk- uð óljós sökum ölvunar vitna, en ljóst þykir að fórnarlambið hafi „reynst [Ara] þungur í skauti“ umrætt kvöld. Sá stungni, sem hafi verið „óaárennilegur rumur“ að sögn Ara, hafi veist að honum með munnsöfnuði nær strax og Ara bar að garði. Þeir hafi rifist mikið og maðurinn hafi meðal annars hótað því að kasta Ara fram af svölum hússins. Ari kvaðst hafa við það verið gripinn ofsahræðslu vegna áþekkrar lífsreynslu í æsku. Einhverju síðar hafi Ari Kristján farið inn í eldhús íbúð- arinnar, sótt þar steikarhníf, gengið rakleiðis að manninum og stungið hann tvívegis. Ari Kristján neitaði því ekki að hafa ráðist á manninn með hnífi en sagðist lítið muna eftir því vegna ölvun- ar. Dómnum þótti sannað að fórnarlambið hafi reynst Ara erfitt um kvöldið. Það afsaki þó að engu leyti við- brögð Ara, einkum í ljósi þess að Ari hafi ekki brugðist við í stundarbrjálæði, heldur látið nokkra stund líða frá síðasta rifr- ildinu við manninn, þar til hann stakk hann. Ari þarf að greiða fórnarlamb- inu eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Til frádráttar fangels- isvistinni kemur óslitið gæsluvarð- hald frá 4. apríl. Stakk erfiðan mann tvisvar í bringuna Ari Kristján Runólfsson dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Kraftaverki eða læknis- fræðilegu afreki að þakka að fórnarlambið er á lífi. Greiningum á klamydíu- smitum hefur fjölgað verulega í Færeyjum undanfarinn áratug samkvæmt lýðheilsufræðingnum Malan Egholm sem hefur gert rit- gerð um hvernig fyrirbyggja megi klamydíusmit í Færeyjum. Vefút- gáfa Útvarps Færeyja greinir frá þessu. Árið 1997 greindust 5,1 prósent þeirra sem komu í kynsjúkdóma- skoðun í Færeyjum með klamydíu. Árið 2006 var þetta hlutfall komið upp í 11,2 prósent og hafði því meira en tvöfaldast. Egholm segir mikilvægt að bæta kynlífsfræðslu í skólum svo börn læri um kynsjúkdómavarnir og að hrinda þurfi af stað almennum upplýsingaherferðum. Bæta þarf kynfræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.