Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 18
Norðmenn eru í fremstu röð NATO-bandalagsþjóða með að sýna í verki sam- stöðu með Íslendingum eftir brottför bandaríska varnarliðsins, til að árétta skuldbindingar banda- lagsins gagnvart Íslandi á friðartímum. Þetta er sá skilningur sem viðmælend- ur Fréttablaðsins í Noregi leggja í þýðingu tvíhliða samnings landanna um samstarf í öryggis- og varn- armálum. „Það stendur ekki til að Norðmenn taki við því hlutverki sem Banda- ríkjamenn gegndu á Íslandi,“ segir Jo Gade, aðmíráll (flaggkomm- andør) í norska hernum og einn æðsti embættismaðurinn í norska varnarmálaráðuneytinu. Hann átti sæti í norsku viðræðunefndinni, sem gekk frá samstarfssamningn- um við Íslendinga í apríl síðast- liðnum. Hann tekur hins vegar fram að samkomulaginu hafi almennt verið vel tekið í Noregi og það njóti ótvíræðs stuðnings ríkisstjórnar og þings. Gade samsinnir því að samming- urinn sé rammasamkomulag, pól- itísk viljayfirlýsing sem eftir eigi að koma í ljós hvað muni nákvæm- lega koma út úr í reynd. Sverre Lodgaard, forstöðumað- ur norsku alþjóðamálastofnunar- innar NUPI, segir einnig að þetta sér rétt mat. „Ég lít líka svo á að þar sem við höfum þennan tvíhliða samning sé Noregur í fremstu röð NATO-landa að annast þau verk- efni sem Ísland þarf mest á að halda [eftir brottför bandaríska varnarliðsins], svo sem að sjá til þess að Keflavíkurflugvöllur nýt- ist áfram sem herflugvöllur og að NATO-herþotur sýni nærveru í íslenzkri lofthelgi,“ segir Lodga- ard. „Það er mikilvægt að sjá þetta í NATO-samhengi,“ áréttar Gade. Fimmta grein Atlantshafssáttmál- ans, sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll, sé í fullu gildi. Við það má bæta að varnarsamstarfssamningar Íslands við Bandaríkin eru einnig í fullu gildi, þótt þeir fjalli fyrst og fremst um skuldbindingar Banda- ríkjanna gagnvart Íslandi á hættu- tímum. Að sögn Gade snúist sam- komulagið við Ísland því fyrst og fremst um að sýna Íslendingum samstöðu á friðartímum og virkt pólitískt samráð um öryggis- og varnarmál. „Þetta snýst um að sýna [hern- aðarlega] nærveru á svæðinu,“ segir Gade. Fjölþjóðlega NATO- æfingin Norðurvíkingur, sem fram fer hér á landi í ágústmán- uði, verður að hans sögn eins konar prófraun á það hvernig þetta samstarf geti litið út til framtíðar. Í æfingunni munu bæði orrustuþotur og P3-Orion-eftirlits- flugvélar norska hersins taka þátt. Til að ná því markmiði fram að tryggja að Keflavíkurflugvöllur nýtist áfram sem herflugvöllur, þótt engin föst viðvera herflug- véla sé nú á vellinum, segir Sverre Lodgaard það einnig vera rökrétt næsta skref, að Íslendingar leggi til fólk sem fái þjálfun í að reka flugvöllinn sem herflugvöll, svo að Íslendingar verði betur í stakk búnir til að leika hlutverk gesta- ríkis heræfinga á borð við þá sem áformuð er í ágúst. Nærtækt væri að Norðmenn sæju um þessa þjálf- un. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að norskar orrustuþotur muni í framtíðinni taka þátt í lofthelgi- seftirliti, sem kann að verða samið um að NATO-ríki sinni í íslenzku lofthelginni, segir Gade að hann telji ekki þörf á lofthelgiseftirliti af því tagi sem stundað hefur verið í Eystrasaltslöndunum. „Ég tel eðlilegast að á vettvangi NATO verði fundin ný lausn á þessu lofthelgiseftirliti, sem bygg- ist á mati á ógn á hverjum stað á hverjum tíma. Það er óþarfi að hafa orrustuþotur að staðaldri í öllum krókum og kimum NATO- svæðisins,“ segir hann. Þessa nýju lausn segist Gade geta séð fyrir sér þannig, að NATO-herstjórnin leggi mat á það hvar mest þörf sé á að sýna nærveru hverju sinni. Það geti verið í Eystrasaltsríkjun- um einn daginn og á Íslandi hinn. Þannig verði óþarfi að hafa her- þotur stöðugt alls staðar, en jafn- trúverðugar varnir samt tryggðar í allri lögsögu NATO. Í heimsókn í stjórnstöð norsku strandgæzlunnar í Norður-Noregi, í Sortland í Vesturáli, var sá tals- maður norsku gæzlunnar sem þar varð fyrir svörum, Njål Røkenes, spurður hvort það kynni að flækja samstarf milli íslenzku og norsku gæzlanna að sú norska sé hluti af her en sú íslenzka hrein-borgara- leg. Þessu svarar Røkenes á þá leið, að hann fái ekki séð að það breyti nokkru. „Það er ekkert vandamál að eiga samstarf við íslenzku Gæzluna. Við eigum stöðugt í samstarfi við borgara- lega aðila í eigin landi, og við sænsku strandgæzluna til dæmis,“ bendir hann á. Um nýja samkomulagið milli Noregs og Íslands um aukið sam- starf á sviði öryggis- og varnar- mála segir Røkenes að það sé mjög jákvætt frá sínum bæjardyrum séð. Það veiti örugglega ekki af efldu samstarfi strandgæzlanna við Norður-Atlantshaf í ljósi hinn- ar vaxandi umferðar risaskipa um þetta viðkvæma hafsvæði þar sem veður eru oft válynd. Håvard Berg-Olsen, undirofursti og yfirmaður flugsveitar 333 í norska flughernum, sem hefur sex P3-Orion-eftirlitsflugvélum á að skipa og hefur sitt fasta aðsetur í herflugstöðinni á Andey í Norður- Noregi, tjáði Fréttablaðinu enn- fremur að tæknilega væri það að sjálfsögðu mögulegt að vél sveit- arinnar legði leið sína til Íslands af og til. Það væri þó fyrst og fremst komið undir pólitískum vilja og að sveitin fengi fjárveit- ingar í samræmi við verkefnin sem henni væri ætlað að sinna. Hann leyfði sér reyndar að efast um að það væri viðeigandi að eft- irliti af sama tagi og sveitin ann- aðist í norskri lögsögu – sem sner- ist að miklu leyti um fiskveiðieftirlit í umboði strand- gæzlunnar – væri sinnt í íslenzkri lögsögu af norskum herflugvél- um. Jo Gade í varnarmálaráðuneyt- inu tekur fram, að sú hernaðar- lega nærvera sem Norðmenn kunni að sýna í íslenzkri lögsögu geti aðeins verið til þess fallin að árétta varnarskuldbindingar NATO gagnvart Íslandi; íslenzk yfirvöld verði sjálf að sjá fyrir daglegri áréttingu fullveldisyfir- ráða sinna yfir íslenzkri lögsögu og auðlindum. Fiskveiðieftirlit og slík verkefni í íslenzku lögsögunni geti ekki verið á könnu neins ann- ars en Íslendinga sjálfra. Á morgun: Heimsókn í norska her- og strandgæzlustöð Snýst um að sýna nærveru í norðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.